Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2010, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2010, Blaðsíða 22
Fyrsta plata CliFF Clavin Hljómsveitin Cliff Clavin hefur nú sent frá sér sína fyrstu plötu, The Thief’s Manual. Hlustendur útvarpsstöðvanna X-ins og Rásar 2 hafa tekið lög sveitarinnar í ástfóstur. Bæði lögin Midnight Getaways og This Is Where We Kill More Than Time komust á vinsældarlista beggja þessara stöðva og héldu toppsæti á X-inu vikum saman. Nú er lagið As It Seems farið að seðja hungur íslenskra rokkaðdáenda og hljómar það títt á öldum ljósvakans. Cliff Clavin sló fyrst í gegn á Airwaves 2009 og fékk þá góða dóma í hinu virta tónlistarblaði Kerrang! fyrir frammistöðu. Sveitin sem er skipuð þeim Bjarna Þór, Arnari, Toto og Fannari hefur einnig fengið fádæma hrós fyrir afburðahljóðfæraleik, frábærar lagasmíðar og almennan töffaraskap. Harry kemur sterkur inn Það kom lítið á óvart að nýja myndin um galdrastrákinn Harry Potter, The Deathly Hallows, hafi farið beint á toppinn yfir vinsælustu myndir landsins. Rúmlega 13.000 manns hafa séð myndina og hún þénað um 13,6 milljónir króna. Jackass 3D er í öðru sæti aðra viku í sýningum en alls hafa um 11.600 manns séð myndina og hún þénað um 13,5 milljónir króna. Í þriðja sæti er svo Due Date með tæplega 20.000 gesti og um 19 milljónir í miðasölu. Skyline kemur ný inn í fjórða sæti með tæplega 1.400 gesti og tæplega 1,4 milljónir í hagnað. 22 fókus 24. nóvember 2010 miðvikudagur Stúdentaleikhúsið sýnir um þessar mundir Réttarhöldin eftir Franz Kaf- ka í Norðurpólnum á Seltjarnarnesi. Ég veit ekki eftir hvern leikgerðin er, kannski leikstjórann Friðgeir Ein- arsson? Það er engin leikskrá og ég sé ekkert um það á heimasíðu Stúd- entaleikhússins (sjá einnig kvartanir hér að ofan). Stundum hefur verið sagt að Kafka höfði fremur til yngra fólks en hinna eldri. Sögur hans eru eins konar and-ævintýri með „hetjum“ sem verða æ fastari í neti ósýnilegs og óskiljanlegs andstæðings, því ákafar sem þær berjast gegn honum. Óráðskenndar martraðir, komnar beint ofan úr djúpum undirvitund- arinnar, en um leið þjóðfélagsleg- ar táknsögur. Alltaf jafn óhugnan- legar og – maður verður víst að játa það – undarlega heillandi. Þær eru skrifaðar í byrjun síðustu aldar og orka sem forspár um þann hrylling sem átti eftir að ganga yfir Evrópu næstu áratugi, fyrst nasismann, síð- an kommúnismann. Eða bara kap- ítalismann, hinn óhefta, ómennska, vélvædda kapítalisma sem þrælar fólki út og hendir svo í skítinn ... ?! Stúdentaleikhúsið hefur oft sýnt frumleika og jafnvel dirfsku í verk- efnavali. Saga Kafka um Jósef K., sem vakinn er upp einn morgun af handbendum Valdsins, hefur marg- sinnis verið umrituð fyrir svið; hér á landi var leikgerð Gides og Barraults á sögunni flutt fyrir meira en fjöru- tíu árum af Leikfélagi Reykjavíkur. Friðgeir og hans lið nálgast verkið af virðingu og góðum skilningi; þó að frammistaða leikenda sé vissulega ekki fullkomin, einkum hvað fram- sögn snertir, þá er heilmikill Kaf- ka í þessu hjá þeim. Sviðið er bað- að í leikhúspúðri, persónur birtast úr óræðu myrkri og hverfa inn í það aftur. Veggurinn, sem grillir í að baki, er hlaðinn upp af alls kyns drasli og gæti hrunið hvenær sem er, líkt og raunar húsmunirnir; kaosið