Skólavarðan - 01.04.2001, Blaðsíða 4

Skólavarðan - 01.04.2001, Blaðsíða 4
Atli Guðmundsson: Samspil hljóðfæranemenda í tónlistarskól- um er ómissandi þáttur í náminu og mikil- vægi þess sjaldnast ofmetið. Það þekkja þeir sem reynt hafa að ýmis atriði er betra að þjálfa í hóp heldur en í einstaklingskennslu og má þar nefna taktskyn, blaðlestur, hryn- þjálfun o.fl. Þó má ekki skilja orð mín svo að samspil geti komið í stað einstaklings- kennslu, heldur er það nauðsynleg viðbót til að auka víðsýni og þroska tónlistar- mannsins. Í samspili verður hann að taka tillit til annarra og hefur mjög takmarkað frelsi til að fara sínar eigin leiðir, bæði hvað varðar hraða, hryn, styrkleika og annað. Aðstæður til samspils eru auðvitað mis- munandi í skólum, en alls staðar er mögu- leiki á samspili tveggja til fimm nemenda. Slíkt samspil er æskilegt hjá öllum nemend- um og byrjar raunar strax í forskóla þar sem litlir hópar leika saman einraddað frá fyrsta tíma og þurfa strax að kynnast þeim aga sem nauðsynlegur er til að allt gangi upp. Þeir kynnast mikilvægi þess að aðeins sé einn sem ræður, þ.e. kennari/stjórnandi og síðar á þroskaferlinum, þegar komið er að samspilshópum eins og strengjakvartettum eða blásarakvintettum, getur nemandi farið að hafa áhrif á listræna túlkun viðfangsefn- is, en þá ávallt í samráði við hópinn. Í samspilshópum kynnast nemendur ýmsum verkum sem ekki er unnt að leika einn og óstuddur og félagsskapurinn virkar hvetjandi á alla. Visst kapp myndast í hópn- um til að yfirstíga hindranir sem á veginum verða og það ýtir undir framfarir á flestum sviðum hljóðfæraleiksins. Samspilshópum og hljómsveitum fylgja tónleikar og hljóm- leikaferðir innanlands sem utan og haldin eru hljómsveitamót, bæði til að nemendur kynnist starfi sambærilegra hópa í öðrum skólum og þeir hafi markmið að keppa að. Slíkt virkar líka hvetjandi á kennarana sem stöðugt þurfa að leysa nýjar þrautir og end- urnýja kunnáttu sína. Hið nána samneyti við unga fólkið heldur kennaranum ungum og áhugasömum lengur en margan grunar. Helsta hindrun sem ég hef rekið mig á eru peningar. Það kostar sitt að halda úti hljómsveitum. Hljóðfæri og viðhald þeirra, nótur, búningar, æfingabúðir, tónleikaferð- ir, hljómsveitakeppnir; allt er þetta nauð- synlegt til að efla getu og færni hljómsveita og samspilshópa. Þessir hópar eiga að vera tilbúnir til að vera andlit sveitarfélaga á há- tíðarstundu, yfirleitt fyrirvaralaust, en þeir sem gæta sjóða sveitarfélaga gera sér sjaldn- ast grein fyrir þeirri vinnu sem þarf að liggja að baki til þess að hægt sé að sinna því hlutverki sómasamlega. Brynhildur Ásgeirsdóttir: Með nýrri aðalnámskrá tónlistarskóla er mörkuð skýrari stefna en áður í starfi tón- listarskóla. Hlutverk og meginmarkmið þeirra, skipulag tónlistarnáms, greina- og skólanámskrár svo og þættir í hljóðfæra- og tónfræðanámi eru meðal atriða sem tekin eru fyrir. Ástæða þykir til að skýra nánar hvað felist í hljóðfæranámi og er einn liður- inn um samspil og gildi þess. Vægi samspils eykst í aðalnámskránni og það er nú gildur liður til prófs, á þann veg að um sé að ræða frumsamið samleiksverk í grunn- og mið- prófi, en í framhaldsprófi er ekki skylda að um frumsamið efni sé að ræða. Í öllum til- fellum þarf viðkomandi hljóðfæri að gegna lykilhlutverki. Í öllu námi nú á tímum er tekið til mun víðtækari þátta en áður. Samspil hefur ótvírætt gildi og er ekki hvað síst hvetjandi og leiðir til framfara í tónlistarnámi. Í slíku námi þroskast nem- endur með sjálfum sér og í samstarfi við aðra. Hópastarf af ýmsu tagi eins og til dæmis fer fram í íþróttum felur í sér ákveð- ið aðdráttarafl þar sem félagslegi þátturinn hefur mikið að segja. Sum hljóðfæri kalla á samleik með öðrum hljóðfærum þar sem þau eru svokölluð laglínuhljóðfæri, einnar línu hljóðfæri. Önnur standa sjálfstæðari, eins og til dæmis píanóið sem veitir mögu- leika á að leikin séu á það flókin verk án þátttöku annarra. Þó má ekki hindra neina nemendur í að taka þátt í samleik og missa af þeirri hvatningu sem felst í samspili með öðrum. Tónlistarskóli í Reykjavík sýndi að- dáunarvert framtak þar sem undirbúin var tónleikavika með samspilstónlist, svokölluð kammermúsíkvika, og áttu píanókennarar visst frumkvæði í ákvörðunum út frá sínum nemendum. Í tónlistarskólum fer fram sam- spil af ýmsu tagi, í stórum sem smáum hóp- um, svo að í sjálfu sér er engin nýlunda þótt það komi fram í aðalnámskrá nú, en er þó hvatning til að gera enn betur og koma til móts við sem flesta. Samspil gæti þó aldrei komið í stað einkakennslu, því að nemend- ur þurfa einnig að fá leiðsögn í að með- höndla hljóðfærin og öðlast tilskylda tækni. Samspilið er hinsvegar eftirsóknarvert markmið, að fá að „músisera“ með öðrum, upplifa og kynnast annarskonar tónlist, kalla fram aðra hæfileika en nemandi kynn- ist þegar hann er einn með sjálfum sér. Hann þarf að standa sig, sýna sjálfstæði en einnig að taka tillit til annarra og virða þá. Þurfum við ekki einmitt öll að temja okkur slíkt í daglegri framkomu? Spurning er hvort tónlistarskólar gætu skipulagt samspilsstarf sitt á þann veg að allir nemendur nytu góðs af. Fróðlegt væri, með hliðsjón af aðalnámskránni og valþætti námsins, að sjá skóla marka sér sínar áhersl- ur og þá meðal annars hvað varðar samspil. Umræðan Vakin er athygli á vægi samspils í nýrri aðalnámskrá fyrir tónlistar- skóla. Skólavarðan fékk tvo tónlistar- skólakennara, þau Atla Guðmunds- son og Brynhildi Ásgeirsdóttur, til þess að fjalla um gildi samspils og aðstæður til að framkvæma þennan þátt námsins. Samspil, gildi þess og möguleikar á framkvæmd 5

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.