Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2008, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2008, Blaðsíða 50
föstudagur 13. júní 200850 Helgarblað DV ast inn fara ekki út þó að aðstæður þeirra batni og þeir hafi ekki leng- ur þörf fyrir þetta. Það er ekki boð- legt að það séu 1.000 manns á bið- lista eftir félagslegu húsnæði. Það þarf að breyta kerfinu til að tryggja meiri endurnýjun. Ríki og sveitarfé- lög þurfa að koma meira inn í mála- flokkinn. En nú er verið að gera lagabreytingar sem koma til með að styrkja þetta félagslega kerfi. Það kemur til með að ýta undir meiri endurnýjun og þeir sem hafa mesta þörf komast að. Ég er bjartsýnn. Og varðandi stjórnarsetu í Há- skóla Íslands hef ég alltaf haft gríð- arlegan áhuga og metnað fyrir hans hönd. Kristín Ingólfsdóttir rektor er stórkoslegur leiðtogi. Hún er róleg og ljúf og ég hélt í byrjun að hún yrði tætt í sig en hún stendur svakalega sterkt og hefur náð HÍ á gríðarlegt flug. Þetta er mikið gleðiefni. Og ég get alveg viðurkennt að ég fæ alltaf tár í augun á útskriftum skólans, ég ber mjög mikla virðingu fyrir Há- skólanum. Á leið úr Framsókn? „Ég var virkur fram- sóknar- maður en hef fjar- lægst flokk- inn mikið.. Ég er mjög óhress með stöðuna í dag, það þarf að laga mjög mikið og byggja flokkinn upp frá grunni. Ég á litla samleið með því sem menn standa fyrir í dag.“ En hvað finnst forstjóranum um atvinnuástand og efnahagshorfur? „Það vantar mjög mikið súrefni inn í kerfið, það vantar fjármagn til að koma atvinnulífinu af stað aft- ur. Nú er loksins eitthvað að gerast. Heimild ríkissjóðs til að taka lán í evrum og samningur Seðlabankans við seðlabanka annarra Norður- landa var til góðs og mun auka súr- efnið á markaðnum. En við þurfum að huga að því að komast í Evrópusambandið, geng- issveiflurnar eru hræðilegar og við- skiptahagsmunir okkar eru mjög miklir að komast í sambandið. Og mér er ekki vel við að tala illa um íslensku krónuna þá er krónan allt- of veikbuða, sumir segja að hún hafi sama virði og matadorpening- ar. Mér finnst það nú reyndar ýkt, en atvinnulífið getur ekki lifað við krónuna eins og hún er í dag.“ En er samdráttur hjá flugfélag- inu á þessum tímum? „Það er ánægjulegt að það eru að aukast hjá okkur bókanirnar. En kostnaðurinn hefur aukist út af olí- unni og því þurfum við að sýna að- hald og sveigjanleika.“ Þotuliðið sparar En einhverju hljóta þessar efna- hagsþrengingar að breyta fyrir flug- félagið. Sparar fólk ekki við sig að ferðast? „Þeir sem voru á einkaþotunum eru nú farnir að fljúga mikið með Iceland Express. Maður sér það um borð í vélunum að forstjórar og framkvæmdastjórar eru farnir að fljúga mikið með okkur. Tíð- arandinn er þannig og það eru góð skilaboð til starfsmanna ef forstjórinn tekur besta kost- inn hverju sinni. Hann er ekki á einkaþotu heldur ferðast með okkur. Þótt það sé ekki endi- lega nauðsynlegt í öllum til- fellum að leggja einkaþot- unum gera menn það til að senda góð skilaboð. Þegar maður skoðar bókanirnar sér maður að bankar og stór fyrirtæki bóka hjá okkur fyrir sína starfsmenn. Forstjórar „slimma sig niður“ og aðlaga sig tíðarandan- um. Vonandi fara þeir ekkert aftur á einkaþoturnar þegar allt fer á fullt á ný.“ En með þinn bakgrunn er þá ekki gaman að eiga peninga og geta lifað í lúxus? „Ég vil vera „smart buyer“ og mér líður illa í dýrum, flottum fötum. Og elti ekki lúxus nema hann sé ódýr. Já, ég vil lúxus en bara ef hann er ódýr, ánægjan með að hafa gert góð kaup er þarna mikilvægust. Ég hef alltaf verið mjög jarðbundinn og er ekkert upptekinn af því hvað öðrum finnst um mig. Sjálfsmynd mín snýst ekki um vörumerki og þeir sem ég vinn mest með eru jarðbundnir og ekkert að eyða peningum að óþörfu.“ Næsti vetur Þú ert með yfirsýn yfir stöðu fjöl- margra fyrirtækja. Hvernig verður næsti vetur? „Næsti vetur verður mjög erfið- ur. Það er ljóst að hlutirnir fara ekki að taka við sér fyrr en eftir áramót, þangað til verður varnarbarátta hjá atvinnulífinu. Mörg fyrirtæki standa illa núna og næstu mánuði verð- ur atvinnulífið í heild sinni ekki í góðum málum. Ég spái því að þeg- ar líður á árið verði komið mikið atvinnuleysi á sama tíma og verð- bólga verður í sögulegum hæðum. En fjótlega á næsta ári gæti allt farið af stað aftur – með samstilltu átaki. Bankarnir þurfa að fara að dæla út peningum. „Dílarnir“ þurfa að fara að detta inn aftur, vextir þurfa að lækka – nú eru okurvextir sem menn standa ekki undir. Ríkisstjórnin var sein að taka við sér en nú er eitthvað að gerast og vonandi drífa menn sig í að bretta upp ermar og spýta út peningum. En varðandi okkar rekstur tel ég að fólk byrji á að spara dýru ferð- irnar, svo þetta hefur ekki jafnmik- il áhrif á okkur sem ekki erum með dýrari lúxusferðir. En við erum til- búin til þess að takast á við erfiða tíma, getum brugðist hratt við og sett í seglin eða dregið saman eftir þörfum.