Skólavarðan - 15.01.2001, Blaðsíða 19

Skólavarðan - 15.01.2001, Blaðsíða 19
Heimsóknin 21 og samvinnu, en alltaf eru einhverjir óánægðir og kalla eftir fleiri vinnubókum. Það er þó minnihlutinn,“ segir Bryndís. Að einkavæða eða ekki Öðru hvoru kemur upp sú umræða hvort ekki sé réttast að einkavæða Námsgagna- stofnun og er skemmst að minnast umræðu í útvarpsþættinum Speglinum 14. nóvem- ber sl. þar sem Einar Guðmundsson, for- stöðumaður Rannsóknarstofnunar uppeld- is- og menntamála, gagn- rýndi ríkjandi fyrirkomulag í námsgagnaútgáfu. Hjálmar Sveinsson frétta- maður spurði Einar m.a. hvernig miðstýrð skólabóka- útgáfa og valddreift skóla- kerfi færu saman. „Þetta samræmist alls ekki,“ svaraði Einar, „og sem dæmi má taka að í öllum löndum þar sem menn hafa farið þessa leið í skipan skólakerfisins er námsbókaútgáfan ekki mið- stýrð eins og hún er hjá okk- ur.“ Hann sagði ennfremur að það hvíldi farg á grunn- skólakerfinu sem kæmi í veg fyrir að geta nemenda og hæfni kennara kæmu eðlilega fram. Varðandi slaka náms- stöðu almennt taldi hann að skortur á námsefni og fyrirkomulag námsgagnaútgáf- unnar vægi mjög þungt. Hann sagði faglegt og fjárhagslegt sjálfstæði skólamanna vera skert með því að í núverandi kerfi „er þeim einfaldlega skammtað námsefni“. Ingibjörg Ásgeirsdóttir, forstjóri Náms- gagnastofnunar, brást við og skrifaði svar- grein í Morgunblaðið sem birt var 21. nóv- ember. Þar sagði Ingibjörg m.a. að ekkert væri því til fyrirstöðu að bókaforlög gæfu út námsefni: „... því (var) hins vegar haldið fram að ef námsefni væri gefið út á almenn- um markaði mundi það leiða til þess að úr- val námsgagna yrði mun meira og að sjálf- stæði skóla gæti loks orðið að veruleika með því að kennarar gætu valið úr fjölda gagna það efni sem þeir vildu nota til kennslu. Þetta er blekking. Þessi draumur getur því aðeins orðið að veruleika að mun meira fjármagni verði varið til námsefnis- gerðar eða námsefniskaupa. Útgefendur á almennum markaði gefa því aðeins út námsefni að það skili hagnaði eða hvernig ættu þeir annars að geta rekið fyrirtæki sín? Markaður fyrir námsefni á Íslandi er það lítill að hann ber tæpast samkeppni.“ Síðar í greininni sagði Ingibjörg: „Er ekki hugsanlegt að fyrirkomulagið sé eins og það er vegna þess að í okkar litla samfé- lagi hefur verið talið hagkvæmast að fela einni stofnun að sjá um námsefnisgerð í samstarfi við skólana og í samræmi við námskrá? Námsgagnastofnun hefur sinnt þessu verkefni af alúð og í góðu samstarfi við starfandi kennara og aðra sérfræðinga sem bæði semja megnið af námsefninu og veita stofnuninni ráðgjöf varðandi útgáfuáætlanir. Gagnrýni frá neytendum hefur enda mest snúist um að ekki skuli meira fjármagni varið til námsefnisgerðar og stofnuninni gert kleift að auka úrval námsefnis.“ Stimpilklukkuna burt Bogi Indriðason framleiðslustjóri hefur unnið hjá Námsgagnastofnun frá árinu 1971. „Einkavæðingarumræðan byrjaði um 1984 og í starfi mínu hér hef ég lifað fjórar eða fimm úttektir á stofnuninni,“ segir Bogi. „Þetta er ekki ný umræða.