sífellt á næsta leiti. Leikstjórinn nýtir leikendahóp- inn vel. Fólk er yfirleitt ekki látið gera hluti sem það ræður ekki við, nema brjóstakáf á einum stað var óþarf- lega kauðskt. Leikendur þjappa sér einatt saman í minni hópa sem verða á köflum nánast að „lifandi“ leikmynd, fleyta sögunni fram með oft snjöllum leiktöktum; ég nefni að- eins möppurnar sem eru nýttar hvað eftir annað í ólíkum tilbrigðum. Allir eru að leika, nema aumingja Josef K. sem skilur aldrei neitt í neinu. Týpan sem Ólafur Ásgeirsson sýndi var al- veg hæfilega kómísk og sorgleg; þar var hitt á réttan tón. Þetta er áhugamannasýning og því er stjörnugjöf sleppt, en ykkur er óhætt að líta á þessi Réttarhöld stúd- entaleikaranna. Og leikhússtjórar ættu að fylgjast með Friðgeiri; það er aldrei að vita nema hann sé leik- stjóraefni. Jón Viðar Jónsson Kafka í Norðurpólnum Réttarhöldin „Týpan sem Ólafur Ásgeirs- son sýndi var alveg hæfilega kómísk og sorgleg; þar var hitt á réttan tón.“ Íslendingar eru sérkennileg þjóð. Hér ríkir bullandi kreppa, samdrátt- ur í stóru leikhús- unum (flestum) og hvað gerist: jú, það eru opn- uð þrjú ný leikhús á stórhöfuðborg- arsvæðinu! Jæja, kannski ekki al- veg ný, Norður- póllinn (sjá hér að neðan) er eiginlega hið eina sem er splunkunýtt; hin eru enduropn- uð, með nokkrum breytingum og nýj- um rekstraraðilum: Gaflaraleikhúsið í Smiðjunni, þar sem Hafnarfjarðar- leikhúsið var áður, var opnað fyrr í mánuðinum og nú hefur Tjarnarbíó lokið upp dyrum sínum í nokkuð nýrri mynd, bæði á sal og áhorfenda- rými. Í stað gamla kassasviðsins áður er nú leikið þar á gólfi með áhorfend- ur sitt hvorum megin við sviðið, en mér skilst raunar að þetta muni vera breytilegt rými, svo að kannski verð- ur gamli kassinn kominn aftur á sinn stað næst! Það verður spennandi að fylgjast með því. Annars kom þessi sviðsskipan ágætlega út í sýningu þeirri sem ég sá þar nú á sunnudagskvöldið. Hún var á nýjum einþáttungi eftir Jón Atla Jón- asson, Mojito. Þetta er stuttur tveggja manna þáttur, líklega hæfilega langur fyrir einn mojito hjá þeim sem þannig eru stemmdir. Gestum leikhússins er raunar boðið upp á einn alvöru drykk fyrir sýningu, sem mér prívat og per- sónulega finnst EKKI sniðugt – sem stækur forsjárhyggjumaður í þessum efnum, og mörgum öðrum, sé ég ekki nokkra ástæða til að halda áfengi að fólki (og mér er hjartanlega sama þó eitthvað óáfengt sé líka í boði). Í guð- anna bænum: þið nýju rekstraraðil- ar Tjarnarbíós, ekki gera þetta oftar! Áhorfendadrykkja í leikhúsi er ekki neitt sem hér þarf að ýta undir, Íslend- ingar eru nógu veikir á því svelli fyr- ir; svo man ég sjálfur eftir miðnætur- pelunum í Austurbæjarbíói hér í eina tíð og sakna þeirra ekki. Og almennt séð held ég að íslenskt leikhús þurfi frekar á ódrukknum áhorfendum með sæmilega óbilaða dómgreind að halda en þeim slompuðum, hvað þá útúr- drukknum ... Leikrit Jóns Atla er raunar sjálft nokkur áminning um þetta, því að áfengis-ómenning þjóðarinnar, kem- ur þar mjög við sögu. Tveir kunningjar hittast á bar, spjalla saman um ástand- ið og kreppuna, sem virðist hafa komið heldur illa við annan þeirra, svo víkur talinu að nýjustu tilþrifunum í félags- lífinu – og þá breytist annar þeirra allt í einu í pakistanskan nýbúa, rétt si svona eins og hendi sé