Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Blaðsíða 48

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Blaðsíða 48
Timarit Máls og menningar Hér á eftir langar mig til að stefna saman Gerplu Halldórs Laxness og túlkunarfræði sálgreiningarinnar. Gerpla2 er í gerð sinni „metabókmenntir“ þ.e. bókmenntir um bókmenntir. I bókinni eru aðrar bækur túlkaðar, fyrst og fremst Fóstbrædra saga og Ólafs saga helga. Við erum minnt á það hvað eftir annað, t.d. með formálanum, að þessi bók er skáldskapur um skáld- skap og gerir ekki kröfu til að vera lesin sem veruleiki eða raunsæissaga (í hefðbundinni merkingu þess hugtaks). I Gerplu er þess krafist að við tök- um okkur stöðu utan við heim Islendingasagnanna og skoðum hann þaðan en þetta vakti á sínum tíma mikla reiði manna sem vildu lesa fornsögurnar samsömunarlestri. Fornsagnastíll bókarinnar er merkingarbær í sjálfum sér fyrir okkur Is- lendingum og táknar eitthvað varanlegt, sígilt, þá fagurfræði sem við erum alin upp við. Bilið á milli formsins á Gerplu og hins óhugnanlega innihalds verður gróteskt, þ.e. kallar fram hlátur og óhug samtímis hjá lesanda. Hið tvöfalda og stundum margfalda svið bókarinnar skapar íroníska tvíræðni og margræðni sem kallar á túlkun og gerir það freistandi að stefna Gerplu og sálgreiningunni saman. Þá er ekki aðeins verið að athuga hvað Gerplu- textinn segir beint - heldur ekki síður það hvad hann gerir, hvaða áhrif hann hefur. Gerpla Halldórs Laxness er einstaklega flókinn texti eða vefur. Freisti maður þess að rekja upp einn þráð, eða tvo, reynast þeir koma saman við hinn þriðja einhvers staðar í vefnum og ný mynstur koma í ljós í stað þeirra sem maður hélt að hyrfu. Ég ætla að freista þess að rekja tvo þræði úr vefnum - ástina og óhugnaðinn. Hugtök sem notuð eru úr sálgreiningu verða útskýrð jafnharðan en nánari útskýringar, fyrir þá sem þær vilja, er að finna í neðanmálsgreinum. II Fræðimenn hafa oftast túlkað Þorgeir Hávarsson sem týpu, þ.e. bók- menntapersónu sem ætlað er að vera fulltrúi ákveðinnar hugmyndar. Týp- an breytist ekki, þroskast ekki innan bókar, á hverju sem gengur heldur gegnir einu og aðeins einu hlutverki í sögunni. I Gerplu er hetjuhugsjónin skopstæld og Þorgeir Hávarsson er fremsti fulltrúi þessarar hugsjónar. Hetjuhugsjónin er hins vegar ekki bara skop- stæld í bókinni heldur greind og gagnrýnd. Það lýsingarorð sem oftast er notað um Þorgeir Hávarsson í bókinni er að hann sé „heimskur" - en hlut- verk hans er of stórt til að hann geti verið fífl og bókmenntaleg týpa er hann heldur ekki. Þorgeir horfir á föður sinn myrtan, höggvinn með öxi, stunginn með 302
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.