Sagnir - 01.06.1999, Blaðsíða 77

Sagnir - 01.06.1999, Blaðsíða 77
76 Sagnir 1999 Sagnfræðinemar eru sannkallað kraftaverkafólk; í tæpa tvo áratugi hafa þeir haldið úti vönduðu tímariti fyrir almenning um söguleg efni. Mér er til efs að nokkrir sagnfræðinemar nokkurs staðar í heiminum haldi úti tímariti af slíkum mynd- arskap. Ég minnist þess að hafa sýnt dönskum sagnfræðinem- um Sagnir á sínum tíma og undruðust þeir stórum það krafta- verkalið sem stæði að slíkri útgáfu. Tilvist blaðsins ein og sér eftir svo langan tíma staðfestir að það hefur notið hylli les- enda, nógu margra til þess að reksturinn hefur gengið, auk þess sem velvildarmenn hafa stutt útgáfuna með auglýsingum. Umsögn um 19. árgang Sagna Sumarliði R. Ísleifsson Mest af vinnunni við blaðið er örugglega í sjálfboðavinnu, engu að síður er kostnaður við svona útgáfu mikill og því vel að verki staðið að halda sjó. Sagnir hafa verið gefnar út í sama broti frá 1984 og um- brotið hefur í aðalatriðum verið óbreytt allan þann tíma, eða þar til á síðastliðnu ári, og því tími til kominn að breyta til. Víkjum nú fyrst að útliti 19. árgangs Sagna. Sú breyting hef- ur verið gerð frá fyrri árgöngum að nú eru aðeins tveir dálkar í stað þriggja. Jafnframt er leturflötur stækkaður verulega og myndir gjarnan felldar inn í leturflötinn. Meira að segja eru auglýsingar inni í blaðinu. Myndir eru fjölmargar. Sumar myndanna eru raunar samsettar af ritstjórn úr ýmsum áttum og svo einkennilega vill til að þeirra er ekki getið í myndaskrá. Í umsögn sinni um 18. árgang Sagna hvetur Pétur Már Ólafsson til meiri dirfsku í útliti og framsetningu og setur fram þá afbragðshugmynd að fá nemendur í grafískri hönnun til liðs. Ekki veit ég hvort farið var að þessum ráðum. Mér er nær að halda ekki; mér sýnist að djarfir sagnfræðinemar hafi ákveðið að treysta á mátt sinn og megin eins og Íslendinga er siður. Ég vona að ritnefnd 20. árgangsins kjósi að fara ekki þessa leið heldur fái þjálfuð og fersk augu í lið með sér. Útlit Útlit 19. árgangs Sagna heillar mig með öðrum orðum ekki. Í fyrsta lagi nær engri átt að troða svona miklu efni á síðurnar. Síðurnar verða því fremur óaðlaðandi og lítur einna helst út fyrir að gerð hafi verið mistök þegar blaðið var skorið. Kápu- mynd er ágæt og vel til fallið að tiltaka efni blaðins á forsíð- unni. En full stórkostleg er kápan fyrir minn smekk, margar leturgerðir og myndin hefði etv. farið betur á mildari bak- grunni. Þá vantar kannski ögn upp á að fyrirsagnir séu nægi- lega grípandi, ef til vill hefði verið heppilegra að velja úr helstu áhugavaka í blaðinu og gera þeim betri skil. - Á pakk- aðri titilsíðu þurfti ég að rýna í söguspilið til að átta mig á því; svona kvarði er sniðugur en hann þarf að vera skýr. Heldur er ég ósáttur við myndanotkun og myndvinnslu. Myndgæði verða skiljanlega ekki sem best þegar myndir eru endurbirtar úr bókum eða blöðum eins og of mörg dæmi eru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.