veifað, og er þá orðinn eigandi veitingahússins sem hinn er nýlega búinn að rústa í öl- æði. Þetta var svoldið skrýtið, ekki síst hvað drykkjuboltinn (leikinn af Stefáni Halli Stefánssyni) var fljótur að kaupa þessa ummyndun. Eftir allóljósa og reikula byrjun snerist leikurinn upp í átök milli tveggja ólíkra og andstæðra menningarheima og úr því hélt hann manni til loka með ágætum, þó að ekki kæmu nein stórkostleg leyndar- mál í ljós og hugsanlega væru ekki allir endar hnýttir. Sjálfsagt er eðlilegast að líta á þetta sem tæknilega tilraun höf- undar, skissu eða upphitun fyrir annað og vonandi meira – jafnvel stóra verk- ið sem maður er alltaf að bíða eftir frá Jóni Atla? Íslensk leikskáld hafa raun- ar gert furðu lítið af því að spreyta sig á því að skrifa svona návígisleiki, sem Bretarnir hafa oft verið góðir í, og gam- an þegar þau komast vel frá því. Þeir Stefán Hallur og Þórir Sæ- mundsson skiluðu þessu mjög snyrti- lega. Stefán Hallur var sérlega trúverð- ugur sem lúðinn sem braut barinn; ábyrgðarlaus gaur sem vafrar um í gegnum (skemmtana)lífið með yfir- borðslegum mannalátum, undir niðri brjóstumkennanlegur – eða að minnsta kosti á góðri leið að verða það. Stefán dró upp ljósa mynd af þessari manngerð, bæði með slyttislegum lík- amstöktum og svipbrigðum sem sýndu vel óttann sem þessi undir niðri hefti maður er haldinn. Verkefni Þóris var vanþakklátara; svona góðir gaurar eru ekki endilega það sem áhorfendur falla fyrir á sviði, en manngerðin var nógu kunnugleg: hinn eljusami, heiðarlegi nýbúi sem hefur þurft að vinna sig upp og horfir með undrun og lítt dulinni hneykslan upp á vesalmennsku þeirr- ar yfirstéttar sem hann er dæmdur til að þjóna. Allt kom það ágætlega fram í meðförum Þóris. Samleikurinn var ágætur og má líka nefna hversu netti- lega þeir félagar „léku á salinn“, án þess að rjúfa hina dramatísku blekkingu. Hinn framúrstefnufælni uppistandari Ari Eldjárn (fínn sketsinn hans um það í Hringekjunni á laugardaginn) þarf ekkert að óttast þetta, hann verður ekk- ert dreginn upp á svið eða áreittur af leikurum, eins þótt hann setjist á fyrsta bekk eins og ég. Og enn ein aðfinnsla í lokin: ég sakna þess mjög að mér skuli ekki vera rétt leikskrá, þegar ég kem í leikhúsið, heldur sagt að fara bara á Netið. Ég skil að blásnauðir leikhópar vilji spara, en ofurlítil leikskrá er ekki aðeins nauð- synleg í leikhúsinu, ef dettur í mann að vilja vita hver hafi gert leikmyndina eða lýst þetta (um hvorugt sé ég neitt á www. tjarnarbio.is). Hún þarf alls ekki að kosta mikið og svo, það sem er ekki minnst um vert, hún hefur minjagildi; það vita allir leikskrársafnarar mæta vel. Leiklistin er hverful list og stund- um er ekkert eftir nema þessi eina skrá, jafnvel engar ljósmyndir ... Svo þetta finnst mér einnig vera nokkuð sem þörf er að sporna við – rétt eins og áhorfendadrykkjan. Góðir ÍslendinG- ar oG vondir leiklist mojito í Tjarnarbíói Leikstjórn: Jón Atli Jónasson Mojito í Tjarnarbíói „Þeir Stef- án Hallur og Þórir Sæmundsson skiluðu þessu mjög snyrtilega.“ MyNd RóbeRT ReyNissoN jón viðar jónsson leikhúsfræðingur skrifar réttarhöldin Stúdentaleikhúsið Höfundur: Franz Kafka. Leikstjórn: Friðgeir Einarsson. Sýnt í Norðurpólnum á Seltjarnarnesi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.