Lögmannablaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 13

Lögmannablaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 13
Þann 26. nóvember s.l. gengutveir athyglisverðir dómar ísamkynja málum fyrir Hæstarétti: málum íslenska ríkisins gegn þrotabúum Miklagarðs hf. og Hafverks hf. (mál nr. 102 og 151/1998). Í málunum reyndi á heimild ríkissjóðs, skv. 3. mgr. 25. gr. laga um virðisaukaskatt nr. 50/1988, til að skuldajafna van- goldnum opinberum gjöldum á móti inneign vegna endurgreiðslu virðisaukaskatts, sem orðið hefur til vegna ráðstafana eða reksturs þrotabús eftir töku þess til gjald- þrotaskipta. Vitað er að niðurstöðu mála þessara hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu enda fjöldi þrotabúa í svipaðri stöðu hvað þetta varðar. Vegna forsögu málsins er rétt að geta þess að með dómi Hæstarétt- ar, hrd. 1995/2582, var dæmt að umrædd skuldajafnaðarheimild rík- issjóðs ætti ekki að víkja vegna inneignar sem myndaðist hjá skuldara á greiðslustöðvunar- tíma. Með dómi Hæstaréttar, hrd. 1997/591, var komist að sömu nið- urstöðu varðandi inneign sem myndaðist eftir að nauðasamn- ingur hafði verið staðfestur. Er í forsendum beggja dóma vísað til þess að ekki fengist séð að tilætlun löggjafans hefði verið sú að um- rædd heimild virðisaukaskattslag- anna til skuldajafnaðar ætti að víkja vegna greiðslustöðvunar eða nauðasamnings. Núna hefur hringnum svo verið lokað með dómunum tveimur frá 26. nóvember s.l., með því að Hæstiréttur hefur fjallað um réttar- stöðuna við gjaldþrot. Í dómi hér- aðsdóms hafði verið komist að þeirri niðurstöðu að dómarnir tveir frá 1995 og 1997 væru ekki for- dæmi varðandi réttarstöðuna við gjaldþrot. Væri til þess að líta að við gjaldþrotaskipti yrði til sjálf- stæð lögpersóna og nýr skattaðili, sem tæki við réttindum og skyld- um þrotamanns. Þá yrði umrædd heimild virðisaukaskattslaganna að þoka fyrir ákvæðum 16. kafla gjaldþrotaskiptalaga nr. 21/1991 um skuldajöfnuð. Var því fallist á kröfu þrotabúanna um greiðslu á inneign vegna virðisaukaskatts sem tilkomin var eftir úrskurð um gjaldþrotaskipti. Þessa niðurstöðu staðfestir Hæstiréttur. Í forsendum dómsins er hnykkt á því atriði að við gjaldþrotaskiptin hafi orðið til ný lögpersóna með þeim réttar- verkunum sem því fylgi. Þá er vik- ið að því að við gjaldþrotaskipti gildi um skuldajöfnuð þær sérregl- ur sem staðsettar eru í 100. - 103. gr. gjaldþrotaskiptalaga og sé óum- deilt að skuldajöfnuður sá, sem rík- ið byggði rétt á, fullnægði ekki skilyrðum 1. mgr. 100. gr. laganna auk þess sem hann raskaði þeirri jafnstöðu kröfuhafa sem reglur gjaldþrotaskiptalaga byggjast á. Með þessum dómum er eytt óvissu varðandi réttarstöðuna við gjaldþrotaskipti. Eftir sitja þó ákveðnar spurningar og álitaefni, þegar dómsniðurstöðurnar þrjár eru bornar saman og þá kannski einkum við samanburð niðurstöð- unnar frá 1997 um réttarstöðuna á grundvelli staðfests nauðasamn- ings. Í þeim dómi var, svo sem fyrr hefur verið rakið, komist að þeirri niðurstöðu að heimild ríkissjóðs til að skuldajafna skv. 25. gr. virðis- aukaskattslaga stæðist þrátt fyrir staðfestan nauðasamning. Hér stóð svo á að skattkröfur ríkisins höfðu með nauðasamningi verið færðar niður um 75%. Síðar myndaðist inneign vegna innskatts skuldarans og samkvæmt umræddum dómi mátti ríkissjóður þá nýta hana til að greiða eldri skattskuldirnar að fullu eins og nauðasamningurinn hefði aldrei náð til þeirra. Þessi niður- staða er kannski sérstaklega um- hugsunarverð fyrir þær sakir að í 5. tl. 1. mgr. 28. gr. gjaldþrotaskipta- laga er tekið fram að nauðasamn- ingur hafi ekki áhrif á kröfur sem fullnægt yrði ef bú skuldarans yrði tekið til gjaldþrotaskipta og er í greinargerð tekið fram að hér sé um að ræða tilvísun til 100. gr. gjaldþrotaskiptalaga. Af þessu sam- hengi sýnist heimilt að draga þá ályktun, að líkur a.m.k. standi til þess að löggjafinn hafi ætlað hin- um sérstöku skuldajöfnuðarreglum gjaldþrotaskiptalaga að gilda við nauðasamning. Þar sem ljóst er að sá skuldajöfnuður, sem deilt var um í málinu frá 1997, stóðst ekki áskilnað 100. gr. gjaldþrotaskipta- laga, er nærtækt að álykta sem svo að undir þeim kringumstæðum hafi verið á því byggt með dómn- um að skuldajafnaðarheimild virð- 13Lögmannablaðið Karl Axelsson, hrl. Karl Axelsson, hrl. Af vettvangi dómsmála Um skuldajafnaðarheimild ríkissjóðs gagnvart þrotabúi á grundvelli 3. mgr. 25. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt Með þessum dómum er eytt óvissu varðandi rétt- arstöðuna við gjaldþrota- skipti. Eftir sitja þó ákveðnar spurningar og álitaefni, . . .

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.