Skólavarðan - 15.01.2001, Blaðsíða 6

Skólavarðan - 15.01.2001, Blaðsíða 6
skóla, staðsetningar starfa í skipuriti, ábyrgðar, álags og hversu sérhæfð störfin eru. Dregið er úr miðstýringu í gegnum kjarasamning og eiga kennararnir hver fyrir sig og sameiginlega að bera meiri ábyrgð en áður. Þess vegna er enn meiri ástæða til þess að dreifa flokkunum tiltölulega jafnt milli kennara.“ Guðrún Ebba segir störf umsjónarkenn- ara hafa styrkst verulega með nýja kjara- samningnum. „Með þessum nýja kjara- samningi tókst að styrkja verulega stöðu umsjónarkennara. Það var búið að vera bar- áttumál okkar í mörg ár að tekið yrði tillit til meira starfs og ábyrgðar umsjónarkenn- ara og þeirra krafna sem til þeirra eru gerðar í grunnskólalögunum, nýrri aðal- námskrá og af samfélaginu í heild.“ Nýjar leiðir til að tryggja kennurum verulega hækkun grunnkaups Það vakti óneitanlega athygli þegar grunnskólakennarar og viðsemjendur þeirra sendu frá sér yfirlýsingu um sameiginleg markmið með nýjum kjarasamningi sem þeir sögðust ætla að undirrita fyrir jól. Það dróst reyndar fram yfir áramót að samning- urinn yrði formlega undirritaður. Á gaml- ársdag lýstu aðilar yfir að samkomulag hefði tekist um öll atriði í kennarahluta samningsins en þá var enn eftir að ganga frá þætti skólastjóra. „FG hóf undirbúning samningaviðræðna með það veganesti að við ættum að freista þess í lengstu lög að komast hjá verkfallsá- tökum,“ segir Guðrún Ebba. „Þetta höfð- um við að leiðarljósi. Við höfðum líka feng- ið skýr skilaboð um það frá stofnfundi FG, stofnþingi Kennarasambandsins og úr skoðanakönnun meðal félagsmanna að nauðsynlegt væri að skapa jákvæða mynd af kennurum og starfi þeirra og samtökum í huga almennings. Við tókum þetta alvar- lega, létum í ljós bjartsýni hvenær sem við okkur var rætt í fjölmiðlum og lögðum á- herslu á jákvæð atriði í skólastarfinu. Við ákváðum að fara nýjar leiðir í þessum samningum sem gætu skilað grunnskóla- kennurum verulegum grunnkaupshækkun- um. Þrátt fyrir nokkra tortryggni í upphafi í ljósi fyrri viðræðna um til- raunasamning kom fljótlega í ljós að viðsemjendur okkar vildu reyna að feta þessa sömu braut með okkur og trúnaður var á milli aðila.“ Svona gerir maður ekki, Guðrún Ebba! „Þetta var alls ekki auðveldasta leiðin,“ segir Guðrún Ebba enn- fremur. „En það var viss ögrun fólgin í því fyrir okkur að líta ekki á við- semjendur sem andstæðinga, að telja ekki allt ómögulegt og vonlaust sem þeir höfðu fram að færa. Það var líka ögrun að setja sér þessi stífu tímamörk í samningsgerðinni. Margir sem eiga að baki miklu lengri reynslu en ég í kjaramálum kennara sögðu: Guðrún Ebba, svona segir maður ekki. Maður getur ekki sagst ætla að ljúka samn- ingi fyrir einhvern tiltekinn tíma! Ég skil að menn hafi verið vantrúaðir áður en þeir sáu svart á hvítu að okkur hafði tekist það ætlunarverk okkar að hækka grunnlaun kennara verulega og koma í veg fyrir að kennsluafsláttur eldri kennara yrði skertur. Mér sárnaði hins vegar þegar menn fóru að rangtúlka samninginn.