Skólavarðan


Skólavarðan - 01.09.2001, Blaðsíða 24

Skólavarðan - 01.09.2001, Blaðsíða 24
Kjaramál Samninganefnd Félags tónlistar- skólakennara hefur falið kjörstjórn Kennarasambands Íslands að standa að allsherjaratkvæða- greiðslu um boðun verkfalls félags- manna FT er hefjist 22. október nk. Atkvæðaseðlar voru sendir út til félagsmanna Félags tónlistar- skólakennara 20. september og er lokadagur atkvæðagreiðslunnar 28. september. Talning atkvæða fer fram 4. október. Atkvæðagreiðslan fer fram í tvennu lagi: 1. Hjá félagsmönnum sem starfa við tónlistarskóla sem sveitarfélög starfrækja. 2. Hjá félagsmönnum sem starfa við tónlistarskóla sem eru í einkaeigu eða teljast sjálfseignarstofnanir. Þeir sem starfa við einn eða fleiri skóla, sem falla undir sama lið, greiða aðeins eitt atkvæði. Þeir sem starfa við tvo eða fleiri skóla, sem falla undir báða liði, (1 og 2) fá senda tvo atkvæðaseðla, hvorn í sínum lit, og greiða atkvæði í báðum flokkum. Öllum félagsmönnum Félags tónlistarskólakennara hefur verið sent bréf þar sem teknar eru saman nokkrar samanburð- artölur sem varpa ljósi á hvað samninganefnd launanefndar sveitarfélaga býður tónlistarskólakennurum. Skólastjórar og tónlistarskólakennarar eru hvattir til að koma þessum upplýsingum á framfæri við sveitarstjórnarmenn á hverjum stað. Sigrún Grendal formaður Félags tónlistarskólakennara Tónlistarskóli Allsherjaratkvæðagreiðsla um boðun verkfalls Þegar nýr kjarasamningur tók að fullu gildi 1. ágúst varð kerfis- breyting á röðun skólastjóra vegna nýs stigamats. Nú reiknast allir nemendur 1,5 stig og því þarf að endurreikna stigafjölda skól- anna. Í þessum samningi sem og í þeim fyrri er ákvæði sem hljóðar svo: „Grunnröðun skólastjóra og aðstoðarskólastjóra í launaflokka, sbr. 14.1.2 og 14.2.2, skal ekki lækka þó að nemendum fækki á meðan sami aðili gegnir stöð- unni.“ Menn þurfa því að fylgjast með því að þeim sé rétt raðað í launaflokk, þ.e. að tekið sé mið af nemendafjölda eins og hann hefur verið mestur í skólanum á þeim tíma sem viðkomandi hefur gegnt stöðu skólastjóra eða aðstoðarskólastjóra. Þá er rétt að minna á bókun tólf í kjarasamningnum en hún fjallar um skólastjórnendur sem snúa aftur til kennslu hjá sama vinnuveitanda. Áður en skólinn var fluttur til sveitarfélaganna voru allir hjá sama vinnuveitanda, þ.e. ríkinu, en eftir flutninginn þá fluttu menn öll réttindi með sér til viðkomandi sveitarfélags. Haldi menn áfram að vinna þar gilda þessi ákvæði, þ.e. að eftir tíu ár í skólastjórn raðist menn einum launaflokki ofar en ella sem kennarar og þremur launaflokkum ofar eftir tuttugu ár í skóla- stjórn. Kári Arnórsson starfsmaður Skólastjórafélags Íslands Grunnskóli Kjarasamningur - ný ákvæði Við gerð kjarasamnings í janúar sl. varð að samkomulagi milli Félags leikskólakennara og launa- nefndar sveitarfélaga að fara þess á leit við menntamálaráðherra að hann beitti sér fyrir breytingum á reglugerð um leikskóla sem mið- uðu m.a. að því að fjölga fimm ára börnum á hvern leikskóla- kennara. Með þessu átti bæði að bæta nýtingu rekstrarútgjalda og þess fjármagns sem bundið er í húsnæði. Til að gefa þessari fjölg- un svigrúm var viðmiði um lág- marksrými á barn einnig breytt. Aðilar voru sammála um að skoða þyrfti aðstæður í hverjum leikskóla sérstaklega svo að ekki yrði um einhliða ákvarðanir rekstraraðila að ræða. Að undanförnu höfum við sem störfum hjá Félagi leikskóla- kennara orðið vör við mistúlkanir á þessum lið kjarasamnings- ins. Sveitarfélög hafa verið að endurskoða fermetrafjölda eftir að nýju reglurnar tóku gildi og sums staðar kemur í ljós að leikskólar hafa ekki fullnýtt fermetrafjölda samkvæmt eldra viðmiði. Fjölgun barna getur því orðið veruleg í einstökum leikskólum ef fullnýta á fermetrana nú. Sú fjölgun tengist á engan hátt nýja kjarasamningnum en er tilkomin vegna vannýtingar á fermetrum hingað til. Eðlilega hefur mörgum leikskólastjóranum brugðið þegar börnin tvö til fimm (eftir stærð skóla), sem rætt var um er kjarasamningur- inn var kynntur sl. vetur, eru nú allt í einu orðin tíu eða jafnvel fleiri. Þegar leitað er skýringa á þessu hefur fólk fengið framan í sig að það hafi samið um þetta!!! En það er af og frá. Sveitarfélög þurfa að greina þarna á milli. Aðskilja þarf fjölgun barna á grundvelli kjarasamningsins og þá sem verður vegna þess að leikskólarnir hafa verið vannýttir hingað til. Fjölgun sem byggist á því síðarnefnda hefur ekkert með kjarasamninginn að gera og kallar á fleiri stöðugildi leikskólakennara. Þröstur Brynjarsson varaformaður Félags leikskólakennara Leikskóli Kjarasamningur og fermetrar - að hengja bakara fyrir smið 27

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.