“ Ráð til almennings „Ég hvet fólk til að vera jarðbund- ið og hugsa vel um hvernig það fer með hlutina. Reyna að velja hag- kvæmt. En það er ekkert alslæmt að þurfa að horfa í peninginn og spara. Erfiðu tímarnir í minni bernsku voru mitt gull, sem mótaði mig og herti mig upp alveg gríðarlega.“ Þú ólst upp við blankheit en ertu ekki orðinn ríkur? „Jú, ég á þrjú falleg börn og hef það ágætt. En ég fókusera meira á andlegt ríkidæmi og met meira fjöl- skylduríkidæmi en peninga. Með- an börnin mín hafa það gott er ég ánægður. Börnin mín fá uppeldi sem einkennist af aga og að hafa fyr- ir hlutunum. Ég vil kenna þeim að það kemur ekkert af sjálfu sér.“ Matthías er kvæntur Kristínu Eddu Guðmundsdóttur kennara. Og börn þeirra eru Albert Agnar Imsland, bráðum 7 ára, Guðmund- ur Helgi, 4 ára, og Þórunn Ásta sem verður þriggja ára í ár. „Hún stjórn- ar öllu með harðri hendi og það má segja að hún sé komin með þriggja ára stjórnunarreynslu,“ segir Matthí- as sem er mikill fjölskyldumaður. „Já, ég sem er KR-ingur fram í fing- urgóma er kominn í stjórn knatt- spyrnudeildar ÍR. Það er vegna þess að við búum í Breiðholti og börnin mín koma til með að fara í ÍR, þar er mikill metnaður og góðir aðilar við störf svo það er ástæðan fyrir því að ég tek þátt í þessu.“ Matthías var í handbolta í æsku og tók dómarapróf og starfaði sem dómari í allnokkur ár. ,,Ég leit á dómarastarfið sem ágætar auka- tekjur. Þetta voru fínar tekjur fyrir námsmann. Maður fékk borgað fyr- ir áhugamálið.“ Og annað áhugamál átti hug hans allan um tíma. „Ég spilaði bridds í Mennta- skólanum að Laugarvatni og hafði svo gaman af að ég þurfti að spila á hverju kvöldi og kitlaði í puttana ef ég spilaði ekki. Ég vaknaði upp á nóttunni og hugsaði um hvað ég gæti hafa gert betur í einstaka spilum. Þá ákvað ég að draga úr þessu og í dag spila ég ekki á alvörumótum og hef ekki gert síðan um tvítugt. Að leggja metnað sinn í að spila bridds er gott í hófi en getur verið tímaþjófur.“ Ertu ekki mjög fókuseraður og nýtir tímann vel? ,,Konan mín segir allavega að ég sé eins og í Startrek-mynd að reyna að geisla mig á milli staða. Ég er ekki mikið með pengingamarkmið, frek- ar með markmið um lífið sjálft og hverju ég ætla að ná fram. Annars hef ég lært það í gegnum árin að það er ekki hægt að skipuleggja allt í þaula. Ég var búinn að gera langtímaáætl- un, setja mér markmið. Til dæmis um það hvenær ég myndi fyrst verða faðir. Og það gekk eftir, við urðum ófrísk á þeim tíma en misstum fóstr- ið, sem var reiðarslag og kenndi mér að ekki er hægt að plana allt lífið.“ Sár missir „Það kom líka alveg flatt upp á mig þegar afi minn, Albert Imsland, dó. Ég man hverja mínútu þann dag- inn. Og var nærri því að fá taugaáfall þegar ég heyrði að hann væri dá- inn, við vorum það nánir. Afi fékk hjartaáfall og dó heima hjá sér árið 1989 þegar ég var 15 ára. Við töluð- um alltaf svo mikið saman og hann var minn besti vinur. Ég fór til hans daglega og við tefldum, spiluðum og fórum saman í bæinn. Hann hafði mjög mótandi áhrif á mig og mitt gildismat. Ég ætla að vona að hann sé stoltur af mér í dag. Enn í dag þeg- ar ég heimsæki leiðið hans finnst mér ég vera vanmáttugur. Það er mér mikilvægt að hann sé ánægður með mig.“ En hvað með pabba þinn, hef- urðu samskipti við hann? „Ég og pabbi erum vinir en það hafa aldrei verið mikil samskipti. Við hittumst svona tvisvar til þrisvar á ári. En það er gott dæmi um hvað líf- ið getur komið manni á óvart að ég á systur sem er 31 ári yngri en ég. Hún er á svipuðum aldri og dóttir mín.“ Þú planar ekki lengur allt, en samt, hvar sérðu þig um fimmtugt? „Það er ekki ósennilegt að ég verði kennari í Háskólanum um fimmtugt. Það finnst mér göfugt markmið. Það er gott fyrir háskóla þegar menn koma inn í kennsluna með reynslu úr atvinnulífinu og líf- inu sjálfu og hafa það sem hugsjón að miðla henni áfram.“ „Konan mín sagði á áKveðnum tímapunKti að ég ætti að hætta að safna hásKólagráðum og fara að safna frímerKjum eða einhverju öðru.“ Helgarviðtalið SigRíðuR ARNARdóttiR sirryarnar@gmail.com Skynsamur „Ég hvet fólk til að vera jarðbundið og hugsa vel um hvernig það fer með hlutina. reyna að velja hagkvæmt.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.