Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Blaðsíða 57

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Blaðsíða 57
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 85. árg. 2009 53 Útdráttur Markmið rannsóknarinnar var að afla þekkingar á því hvernig stuðlað er að öryggi sjúklinga sem fara í skurðaðgerðir og hvað hjúkrunarfræðingar á skurðstofum álíta að ógni öryggi. Rannsóknin var eigindleg og gagna var aflað með viðtölum við skurðhjúkrunarfræðinga og með umræðum í rýnihópum. Þátttakendur voru hjúkrunarfræðingar á tveimur skurðstofum Landspítala – háskólasjúkrahúss. Gögn voru greind með túlkandi innihaldsgreiningu. Niðurstöður lýsa þáttum sem styrkja öryggi sjúklinga, svo sem áherslu á fyrirbyggingu í skurðhjúkrun, skipulagi starfa skurðhjúkrunarfræðinga í sérhæfð teymi og áhrifum góðs samstarfs á skurðstofum. Þáttum, sem geta ógnað öryggi sjúklinga, var einnig lýst. Það eru fyrst og fremst þættir sem lúta að skipulagi og vinnuumhverfi, svo sem miklum hraða, auknum kröfum um afköst, vinnuálagi, ójafnvægi í mönnun og því að hafa ekki stjórn á aðstæðum. Atvik, sem upp hafa komið, voru rædd í rýnihópunum. Gildi rannsóknarinnar felst í því að þáttum í starfsemi skurðstofa, sem hjúkrunarfræðingar telja að styrki öryggi sjúklinga og ástæða er til að hlúa að, er lýst sem og þáttum sem ógna öryggi. Lykilorð: Öryggi sjúklinga, óvænt atvik, atvikaskráning, skurðhjúkrun, innihaldsgreining INNGANGUR Í þessari rannsókn var leitast við að varpa ljósi á þætti sem stuðla að eða ógna öryggi sjúklinga sem eru í umsjá skurðhjúkrunarfræðinga. Rannsóknin var gerð í framhaldi af rannsókn sem gerð var meðal hjúkrunarfræðinga á skurðstofum Landspítala – háskólasjúkrahúss (LSH) þar sem stór hluti þátttakenda áleit kjarna skurðhjúkrunar felast í að tryggja öryggi sjúklinga (Herdís Alfreðsdóttir, 2003). Þegar gagnasöfnun hófst árið 2004 höfðu fáar rannsóknir verið gerðar þar sem athyglin beindist sérstaklega að öryggismálum á skurðstofum. Hins vegar hafði verið mikið fjallað um öryggi innan heilbrigðisþjónustunnar almennt. Institute of Medicine (IOM) í Bandaríkjunum birti skýrslur þar sem settar voru fram ábendingar um verulegar brotalamir varðandi öryggi í heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna sem opnaði augu margra fyrir umfangi og alvarleika vandans (Kohn o.fl., 2000; Page, 2004). Hér á landi vöktu Lovísa Baldursdóttir og Laura Sch. Thorsteinsson athygli á þessari umræðu meðal hjúkrunarfræðinga og bentu á ýmsa þætti sem ógna öryggi sjúklinga á heilbrigðisstofnunum og hættum á mistökum (Laura Sch. Thorsteinsson, 2006; Lovísa Baldursdóttir, 2003). Samfara því að vakin hafi verið athygli á brotalömum í öryggismálum innan heilbrigðisþjónustunnar þá hefur skilningur á eðli og orsökum mistaka einnig breyst. Kenningar Bretans Herdís Alfreðsdóttir, Landspítala – háskólasjúkrahúsi Kristín Björnsdóttir, Háskóla Íslands ÖRYGGI SJÚKLINGA Á SKURÐSTOFU: RANNSÓKN Á STARFSAÐSTÆÐUM OG ÁHRIFUM SKURÐHJÚKRUNAR ENGLISH SUMMARY Alfredsdottir, H. and Bjornsdottir, K. The Icelandic Journal of Nursing (2009). 85(4) 53–60 PATIENT SAFETY IN THE OPERATING ROOM: WORK ENVIRONMENT AND OPERATING ROOM NURSING The aim of this study was to gain knowledge of what enhances the safety of patients undergoing operations and what OR nurses perceive as threats to their safety. This was a qualitative study based on interviews with OR nurses and focus group discussions among them. Participants were nurses on two of the OR units at Landspitali University Hospital. Data were analysed using an interpretive content analysis. They reflect factors in OR nursing that enhance patient safety such as the emphasis placed on prevention of mistakes, the organization of the work into specialized teams and good collaboration in the teams. Factors that threaten patient safety were mainly related to the organization of the work and the conditions under which the work took place. The speed at which the work is performed, demands increased efficiency and output, instability in staffing and lack of control over the conditions of work were all mentioned. Insidents that have occured were discussed in the focus groups. This study has added to current knowledge and understanding by outlining factors in the OR work environment that OR nurses consider strengthening for patient safety and should therefore be enhanced as well as describing factors that threaten patient safety. Key words: Patient safety, adverse events, incident reporting, operating room nursing, content analysis. Correspondance: herdisal@landspitali.is James Reason (1990) um eðli og orsök mannlegra mistaka (e. human error) eru útbreiddar og voru lagðar til grundvallar í þessari rannsókn. Reason skiptir mistökum í virk mistök (e. active failure) annars vegar og dulin mistök (e. latent failure) hins vegar. Virk mistök eiga sér stað vegna þess að starfsmann skortir þekkingu eða færni, vegna gleymsku, truflunar við verkefni eða vegna þess að aðstæður eru ekki metnar rétt. Einnig getur orsökin verið brot á reglum, svo sem þegar brugðið er út af öruggum vinnureglum eða staðlar eru ekki virtir. Dulin mistök eru rakin til skipulags og stjórnunarlegra ákvarðana. Slíkar ákvarðanir geta til dæmis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.