Þjóðmál - 01.12.2008, Blaðsíða 97

Þjóðmál - 01.12.2008, Blaðsíða 97
 Þjóðmál VETUR 2008 95 „guðfaðir“ útrásarinnar, auk þess sem haft er eftir Ingva Hrafni Jónssyni að litið sé á Ólaf sem „the great white god“ í Asíu . Þá vantar eiginlega ekkert nema að verða tekinn í dýrlinga tölu . Tengsl Ólafs og Sigurðar Einarssonar útrásarfursta voru mjög mikil og Ólafur mætti við opnun Kaupþings í Lúxemborg, fyrsta bankans í eigu Íslendinga á erlendri grund . Í ávarpi við vígsluhátíðina sagði Ólafur Ragnar að opnun bankans sýndi, „að Íslendingar ætluðu að nýta til fulls þau tækifæri sem breytt fjármála- kerfi heimsins byði upp á“ . Þar reyndist hann sannspár, segir í bókinni . Hvergi er þó sagt að þessi „tækifæri“ hafi verið misnotuð fremur en nýtt . Sigurður Einarsson þakkaði líka Ólafi Ragnari sérstaklega fyrir þátt hans í því að kaupin á Singer & Friedlander gengu í gegn, en þeir Sigurður, Bjarni Ármannsson og Hreiðar Már Sigurðsson bankastjóri Kaupþings voru tíðir gestir á Bessastöðum, eða eins og Ingvi Hrafn Jónsson orðaði það á bloggi sínu í febrúar 2007: „Verður hins vegar að segja í sanngirni að er kemur að stuðningi hans við íslensku útrásina á hann sinn ekki líkan . Sannkölluð eftirlætis plakatafyrirsæta stjórnarformanna og banka- stjóra, sem fyrirvaralítið geta boðið viðskiptafé- lög um í kaffi og með því á Bessastöðum .“ Ekki má gleyma Landsbankaþætti útrásarinn- ar (hver gæti svo sem gleymt honum), en í útrásarkaflanum eru nokkrar afar kvíðvæn leg ar upplýsingar, í ljósi þess að „við hin“ eigum að endurgreiða Bretum, Hollendingum og Þjóð- verjum það sem tapast vegna innlánsreikn inga IceSave; semsé að Askar Capital hafi opnað útibú á Indlandi og Landsbankinn útibú í Winnipeg í Kanada . Og hver skyldi nú hafa verið viðstaddur opnun þess útibús? Jafnvel Björg ólfs feðgar hljóta að viðurkenna að Ólafur hafi bætt margfald lega fyrir hörð orð í þeirra garð árið 1985 . „Við hin“, þessi sem munum borga, getum ekkert annað en kviðið því að Kanadamenn og Indverjar komi nú senn að krefjast af okkur glataðs sparifjár síns . Í Kastljósviðtali við Ólaf Ragnar í október sl ., sem er það eina sem heyrst hefur frá sam- ein ingartákni þjóðarinnar síðan hrunið varð, virtist forsetinn allur af vilja gerður að tala kjark í þjóðina við erfiðar aðstæður, en átti afar erfitt með að tala sig frá heimshornaflakki sínu fyrir víkingana sem gerðu landið að einum stórum vogunarsjóði . Enginn vafi er á því að Ólafur Ragnar fylgdi útrásinni alla leið í glötun . Því er líklegt að hans verði fremur minnst fyrir að vera sameiningartákn útrásarinnar glötuðu en sameiningartákn þjóðarinnar . Saga af forseta er saga af manni sem gleymdi rótum sínum og uppruna, pólitískt og persónu- lega . Útrásin var svo nátengd forsetanum og ferðalögum hans með útrásarvíkingunum, svo mjög blindaðist hann af velgengni hennar, að skipbrot hennar hlýtur um leið að verða persónulegt áfall hans og álitshnekkir . Sekir uns sakleysi sannast Stefán Gunnar Sveinsson: Afdrif Hafskips í boði hins opinbera, JPV útgáfa, Reykjavík 2008, 229 bls . Eftir Gústaf Níelsson Ungur sagnfræðingur, Stefán Gunnar Sveinsson, hefur kvatt sér hljóðs svo um munar . Viðfangsefnið er ekki af léttasta taginu – upphafið að endalokum Hafskips, þar sem tókust á bæði pólitískir hagsmunir og hagsmunir viðskiptalegs eðlis . Fjölmargir komu að þessari atburðarás þótt hlutverkin væru misstór . Má þar nefna starfsmenn fyrirtækisins, viðskiptabanka þess, opinbera rannsóknaraðila, stjórnmálamenn og fjölmiðla, en þar lék Helgarpósturinn sálugi stærsta hlutverkið . Svo mögnuð var öll atburðarásin að engir sem komu nálægt henni sluppu ólaskaðir, nema pólitísku hýenurnar, sem runnu slefandi í blóðslóðina . Stefán Gunnar rekur málið samviskusamlega allt frá því að Helgarpósturinn ýtti því úr vör sumarið 1985 og þar til gjaldþrotaskiptum félagsins lauk átta árum síðar . Þótt málið sé nærri okkur í tíma, tekst höfundi ágætlega að rekja þræði þess, sem einhverju skipta og setja í auðskiljanlegt samhengi . Hann hefði þó mátt kanna betur hvort mikil brögð hefðu verið að því seint á árinu 1985 og í upphafi næsta árs að Hafskip væri að missa viðskipti og traust vegna neikvæðrar fjölmiðlaumræðu . Sagt er frá því
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.