Norðurslóð - 25.10.1995, Blaðsíða 5

Norðurslóð - 25.10.1995, Blaðsíða 5
NORÐURSLÓÐ - 5 Bréf frá Afríku Blaðinu barst nýlega bréf alla leið frá Ghana í Afríku. Send- andinn er ungur Dalvíkingur Gunnþór E. Gunnþórsson sem er þar skiptinemi og lofaði hann áður en hann fór að senda okkur línur öðru hverju. Halló allir sem þetta lesa! Ég heiti Gunnþór Eyfjörð Gunn- þórsson, tvítugur, borinn og bam- fæddur á þeirri vík er nefnist Dal- vík í mynni Svarfaðardals. Ég er nú staddur í Ghana í Vestur-Afríku í borg sem heitir Tema rétt utan við höfuðborgina Aura en báðir þessir staðir eru við ströndina syðst í landinu. Ég hef verið héma í 2 mánuði þegar þetta er skrifað og nú er þetta fyrst að verða gam- an. Ég er hér á vegum Alþjóðlegra ungmennaskipta; A.U.S. sem senda ár hvert 15 skiptinema vítt og breitt um heiminn. Ég er sá eini frá Islandi í Ghana. Maður fer ekki í skóla heldur að vinna og ferðast. Þetta eru ýmis störf sem við vinn- um, svo sem kennsla, vinna á smíðaverkstæði, vinna með fötluð- um bömum og ýmislegt fleira. Ég bý hjá fjölskyldu héma í Tema. Að sjálfsögðu er fólkið þeldökkt, sem- sagt svertingjar. Þetta em foreldrar og tvær systur, 22 og 24 ára og tveir bræður 20 og 12 ára, ég og eldabuska og tveir hundar að auki. Húsið er frekar stórt og sambyggð- ur er leikskóli sem þau hjónin eiga og því er hér mikið fjör alla virka daga. Hinumegin við götuna er skóli; 4 byggingar með um 1500 nemendur og eiga þau hjónin skól- ann. Frúin er skólastóri og hann sér um allt sem gera þarf. Núna var verið að byrja á viðbyggingu þar sem verða geymslur fyrir bækur, skrifstofa skólastjóra og fleira. Þetta er Afríka og hér em allir stól- ar og borð úr tré og lítið um þæg- indi. Svo er hér lítið bókasafn og þar vinn ég frá 8-14. Við vinnum tvö á safninu ég og 23 ára stúlka, innfædd. Maður fær ekki beint borguð laun heldur dálitla vasa- peninga sem em um 25.0000 þ.e. um 1.300 íslenskar krónur en hér er allt ódýrara en á íslandi. Maturinn hér er á engan hátt líkur matnum heima. Það em aðal- lega 5 tegundir: „Yam“ sem er næst því að vera kartöflur en mér finnst það ekki líkt. Svo er það „Kinkí, Tufu, Panten" og svo auð- vitað hrísgrjón. Svo er stundum smáræðis kjúklingur, fiskur eða krabbi með. Þetta er maturinn sem þeir borða hvað mest en auðvitað er hægt að fara í „supermarket" og kaupa sér pasta eða eitthvað gums eða þá að skreppa á kínverskan veitingastað. I Aura er mikið um svona veitingastaði og þar er Gunnþór með börn systra sinna, Ara og Árnýju, en á kortinu sést hvar Ghana er niðurkomið í Afríku. Olafur Valsson dýralæknir: Um útigangshross í rysjóttri tíð eins og verið hefur nú undanfarið með slyddu, roki og rigningu verður manni hugsað til hrossa á útigangi. Það vita allir sem eiga og sjá um skepnur að veðrátta sem þessi er afleit fyrir skepnur, sérstaklega ef þær geta ekki leitað sér skjóls. Rokið lemur vætuna inn í feldinn og inn úr fitu- laginu, húðin blotnar og hlífi- skjöldur sá sem feldurinn er verður óvirkur með hættu á bólgum í húð og í versta falli varanlegum lungnaskemmdum. Bólgubreyt- ingar í húðinni koma síðan fram sem holdhnjúskar þar sem fita og bólguvessar mynda hrúður sem geta kæft hárrótina svo hárið fellur af. Hrossum getur liðið mjög vel á útigangi, en til þess þarf að gera vel við þau í fóðri og tryggja að þau geti leitað vars. Nú á tímum er, sem betur fer, algjör undantekning ef ekki er gert vel við hross í fóðri, en enn vantar nokkuð á að nógu vel sé gætt að því að þau hafi gott skjól fyrir veðri og vindum. Þetta á sér eflaust margar skýringar og er ein sú að íslenski hesturinn hefur orð á sér fyrir að vera ákaflega harðgerður. Svo rammt hefur kveðið að þessu að útlendingar sem hafa keypt íslensk hross hafa sumir haldið að ekki þyrfti að hýsa þau, jafnvel þó þau væru í brúkun. Því miður sá ég sorglega mörg dæmi þess, þau ár sem ég var dýra- læknir í Danmörku, að íslensk hross voru brjóstveik með krónísk- an hósta vegna þess að ekki hafði verið hirt um að hýsa þau þó þau væru rennsveitt eftir brúkun. Eng- um heilvita hrossaeiganda á Is- landi dytti í