“ Eitthvað fór úrskeiðis í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar Haldnir voru yfir 70 kynningarfundir um samninginn um allt land. Að sögn forystu- manna FG voru fundirnir undantekninga- laust mjög málefnalegir og af undirtektum að dæma, sem í mörgum tilvikum lauk með því að samningamönnum var klappað lof í lófa, virtust margir kennarar taka samn- ingnum vel. Þegar kynning hans var langt komin og atkvæðagreiðsla um hann að hefj- ast virtist andstaða við hann aukast og hörð gagnrýni kom fram í fjölmiðlum. Hver var ástæðan? „Já, það hlýtur eitthvað að hafa farið úr- skeiðis í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar,“ segir Guðrún Ebba. „Skýringin er ef til vill að hluta til sú að skólastjórar hafi skilið samninginn á annan hátt en samninganefnd kennara. Meðan á kynningarferlinu stóð var ég í stöðugu sambandi við Þorstein Sæ- berg, formann Skólastjórafélags Íslands, og Birgi Björn Sigurjónsson, formann samn- inganefndar Launanefndar sveitarfélaga, til þess að fullvissa mig um að við værum sam- stiga í túlkun. Hins vegar virðast einhverjir skólastjórar hafa skilið samninginn á annan veg og túlkað hann öðru vísi en við í sam- tölum við kennara úti í skólunum. Ég vil ekki halda því fram að þessir skólastjórar hafi vísvitandi unnið að því að skapa óá- nægju með kjarasamninginn en það er alveg ljóst að tvenns konar túlkun á samn- ingnum í skólunum hafði þau áhrif að þeir sem voru tvístígandi urðu enn óöruggari og fóru að velta því fyrir sér hvor skýringin væri rétt. Þetta gerðist þrátt fyrir að allir fé- lagsmenn fengju sent heim sérstakt frétta- bréf með upplýsingum um allar helstu breytingar sem í samningnum felast að undanskildum launabreytingunum. Þetta sama bréf hafa fulltrúar í Launanefnd sveitarfélaga notað við túlkun og kynningu á samningnum í sínum hópi. Það er augljóst að margir kennarar hræð- ast þær miklu breytingar sem felast í kjara- samningnum og þá einkum aukið verk- stjórnarvald skólastjóra. Auðvitað eru þeir nú komnir að verulegu leyti hinum megin við borðið. Að mínu viti hefði þurft að vera búið að skilja algerlega á milli kjarasamn- ings skólastjóra og kennara. Ég tel að nú þegar kjarasamningurinn hefur verið sam- þykktur þurfi að taka þetta mál fyrir sér- staklega á vettvangi Kennarasambands Ís- lands. Hér eru tvö ólík félög, Félag grunn- skólakennara og Skólastjórafélag Íslands, sem eiga bæði að vera í Kennarasambandi Íslands en ekki tengd í einum og sama kjarasamningi.“ Tímamótasamningur sem á eftir að tryggja betra skólastarf Erfitt hefur verið að fá kennara með full réttindi til starfa í grunnskólum landsins. Breytist það í kjölfar þessa samnings? „Auðvitað vonum við það,“ segir Guðrún Ebba. „Við vitum hins vegar að ungu kenn- urunum finnst að þeir hafi ekki borið nógu mikið úr býtum. Það er alveg rétt að hækk- anir þeirra eru ekki eins miklar og þeirra sem eru 40 ára og eldri. Það hefur verið flótti úr stéttinni og við vonum að með þessum kjarasamningi séum við ekki ein- ungis að stöðva þennan flótta heldur að opna flóðgátt í hina áttina, þannig að við fáum kennara sem horfið hafa til annarra starfa aftur inn í skólana. Það verður mjög gaman að sjá kennarastofurnar næsta haust, hvaða breytingar hafa orðið.“ Mikið starf er framundan við áframhald- andi kynningu á samningnum. Meginbreytingin sem í honum felst kem- ur til framkvæmda með nýju skólaári, 1. á- gúst næstkomandi. Guðrún Ebba brosir og segir að menn eigi eftir að komast að raun um að þetta sé góður samningur. „Þegar við lögðum upp í þessa samningsgerð ákváðum við að vera jákvæð og bjartsýn. Ég er það áfram. Ég er sannfærð um að þetta er tímamótasamningur sem á eftir að tryggja okkur betra og farsælla skólastarf og bæta til muna stöðu og virðingu íslenskra grunnskólakennara.“ Helgi E. Helgason Viðta l 7 Á gamlársdag tókst samkomulag um kennara- hluta samningsins en þá var enn eftir að ganga frá þætti skólastjóra.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.