Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Kvennaframbošiš

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Kvennaframbošiš

						20. StDA

^s

Maí 1982

Það kveður að konum!


Á undanförnum árum haí'a f jölmiðlar aí' og til

fjallað um ofbeldi i fjölskyldum hér á landi, sér-

lega um ofbeldi karla gagnvart eiginkonum og

sambýliskonum. Opinberir aðilar sem spurðir

haí'a verið um umfang þessa ofbeldis hafa verið

langt irá þvi að vera á einu máli um hve algengt

það sé. Litil viðbrögð hafa komið frá almenningi

i framhaldi aí' þessari umíjöllun. Viðbrögð yfir-

valda og almennings eru i samræmi við það sem

gerðist i í'yrstu i öðrum löndum, þegar farið var

að ræða um hve mikið pg alvarlegt ofbeldi hlyti

að vera innan fjölskyídna þar. Þetta er við-

kvæmnismál og margir gera sér ekki ljóst hve al-

varlegar barsmiðar og ofbeldi af öðru tagi á sér

stað i skjóli friðhelgi einkalifsins. Konur sem

beittar eru ofbeldi aí' mönnum sinum eru oft ein-

angraðar og þora ekki að leita aðstoðar eða ræða

við aðra um erfiðleika sína vegna niðurlægingar

og af' ótta við refsingu mannsins ef upp kemst.

Ofbeldið alls staðar

í Brétlandi, Bandarikjunum

og i flestum löndum Vestur-

Evrópu hefur ofbeldi i fjölskyld-

um verið mikið til umræðu siðan

i kringum 1970. Sérlega á þetta

við um ofbeldi karla gagnvart

fjölskyldum sinum, konum og

börnum.

Kvennahreyfingar i þessum

löndum hafa komið konum sem

orðið hafa fyrir ofbeldi til að-

stoðar á margvislegan hátt.

Þær hafa barist fyrir réttlátari

meðferð yfirvalda á kærum og

aðstoðarbeiðnum frá konum og

aðstoðað konur við málsókn.

Konur hafa einnigkomið á fót

eigin ráðgjafarstóðvum fýrir

konur sem orðið hafa fyrir

nauðgunum og barsmiðum og

opnað hús þar sem konur geta

leitaðskjólsmeðbórnsin, þegar

þær neyðast til að flýja heimili

sin undan ofbeldi eiginmanna og

Takmarkið erí

Hjálp

vegna sinnuleysis yfirvalda

þegar þær kæra eða leita

aðstoðar. Þessi hús eru nú köll-

uð kvennaathvörf og skipta þau

hundruðum i nágrannalöndúm

okkar. 1979 voru kvennaathvörf

i Bretlandi, Hollandi, Vestur-

Þýskalandi, Sviss, Noregi

Finnlandi, Belgiu, Kanada,

Frakklandi, Ástraliu, Nýja-Sjá-

landiog Bretlandi. 1981 voru at-

hvörfina.m.k. 100 i Kanada, 250

i Bandarikjunum og 200 i

Bretlandi. Danmörk hefur nú

bæstihópinn.enþareru athvörf

a.m.k. iKaupmannahófn og Es-

bjerg. Alls staðar endurtekur

sama sagan sig. Þegar opnaður

er neyðarsimi fyrir konur sem

verða fyrir öfbeldi eða athvarf

tekur til starfa kemur i ljós

gifurleg þörf fyrir aðstoð, at-

hvörfin yfirfyllast og mönnum

verður ljóst að barsmiðar og

annað ofbeldi innan veggja

heimilanna er ótrúlega útbreitt.

Með þvi að konur hafa tekið að

berjast gegn ofbeldi i fjöl-

skyldum hefur hulu verið svipt

af þessu máli og nú er löngu

ljóst að hér er um mjög um-

fangsmikið og alvarlegt mál að

ræða.

Eftir Guðrúnu Kristinsdóttur

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24