Öldrun - 01.03.2002, Blaðsíða 25

Öldrun - 01.03.2002, Blaðsíða 25
25ÖLDRUN – 20. ÁRG. 1. TBL. 2002 Þann 26. október 2001 var form- lega opnuð glæsileg líknardeild á öldrunarsviði Landspítala Háskóla- sjúkrahúss og með því rættist lang- þráður draumur okkar sem starfa að öldrunarmálum. Áöldrunarsviði hefur verið sú stefnumótun að sér-hæfa allar einingar og er líknardeildin liður í því. Öldrunarteymi eru starfrækt innan sviðsins og eru þau staðett á Hringbraut og í Fossvogi. Ein bráðadeild fyrir aldraða er staðsett í Fossvogi en önnur starfsemi sviðsins er á Landakoti. Þar eru tvær deildir fyrir heilabilaða, minnismót- taka og almenn móttaka, dagspítali, tvær endurhæf- ingadeildir og ein fimmdagadeild. Einnig er þar deild ætluð lungnasjúkum og svo á fimmtu hæð hússins er líknardeildin staðsett. Á deildinni eru níu rúm og er eingöngu um einbýli að ræða. Það eru svalir út af flestum herbergjum. Hús- næðið er allt hið fallegasta og mikið útsýni er úr öllum gluggum og má sjá meðal annars yfir vesturbæinn, miðbæinn, höfnina, Esjuna og Faxaflóann. Og jafnvel sést til Snæfellsjökuls frá eldhúsi og borðstofu. Lögð var rík áhersla á heimilislegt umhverfi við hönnun deildarinnar bæði hvað snertir húsnæði, hús- gögn og annan húsbúnað. Á deildinni starfa öldrunarlæknir og deildarlæknir. Auk deildarstjóra eru 6,1 stöðugildi hjúkrunarfræð- inga fyrir utan næturvaktir sem eru sameiginlegar á tveimur deildum og 5,6 stöðugildi sjúkraliða ásamt rit- ara í hálfu starfi, svo og sérhæfður starfsmaður deild- arinnar sem annast eldhússtörf og afþreyingu fyrir sjúklinga. Forsaga Á öldrunarsviði hefur verið unnið skv. leiðbein- ingum um takmörkun meðferðar frá 1991. Eftir því sem fram liðu stundir kom í ljós að legupláss vantaði fyrir sjúklinga með langt genginn illkynja sjúkdóm á lokastigi. Deild þar sem unnt væri að veita líknandi meðferð á skipulagðan og sérhæfðan hátt samkvæmt bestu þekkingu á hverjum tíma. Samkvæmt stefnumótun öldrunarsviðs um sérhæf- ingu hinna ýmsu eininga var ákveðið að deild K-1, sem var tuttugu rúma öldrunarlækningadeild á Landakoti, tæki að sér þetta hlutverk. Í byrjun var ákveðið að vera með 2 – 4 pláss sam- hliða annarri starfsemi og sjá hve þörfin væri. Starfs- fólk deildarinnar myndi síðan smám saman byggja upp reynslu og þekkingu. Á síðustu árum hefur líknarmeðferð verið viður- kennd sem sérgrein innan læknisfræðinnar og orðið til þess, að víðsvegar í heiminum er þessi meðferð veitt á skipulagðan og sérhæfðan hátt. Um er að ræða sérhæfðar legudeildir, sérhæfða þjónustu í heimahúsum og meðferð á almennum spít- aladeildum með stuðningi og aðstoð líknarteyma. Fyrst og fremst var horft til þeirra öldruðu einstak- linga með illkynja sjúkdóm á lokastigi sem ekki geta dvalist í heimahúsi og miðað var við að ævilíkur sjúk- linga væru skemmri en 3-6 mánuðir. Í nóvember 1998 kom inn fyrsti sjúkingurinn í líkn- andi meðferð á K-1. Líknardeildin á Landakoti Bryndís Gestsdóttir deildarstjóri

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.