Lögmannablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 10

Lögmannablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 10
10 lögMannaBlaðið tBl 04/10 eitt af ÞvÍ sem lögmenn þurfa að hugsa um þegar þeir ráðleggja skjólstæðingi er spurningin um líklega niðurstöðu Hæstaréttar Íslands um túlkun þess ágreinings sem uppi er. Slíkt mat lögmanna verður sífellt erfiðara. ein ástæðan er deildaskipting Hæstaréttar og þar með aukin hætta á mismunandi túlkun réttarins á lagareglum og ólíku mati hans á sönnunargögnum. dómur 100/2010 dómur Hæstaréttar frá 18. nóvember s.l. í málinu nr. 100/2010 er gott dæmi um þennan vanda. ökumaður bifhjóls H og vátryggingafélagið S, sem selt hafði honum slysatryggingu ökumanns, deildu um hvort H hefði sýnt af sér stórkostlegt gáleysi við akstur hjólsins, með því að láta framhjól þess lyftast frá götu í akstri skömmu áður en hann missti stjórn á því. taldi félagið vegna þessa sig laust frá ábyrgð sinni að 1/3 hluta. H neitaði að hafa sýnt af sér stórkostlegt gáleysi með fyrrnefndri hegðun, sagðist ekki hafa ekið nema á ca. 60 km hraða og bæði hjól hafa verið á jörðu þegar hann missti stjórn á vélhjólinu. J, félagi H sem ók nokkra metra á eftir honum, staðfesti þessa frásögn H í skýrslu fyrir dómi. annað vitni sem ók bíl sínum fyrir framan vélhjól H sá atvikið í baksýnisspegli. Það vitni kvað hjólið hafa verið á mikilli ferð en sá hvorki þegar H lyfti framhjólinu né þegar það nam aftur við götu, lenti. lýsti J atvikum svo að framhjólið hafi verið á lofti „... einhvern örlítinn spöl. Síðan fara bæði hjólin niður, síðan komum við að hringtorginu“ og „allt í einu er eins og hjólið hjá honum rjúki af stað ...“. engin nothæf teikning lá fyrir af vettvangi, hjólför voru ekki mæld og engin sérfræðirannsókn gerð á ætluðum hraða, aðdraganda eða orsökum slyssins. við upphaf málsins skoðaði undir ­ ritaður lögmaður túlkun Hæsta réttar á 2. mgr. 18. gr. l. 20/1954 og 2. og 3. mgr. 27. gr. núgildandi laga um vátrygg­ ingasamninga nr. 30/2004. einnig skýringu fræðimanna í lög fræði á þessum lagagreinum. niður staðan var í stuttu máli sú, að vátrygginga félag ber sönnunarbyrði fyrir því að vátryggingataki hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi og þurfi einnig að sanna orsakasamhengi milli háttseminnar og vátryggingaatburðurðarins. H átti því að fá fullar og óskertar bætur eins og vátryggingasamningur hans við S kveður á um, að mati undirritaðs. niðurstaða hæstaréttar í öðrum málum eftirtaldir Hæstaréttardómar leiddu til þessarar niðurstöðu: 591/2007. ökumaður ók vanbúinni bifreið of hratt. um leið og hann var að stilla útvarp hennar missti hann stjórn á bifreiðinni og ók utan í kantstein þannig að bíllinn gjöreyðilagðist. ekki stórkostlegt gáleysi segir Hæstiréttur. 336/2005. ökumaður sem einungis hafði sofið tvo til þrjá tíma ók bifreið sinni snemma morguns fram úr annarri bifreið og framan á bifreið sem kom úr gagnstæðri átt. „til þess að gáleysi teljist stórfellt þarf það að vera á mjög háu stigi ...“ segir Hæstiréttur. 107/2009. ökumaður ók bifreið á miðakrein Kringlumýrarbrautar til norðurs í veg fyrir og á bifreið við hliðina þannig að bifreið hans kastaðist yfir á þann hluta Kringlumýrarbrautar sem liggur til suðurs, lenti þar, valt um og stoppaði 80 metrum frá upphafsstað óhappsins. vitni í lögregluskýrslu báru um mikinn hraða bifreiðarinnar og hún hefði farið í loftköstum yfir umferðareyjuna milli akbrauta. Í skýrslu sem vátryggingafélag ö aflaði einhliða komu fram svipaðar staðhæfingar um ökuhraða ö. Bifreiðinni hafi verið ekið allt of hratt og langt yfir leyfilegum hámarkshraða sem var 80 km. á klst. Hæstiréttur hafnaði þessari einhliða skýrslu sem sönnunargagni. Í upphafi rökstuðnings síns segir Hæstiréttur svo: „ Stefndu bera sönnunarbyrði fyrir því að áfrýjandi hafi valdið slysinu 7. október 2006 með stórkostlegu gáleysi.“ og rökstuðningi Hæstaréttar lýkur svo: „með því að stefndu teljast ekki með öðrum sönnunargögnum hafa fært sönnur á staðhæfingar sínar um að áfrýjandi hafi valdið slysinu með stórkostlegu gáleysi verður krafa áfrýjanda tekin til greina.“ Hrd. 666/2008. ökumaður ók bifreið sinni „vel yfir leyfilegum hámarkshraða“ á Sæbraut eins og segir í dómi Hæstaréttar. Vandinn að vera lögmaður VilHjÁlMUr H. VilHjÁlMsson, Hrl. lAndslöGUM Aðsent efni

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.