Norðurslóð


Norðurslóð - 24.04.1996, Blaðsíða 1

Norðurslóð - 24.04.1996, Blaðsíða 1
Sjö manna hópur fínnskra sjón- varpsmanna var hér á ferðinni vikuna eftir páska ásamt tveim mönnum frá íslenska sjónvarp- inu við neðansjávartökur á líf- ríkinu í fírðinum. Hópurinn hélt til j bændagistingunni í Ytri-Vík á Árskógsströnd og lagði Níels Jónsson á Hauganesi til bát fyrir leiðangurinn. Sjónvarpsmenn- irnir munu fara víðar með strönd landsins, í Breiðafjörð, á Seyðisfjörð og til Vestmanna- eyja og mynda dýralíf, gróður og landslag neðansjávar. Afrakst- urinn verður síðan sýndur fínnskum sjónvarpsáhorfendum næsta vetur og einnig mun ís- Ienska sjónvarpið taka efnið til sýningar. Sveinn Jónsson ferðaþjónustu- bóndi og athafnaskáld í Kálfs- skinni segir mikla aukningu á bók- unum hjá sér yfir vetrartímann og greinilegt að áhugi er mikill fyrir svæðinu hér og þeim möguleikum sem það hefur upp á að bjóða. Franskir ljósmyndarar og blaða- menn gistu Ytri-Vík á dögunum og voru í slagtogi með snjóbretta- Eitt lítið lofkvæði Þóra Rósa Geirsdóttir hlýtur að þessu sinni viðurkenningu fyrir að hafa aflað blaðinu þriggja nýrra áskrifenda. Viðurkenningin er svohljóð- andi í anda Vatnsenda-Rósu: Þegar firðir frjósa og fjöllin eldi gjósa er lífsins eina Ijósa Ijósið - Þóra Rósa. Áskrfendasöfnunin heldur áfram krökkum sem voru hér að kenna Norðlendingum íþrótt sína. Minna varð þó úr kennslunni en efni stóðu til vegna snjóleysis. Einnig var ítalskur ljósmyndari, kunningi Sveins, á ferðinni hér á dögunum í leit að fallegum mótífum. Þá er orðið töluvert urn að Islendingar noti bændagistinguna á vetrum og að hópar fái leigð hús fyrir fundi oþh. Fleiri þættir af Sveini í Kálfsskinni Sveinn rekur með tveim sonum sínum Sportferðir hf. og bjóða þeir upp á margþætta þjónustu við ferðamenn. Áuk bændagistingar í Kálfsskinni og Ytri-Vík, þar sem gistirými er fyrir yfir 30 manns í þrem húsum, er boðið upp á flest það sem ferðamenn óska sér: Sjó- stangaveiði og hvalaskoðun, hesta- ferðir og gönguferðir, jeppaferðir og jöklaferðir og margt fleira. Sumir fá að fara í fjós í Kálfsskinni og aðrir fá lánaðan þægan trúss- hest til að rölta með fram á dal. I samvinnu við danska ferða- skrifstofu sem skipuleggur göngu- ferðir út um allan heim hefur Sveinn sett saman viku dagskrá með gönguferðum og er von á hópum frá Danmörku í sumar í þessháttar ævintýri. Á síðasta sumri var boðið upp á jeppa- og bátsferðir yfir í Fjörður. Var þá hópnurn skipt í tvennt, annar helm- ingurinn fór á jeppa yfir í Fjörður en hinn á bát. Hópamir hittust í flæðarmálinu þar sem var grillað en síðan söðlað um, jeppamenn fóru í bátinn en bátsmenn í jepp- ann og allir fóru glaðir heim. Verður framhald á þessum ferðum í sumar. Þetta er þó ekki nema lítið brot Hiiii Svarfdælsk byggð & bær 20. árgangur Miðvikudagur 24. apríl 1996 4. tölublað Hjörtur E. Þórar- insson látinn Þann 1. apríl s.l. andaðist á sjúkrahúsinu á Akureyri Hjörtur E Þórar- insson eftir löng og erfið veikindi. Utför hans var gerð frá Dalvíkur- kirkju þann 6. apríl en hann var jarðsettur í Tjamarkirkjugarði eftir stutta minningarathöfn í Tjarnarkirkju. Hjartar hefur verið minnst í ófáum minningargreinum