hug að hýsa ekki hross eftir brúkun í slæmum veðrum. Ahrifum bleytu á útigangshross má líkja við ofangreint dæmi um hrossin í Danmörku, þar sem rign- ingin hefur svipuð áhrif á eigin- leika feldsins og svitinn. Það ætti því að vera eins sjálfsagt að tryggja útigangshrossum skjól eins og að hýsa hross eftir brúkun í slæmum veðrum. A síðastliðnum vetri voru sett ný lög um dýravemd. í þeim er skýrt kveðið á um að tryggja beri skepnum, sem hafðar eru úti að vetrarlagi, nægt fóður og skjól fyrir öllum veðrum. Þessi lög eru mjög í takt við tímann þar sem dýravemd og umönnun dýra er mun meira í umræðunni en áður var. Lögin tóku gildi á þeim tíma árs að ekki var mögulegt að bregðast við, þar sem allt var á kafi í snjó. Nú er hins vegar tími til að huga að aðstæðum og gera úrbætur þar sem þörf er á. Ég vil því leyfa mér að hvetja eigendur hrossa sem höfð verða úti í haust og vetur að íhuga þessi mál vandlega og útbúa skýli þar sem skjól er ekki til staðar frá náttúr- unnar hendi, svo skepnumar geti betur varist þeim veðmm sem þeg- ar eru farin að láta á sér kræla. Olafur Valsson dýralæknir m.a.s. hægt að fá pizzur og ham- borgara en ég hef ekki ennþá próf- að þá staði, bara kínverska og það var alveg yndislegt. Fyrsti mánuð- urinn var nokkuð strembinn því maður fékk stundum smá heimþrá og saknaði þá allra heima, svo varð ég töluvert veikur af malaríu og þurfti að fara á sjúkrahús. En nú er lífið mun skemmtilegra, engin veikindi og maður er kominn nokkuð vel inn í blessað kerfið hjá þeim Ghanabúum.Svo er maður farinn að ferðast töluvert og margt framundan. Um síðustu helgi eyddi ég föstudegi og föstudags- kveldi í höfuðborginni Aura og þar var ég með fólki sem vinnur á veg- um ICYE í Ghana. Svo fór ég til Kumasi sem er stór borg og nokk- uð falleg sökum mikils gróðurs. Svo skrapp ég og eyddi laugar- degi, sunnudegi og mánudegi í Ofinso. Þar eru tveir tveir strákar skiptinemar hjá ICYE. Þeir eru frá USA og Danmörku og ætlum við þrír að ferðast mikið á næstunni og skoða landið því maður er jú í ævintýraleit hér og því eins gott að skoða sig um því tíminn líður alveg rosalega hratt og sérstaklega þegar maður er að gera eitthvað sem manni líkar. Það er svo ferða- mánuður í júní og þá er stefnan sett á Norður-Ghana þar sem öll dýrin eru og svo leitar maður uppruna síns í svörtustu frumskógum Ghana. Það er heitt hérna hjá okk- ur, alltaf um 25-30°C og næsta mánuð mun hitna töluvert. Maður venst þessum hita og saknar ekki kuldans á Fróni þó ég viti svo sem að ég muni sakna þess að missa af vetrarferðunum sem félagar mínir í hjálpar- og björgunarsveitinni buna sér í. Og ég veit að það kem- ur vetur eftir þennan vetur en það eru litlar líkur á því að það komi önnur svona ævintýraferð þannig að rnaður er bara sáttur og lifir líf- inu lifandi hér í Ghana. Jæja þetta er svona smá ágrip af öllu hér í Ghana og ég mun senda meira skemmtilegra síðar. Annars bið ég að heilsa ykkur öllum. Kœrar kveðjurfrá Ghana. Gunnþór Eyíjörð Gunnþórsson Innilegar þakkir færi ég öllum þeim sem minntust mín á einn eða annan hátt á sextíu ára afmæli mínu 5. október síðastliðinn. Gunnar Jónsson Brekku Vetrarskoðun Mótorstilling í nýrri og fullkominni mótorstillitölvu með íslensku forriti. Þú færð útprentun úr tölvunni, sem segir þér frá ástandi bílsins að stillingu lokinni. Innifalið í vetrarskoðun bifreiðar er m.a.: ✓Mótorstilling ✓ Platínur athugaðar ✓ Kerti athuguð ✓ Hleðslukerfi og rafgeymir athugaður ✓ Frostlögur mældur ✓ Þurrkublöð athuguð ✓ Rúðupiss athuguð ✓ Viftureim athuguð MILITEC-1 smur- og bætiefni Verð kr. 5.61 5,- miðað við 4ra sílindra bíl án efnis. Verð kr. 7.45QP- með efni, þ.e. kertum, platínu og vökva á rúðupiss. Auk þess veitum við þeim sem kaupa vetrarskoðun 10% afslátt af olíuskiptum. Vetrardekk í úrvali Ný og sóluð BB dekk, REGULUS, Nord Frost, Kumho og MICHELIN Umfelgun kr. 3.720,- m/öllu UNIROYAL og GOODRICH jeppadekk VKUUM ÍSLENSKT Beinar línur: Verslun 466-1122, Bíladeild 466- 3202, Véladeild 466-3202 Bílaverkstæði Dalvíkur

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.