Peningamál - 01.06.2005, Blaðsíða 45

Peningamál - 01.06.2005, Blaðsíða 45
Fyrir hönd bankastjórnar Seðlabanka Íslands býð ég ykkur velkomin á 44. ársfund bankans. Reikningar bankans fyrir árið 2004 hafa í dag verið staðfestir af forsætisráðherra. Ársskýrsla bankans hefur verið gefin út, og þar er að finna yfirlit yfir starfsemi bankans og afkomu auk greinargerðar um stefnu hans og aðgerðir í peningamálum, um fjármálakerfi, fjármálastöðugleika og fjármálamarkaði, svo og það sem helst einkenndi efnahagsframvindu liðins árs. Stöðugt verðlag er meginmarkmið peningastefnunnar Samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands, sem gengu í gildi fyrir fjór- um árum, skal stöðugt verðlag vera meginmarkmið við stjórn pen- ingamála. Í yfirlýsingu ríkisstjórnar og Seðlabanka hinn 27. mars 2001 er bankanum sett verðbólgumarkmið, þ.e. að stefnt skuli að því að árleg verðbólga reiknuð sem hækkun á vísitölu neysluverðs verði að jafnaði sem næst 2½%. Með því að stöðugt verðlag er meginmark- mið verður peningastefnunni ekki beitt í öðrum efnahagslegum til- gangi, svo sem til þess að ná jöfnuði í viðskiptum við útlönd, halda uppi mikilli atvinnu eða tilteknu gengi íslenskrar krónu – nema að því marki sem slíkt samrýmist verðbólgumarkmiði bankans. Verðbólga yfir þolmörk í febrúar 2005 Verðbólga jókst verulega á árinu 2004, en hún hafði verið nálægt 2½% markinu eða lítillega undir því frá árslokum 2002. Hún varð 4% frá upphafi til loka liðins árs. Nú í byrjun mars mældist verðbólga 4,7%, en í febrúar fór hún yfir þau 4% þolmörk sem lýst er í áður- nefndri yfirlýsingu Seðlabanka og ríkisstjórnar frá því í mars 2001. Þegar þessi þolmörk eru rofin ber bankanum að senda ríkisstjórn greinargerð sem birt er opinberlega. Í henni skal koma fram mat bankans á ástæðum fráviksins, hvernig hann hyggst bregðast við og hve langan tíma hann telur það munu taka að ná settu verðbólgu- marki að nýju. Slík greinargerð var send ríkisstjórninni 18. febrúar sl. og birt sama dag. Meira umfang stóriðjuframkvæmda og kerfisbreytingar á íbúðalánamarkaði valda aukinni eftirspurn innanlands og örva verðbólgu Vaxandi verðbólga að undanförnu á sér nokkrar skýringar. Miklar stóriðjuframkvæmdir hafa aukið eftirspurnarálag í þjóðfélaginu. Fram- kvæmdir við virkjanir og álbræðslur leggjast þyngra á þetta ár en áður var talið og ná hámarki í ár, en ekki á næsta ári eins og fyrr var búist Birgir Ísl. Gunnarsson bankastjóri og formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands Árangursrík efnahagsstjórn má ekki víkja fyrir skammtímalausnum Ræða flutt á ársfundi Seðlabanka Íslands 30. mars 2005 J MM J S N J MM J S N J MM J S N J MM J S N J MM J S N 2001 2002 2003 2004 2005 0 2 4 6 8 10 12 14 16 12 mánaða breyting (%) Vísitala neysluverðs Húsnæðisliður Verðbólgumarkmið Seðlabankans Vísitala neysluverðs og húsnæðisliður hennar janúar 2001 - mars 2005 Mynd 1 Heimild: Hagstofa Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.