“ Bryndís bætir við að það sé erfitt að vinna við það óöryggi sem einkavæðingarumræð- an skapar. Bogi segir ónóga fjárveitingu til náms- gagnaútgáfu vera það sem helst stendur starfinu í Námsgagnastofnun fyrir þrifum. „Á níunda áratugnum, eða um 1984-5, var raunfjárveiting á hvern nemanda um átta þúsund krónur. Núna eru þetta tæpar sex þúsund og fimm hundruð krónur fyrir nem- anda á unglingastigi en lægri upphæðir fyrir yngri nemendur. Það er sífellt verið að þrengja að okkur á þessu sviði og erfitt að mæta óvæntri þörf. Einnig er slæmt upp á út- gáfuáætlanir að vita ekki fyrr en í febrúar eða mars hvaða fé stofnunin fái á ár- inu,“ segir Bogi. Hann gagnrýnir einnig ósamræmi prófaefnis og námsefnis í nokkrum tilvikum. „Kennarar þurfa að þjóna tveim herrum og það getur aldrei gengið vel. Í íslensku á unglingastigi gætir til dæmis þessa ósamræmis. Þar er náms- efnið búið til í samræmi við námskrá, sem segir að íslenskukennsla skuli vera heild- stæð, en svo eru samræmdu prófin allt öðru vísi uppbyggð. Við seljum til dæmis náms- efnið Mályrkju vel í 8. og 9. bekk en þegar kemur að 10. bekk fellur salan niður, enda höfum við heyrt þá gagnrýni að bókin búi nemendur ekki vel undir samræmt próf. Sem betur fer eru nú samt ekki allir sam- mála því svo að Mályrkja III er kennd í ein- hverjum skólum með góðum árangri.“ Það er augljóst af samræðum við starfs- menn Námsgagnastofnunar að þeir telja aukið fjármagn forsendu fyrir því að hægt sé að sinna síaukinni þörf skólanna fyrir námsefni, en er ekkert annað sem betur mætti fara? Ritstjórar nefna að vinnuálag í tengslum við nýju námskrána sé of mikið og slæmt að þurfa að taka út yfirvinnu í frí- um í stað þess að fá hana greidda, nema vegna sérstakra og fyrirséðra verkefna. „Svo viljum við stimpilklukkuna burt,” segja tveir ritstjóranna, “enda forngripur sem er ekki í takt við breytt vinnuumhverfi.“ Námsgagnastofnun, hjartað í íslenskri námsgagnaútgáfu og einn af hornsteinum skólastarfs í landinu. Góður staður heim að sækja. En auðvitað ekki vandamálalaus frekar en aðrir vinnustaðir. keg • Forveri Námsgagnastofnunar var Ríkisútgáfa námsbóka sem tók til starfa 1937. • Í mötuneytinu á Námsgagnastofnun er píanó. Það kemur fyrir að tónelskir starfsmenn spila og syngja fyrir samstarfsmennina í kaffítímanum. Og það eru engir slortónleikar. • Ríkisútgáfa námsbóka gaf út sex bækur fyrsta starfsárið en Náms- gagnastofnun gefur núorðið út 300- 350 titla á ári, þar af 80-90 nýja titla. • Sjö manna námsgagnastjórn er skipuð til þriggja ára í senn. Hún hittist u.þ.b. mánaðarlega og á að staðfesta áætlanir og fylgjast með framkvæmd þeirra, hún ber ábyrgð á peningamálum og ræður starfsfólk að fengnum tillögum forstjóra. • Það er gott að sækja Námsgagna- stofnun heim. Andrúmið er metnað- arfullt og kaffið ágætt. • Á Námsgagnastofnun vinna um þrjátíu manns, þar af sex ritstjórar sem hver um sig sinnir 2-4 náms- greinum. Í mötuneytinu er oft glatt á hjalla.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.