Skólavarðan


Skólavarðan - 01.09.2001, Blaðsíða 12

Skólavarðan - 01.09.2001, Blaðsíða 12
Í upphafi nýrrar aldar er ekki lengur hægt að skilgreina Íslendinga sem hóp sem talar sömu tungu og býr við eina gerð menningar. Stór hópur barna á báða foreldra erlenda, aðrir hafa tvöfalt þjóð- erni eða hafa dvalið langdvölum erlendis. Sumir eru fjöltyngdir en aðrir hafa betri tök á annarri tungu en íslensku. Þessi börn eiga það sameiginlegt að þeim er mikilvægt að fá að vera bæði og. Þá á ég við að þau fái og geti skilgreint sig með stolti og sóma sem Ís- lendinga en jafnframt vísað til annars þjóðernis og/eða menningar sem beri að virða. Ljóst er að samfélagið þarf að bregðast við þess- ari breyttu samsetningu nemendahópsins og styðja við bakið á ein- staklingunum og þá þarf að kalla fleiri til en okkar ágætu og öflugu nýbúakennara - mun fleiri þurfa að leggja fram hug sinn og hönd. Yfirvöld þurfa að leggja fram sóknaráætlanir, reglugerðir og fé. Allt samfélagið þarf að standa að því að mennta og ala upp þessi aðkomnu börn, rétt eins og þau sem fyrir eru. Vert er að benda á að engar rannsóknir eru til á námsgengi þessa fjölbreytta hóps, hvorki í grunn- né framhaldsskóla. Að bregðast við með skipulögðum hætti og rjúfa einangrun Við á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og í grunnskólum borgarinnar höfum fundið mjög fyrir verulegri fjölgun nemenda af er- lendum uppruna. Í fyrra ríkti nánast upp- lausnarástand þar sem börnin urðu skyndi- lega mun fleiri en nokkur gerði ráð fyrir. Hefur verið brugðist við með því að endur- skipuleggja málaflokkinn, bæta skráningu og semja nýjar reglur þar sem jafnræðis er gætt, því að um er að ræða einstaklingsbundinn rétt til þess að fá sérstaka tíma í íslensku sem öðru tungumáli, skv. reglugerð nr. 391/1996. Reglugerðina þyrfti að endur- skoða, m.a. tekur hún ekki til réttinda ís- lenskra barna sem hafa dvalið langdvölum erlendis. Málaflokkurinn fékk talsvert aukið fjármagn í upphafi þessa árs og því bera að fagna - en betur má ef duga skal. Það held ég að þeim sem þekkja til sé ljóst. Í byrjun árs var gefin út stefnumótun til næstu þriggja ára í mál- efnum barna með annað móðurmál en íslensku í grunnskólum Reykjavíkur, upplýsingar er að finna á www.grunnskolar.is. Með henni er reynt að bregðast við breyttum tímum og rjúfa einangrun málaflokksins. Í kjölfarið hefur verið sett á fót þverfaglegt teymi innan Fræðslumiðstöðvar sem á að stuðla að því að stefnunni verði fylgt eftir og vinna að framþróun málaflokksins. Ég vil hvetja skólafólk til þess að kynna sér stefnuna og markmið hennar sem mörg eru mælanleg. Meðal annars má benda á að þar kemur fram að innan þriggja ára verður sett- ur á fót móðurskóli í kennslu í íslensku sem öðru tungumáli og í fjölmenningarlegum kennsluháttum. Ráðnir verða til starfa tví- tyngdir farkennarar í allt að 21/2 stöðugildi. Í sumar var ráðið í hálfa stöðu. Skólar eru og hvattir sérstaklega til að koma á fót ný- búateymum, gera áætlanir um hvernig stað- ið verði að móttöku erlendra nemenda, end- urskoða skólanámskrár með tilliti til þarfa þessara nýju Íslendinga, stuðla að vaxandi mannúð og virðingu á milli menningarhópa og setja sér fjölmenningarleg markmið í kennslu þar sem gert er ráð fyrir gagnkvæmum lærdómi. Nokkrir skólar eru komnir af stað og heyrst hefur að sumir hafi í bígerð að halda fjölmenningarlega þemadaga á næsta skólaári og/eða halda upp á evrópskt tungumála- ár eða evrópska tungumáladaginn sem er 26. september. Sjá hug- myndabanka á heimasíðu FMR og menntamálaráðuneytis. Í stefnunni er lögð áhersla á fræðslu og námskeiðahald Á skólaárinu voru haldnir sex fræðslufundir fyrir kennara og tveir fyrir erlenda foreldra í samstarfi við Miðstöð nýbúa. Á sumar- námskeiði í kennslu í íslensku sem öðru tungumáli var ákveðið að nýta þekkingu og reynslu móttöku- og nýbúakennara og leggja Nýbúafræðsla 14 Í grunnskólum Reykjavíkur hefur börnum af erlendum uppruna fjölgað mjög hratt á síðastliðnum tveimur árum og íslenskt samfélag verður fjölmenningarlegra með hverju árinu. Friðbjörg Ingimarsdóttir kennsluráð- gjafi þekkir vel til málefna nemenda út hópi nýbúa og segir hér meðal annars frá stefnumörkun og verkefnum á vegum Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur. Helstu fréttir af vettvangi nýbúafræðslu á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur Yfirvöld þurfa að leggja fram sóknaráætlanir, reglugerðir og fé. Allt samfélagið þarf að standa að því að mennta og ala upp þessi aðkomnu börn, rétt eins og þau sem fyrir eru. Vert er að benda á að engar rannsóknir eru til á námsgengi þessa fjölbreytta hóps, hvorki í grunn- né framhaldsskóla. Í byrjun árs var gefin út stefnumótun til næstu þriggja ára í málefnum barna með annað móður- mál en íslensku í grunnskólum Reykjavíkur. „Ég vil hvetja skólafólk til þess að kynna sér stefn- una og markmið hennar sem mörg eru mælan- leg,“ segir Friðbjörg Ingimarsdóttir.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.