í dagblöðum undanfarið og bætast nokkr- ar við hér í þessu blaði. Norðurslóð er öðru fremur afkvæmi Hjartar á Tjöm. Hann var sem kunnugt er forsprakki að stofnun blaðsins fyrir tæpum 19 ámm og útgáfa þess hvíldi lengst af að langmestu leyti á hans herðum og bar hann hag þess alla tíð mjög fyrir brjósti. Vakandi áhuga á mál- efnum svarfdælskrar byggðar og bæjar og endalausri framkvæmda- gleði fann hann farveg í útgáfu Norðurslóðar og einkar persónulegur ritstíllinn og margbreytileg umfjöllunarefnin öfluðu blaðinu vin- sælda langt útfyrir hinn svarfdælska fjallahring. Það væri Hirti á Tjöm síst að skapi að við eyddum mörgum dýr- mætum dálksentimetrum í hans persónulegu afrekaskrá. Sjálfur teldi hann sér eflaust mestur sómi sýndur með því að við héldum uppi merkjum Norðurslóðar og önnuðumst vel um óskabarnið að honum gengnum. Það munum við reyna að gera eftir bestu getu þó aldrei hljómi aftur sá einstæði tónn sem hann einn gat framkallað með skrifum sínum. Hjartar er minnst frekar inni í blaðinu. Utgefendur Sorpmál hafa töluvert verið í umræðunni á Dalvík að undan- förnu. I bæjarstjórn kom fram tillaga frá bæjarfulltrúunum Katrínu Sigurjónsdóttur og Stefáni Gunnarssyni um að bær- inn beitti sér fyrir námskeiði í meðferð og flokkun húsasorps, notkun safnkassa og fleira í þeim dúr. I bæjarstjóm var samþykkt að fela umhverfisnefnd að gangast fyrir þess háttar námskeiði. Um- hverfisnefnd telur hins vegar að svo stöddu heldur lítinn ávinning af slíku námskeiði því eitt er að flokka rusl en annað að losna við það og sem stendur er ekki um svo fjölbreytilega kosti að ræða fyrir íbúa hér á svæðinu hvað það varð- ar. Sveinbjöm Steingrímsson bæj- artæknifræðingur hefur mikið kynnt sér þessi mál bæði hér heima og erlendis. Hann segist mjög finna fyrir auknum áhuga manna hér á að taka umhverfismálin traustari tökum og þá einkum hvað snertir flokkun og förgun á sorpi. Hann telur hins vegar að ráðlegt sé að flýta sér hægt í þessum efnum og fara ekki fram úr sjálfum sér. Það er t.d. einfalt mál að beita sér fyrir því að fólk flokki sorp sitt enn meir en nú er gert. En á meðan enginn er til að taka við hinum að- skiljanlegustu tegundum sorps sé af því lítill ávinningur og verr af stað farið en heima setið. Eins og jafnan snýst málið um peninga. Endurvinnslustöðvar hafa ekki bolmagn til að borga fyr- ir sorpið en almenningur og sveit- arfélög vilja sem minnst borga fyr- ir að losna við rusl. Hér á Dalvík fara skv. fjárhagsáætlun 7 milljón- ir króna í sorpmál en innheimt sorpgjöld af íbúum eru ekki nema 5,2 milljónir. Á undanfömum árum hafa þó orðið miklar framfarir í umhverf- ismálunum hér hvað varðar sorpið. Dalvíkingar höfðu frumkvæði um samstarf við nágrannasveitarfélög- in á þessu sviði sem á endanum leiddi til þess að sveitarfélög á öllu Eyjafjarðarsvæðinu sameinuðust um einn urðunarstað á Glerárdal. Gámasvæði Dalvíkur stendur niður við áburðarskemmu og er áformað að bæta enn úr aðstöð- unni þar í sumar með lagningu slit- lags á svæðið. Þar em gámar fyrir mismunandi tegundir sorps. Frá- rennsli frá bænum er annað mál sem lýtur að umhverfisvemd og verður í sumar ráðist í að leggja allt frárennsli