Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

SĶBS blašiš

PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
SĶBS blašiš

						SÍBS BLAÐIÐ 2015/28

Hreyfing íslenskra 

 ungmenna

Grein 

Öllum er orðið ljóst að hreyfing er heilsusamleg 

og getur dregið úr líkum á svokölluðum lífs-

stíls sjúkdómum, sjúkdómum sem að miklu leyti 

orsakast af hegðun okkar, s.s. hreyfingarleysi, 

lélegri næringu, tóbaksnotkun, áfengisneyslu 

og streitu. Af þeim sökum hefur Embætti 

Landlæknis gefið út hreyfiráðleggingar þar 

sem kemur fram að börn og unglingar eigi að 

hreyfa sig í 60 mínútur á dag af miðlungserfiðri 

og erfiðri ákefð og að aðrir aldurshópar eigi að 

hreyfa sig í 30 mínútur á dag af miðlungserfiðri 

ákefð1. Nú kunna einhverjir að velta fyrir sér 

hvers vegna fullorðnir eigi að hreyfa sig minna 

en börn, hvað það er sem gerist við 18 ára 

aldurinn sem veldur því að ráðlögð hreyfing 

helmingast? Svarið er ekkert, það er ekkert 

sem gerist. Hins vegar er það svo að börn gera 

yfirleitt það sem þeim er sagt og munu því 

hreyfa sig í 60 mínútur fái þau slík fyrirmæli frá 

fullorðnum. Sé fullorðnum aftur á móti sagt að 

hreyfa sig í 60 mínútur á dag er hætt við að þeir 

beri við tímaleysi og geri ekki neitt. Meiri líkur 

eru á að fullorðnir gefi sér 30 mínútur á dag í 

hreyfingu og því eru ráðleggingarnar þannig þó 

svo að það sé fullorðnum augljóslega jafn hollt 

og börnum að hreyfa sig í klukkutíma dag hvern.

Hreyfing eða æfing

Hreyfing er hver sú notkun beinagrindarvöðva 

sem felur í sér orkueyðslu. Æfing er hins vegar 

hreyfing með eitthvað að markmiði, s.s. að auka 

þol eða styrk. Fólk hugsar því oft ranglega að 

æfingar séu eina hreyfingin sem skipti máli á 

meðan í raun öll hreyfing skiptir máli, t.d. ganga 

(í vinnunna), garðvinna, gólfþvottur og fleira. 

Hins vegar getur verið erfitt að meta hreyfing-

una og ákefð hennar. Athafnir mannfólksins 

hafa því verið reiknaðar út frá grunnorkuþörfinni 

(sú orkunotkun sem líkaminn þarf í fullkominni 

hvíld) og þær athafnir sem krefjast orkunotkunar 

sem eru 3-6 sinnum grunnorkuþörfin eru taldar 

meðal erfiðar2. Erfið hreyfing er svo yfirleitt 

talin vera 6-9 sinnum grunnorkuþörfin2. Nánari 

útlistun á meðalerfiðri og erfiðri hreyfingu má 

finna í 2. tölublaði SÍBS frá 20133.

Lengi vel var mjög erfitt að meta ákefð og lengd 

hreyfingar og einungis notast við spurningalista 

eða viðtöl. Báðar aðferðirnar eru háðar minni 

fólks og líklegt að aðspurðir fegri þátt 

sinn, gefi upp lengri og ákafari 

hreyfingu en átti sér stað. 

Því fóru rannsakendur að 

mæla þol fólks og nota 

sem ígildi hreyfingar 

þar sem þolæfingar 

auka þol og rökrétt 

að álykta að þolmeira 

fólk hreyfi sig meira. 

Hins vegar er þol einnig 

talsvert háð erfðum og 

því er ekki alveg hægt að 

leggja þol og hreyfingu að 

jöfnu. Á tíunda áratugnum urðu 

skrefmælar vinsælt tæki til að mæla 

hreyfingu vegna þess að þeir voru ódýrir og 

nokkuð nákvæmir og fljótlega komu út ráðlegg-

ingar sem sögðu að fólk ætti að taka a.m.k. 

Sigurbjörn Árni Arngrímsson, PhD. Prófessor, Rannsóknarstofa í íþrótta- og 

heilsufræði á Laugarvatni Menntavísindasvið Háskóla Íslands

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32