frá norðurbænum í eina lögn. Almenningi til glöggvunar um flokkun sorps á gámasvæðinu birt- um við eftirfarandi lista frá bæjar- tæknifræðingi og Gámaþjónustu- mönnum: Lokaðir gámar: Allt heimilissorp í pokum, smærri hlutir óflokk- aðir. Almennt sorp: Stærri hlutir óinn- pakkaðir, net, gúmmí, húsgögn, teppi, flísar, gler, plastílát. Garðaúrgangur: Afklippur, gras (án umbúða), jarðvegur. Timbur: Timbur án jáms, spóna- plötur. Brotajárn: Þakjárn, vírar, blikk, stálhúsgögn. Pappír: Allur pappír frá heimil- um, teygjanlegt plast. Sorp frá lokuðum gámum og al- mennt sorp fer til urðunar í Glerár- dal. Brotajám í brotajámsport á Ak- ureyri. Pappír fer til Endurvinnsl- unnar í kubbagerð. Timbur fer til kurlunar á Akureyri og er urðað á Dalvík og Ólafsfirði. Það sama er að segja um garðaúrganginn og því er nauðsynlegt að ekki sé annað rusl með. Þessi upptalning á að auðvelda mönnum flokkun sorps á gámasvæðinu og auðveldar Gámaþjónustunni alla flutninga. hjhj af því sem Sveinn í Kálfsskinni sýslar við því eins og fólk hér um slóðir veit rekur hann öflugt bygg- ingarfyrirtæki, fæst við endur- vinnslu á pappír og plasti og stundar kúabúskap sinn heima í Kálfsskinni. Á sumrin ekur hann hestvagni sínum um götur Akur- eyrar og í huganum skipuleggur hann e.t.v. stærsta ævintýrið á framtakssamri starfsævi: kláfferj- una frá skíðahótelinu í Hlíðarfjalli upp á Vindheimajökul. Sveinn brá sér á dögunum til Þýskalands að kynna sér sorpeyð- ingarmál þar í landi ásamt Svein- bimi bæjartæknifræðingi á Dalvík og til að fá meira útúr túmum skrapp hann með Ingimundi Sig- fússyni sendiherra til Berlínar á opnun myndlistarsýningar Hreins Friðfinnssonar og svo í ópemna að sjá Kristján Jóhannsson syngja í II Trovatore. Á eftir var svo farið úr á lífið í þessari höfuðborg nætur- lífsins í Evrópu. „Við þekkjumst við Kristján frá því hann var að gera við díselvél- amar hjá mér í gamla daga,“ sagði Sveinn. „Við sátum langt fram eft- ir nóttu í miklum gleðskap.“ Ingimundur sá svo um að Sveinn fengi inni á dýrasta hóteli bæjarins og fór með hann í skoð- unarferðir um alla Berlínarborg. Á eftir launaði Kálfsskinnsbóndinn fyrir sig með því að dytta að ýmsu smálegu í sendiherrabústaðnum í Bonn. hjhj Dalvík Sorpflokkun í brennidepli dagurinn fyrsti á morgun. Far- fuglar eru margir lentir úr flug- inu mikla yfír hafíð og farnir að velta vöngum yfír gömlum hreið- urstæðum. Álftimar á Hrísatjöminni em að gera upp við sig hvort það muni gefa besta raun að hreiðra um sig á gamla veginum eins og neyðin bauð þeim í snjóþyngslunum í fyrra. Þar er að vísu nokkuð ónæð- issamt vegna bílaumferðar en varpið heppnaðsist betur en oft áð- ur á þessum trausta grunni. Þá eru komnar endur á tjamir og þrestir í garða og fleiri ferðalangar era væntanlegir. Líkt og veðráttan í fyrravetur sló öll met vegna fannfergis þá hafa öll met verið slegin þennan vetur hvað varðar snjóleysi og ár- gæsku. Myndirnar tvær sýna öfg- ana í veðrinu því sú stærri var tek- in í síðustu viku en sú minni á sömu slóðum réttu ári áður, á sumardaginn fyrsta, 20. apríl 1995. ✓ Arskógsströnd Mikið að gera í fer ðaþj ónustunni

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.