Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.12.2015, Blaðsíða 30

Víkurfréttir - 03.12.2015, Blaðsíða 30
30 fimmtudagur 3. desember 2015 • VÍKURFRÉTTIR „Það eru alls kyns litlir hlutir hjá okkur sem auðveldlega hefði mátt gera betur. Við hefðum t.d. ekki átt að tapa gegn Hamri. Við erum á fínum stað en það gæti verið betra. Margsinnis hefur verið talað um hversu ungt lið Keflvíkinga er. Hvaða er erfitt við það að vera með svona ungt lið? „Það er aðallega stöðuleiki. Svo er það líka sjálfstraust. Mörgum finnst kannski stelpunum í hinum lið- unum vera rosalega stórar, enda eru þær búnar að horfa upp til þeirra lengi,“ segir Sandra. Hún segist nokkuð sátt við eigin frammi- stöðu en hana langar að gera betur. „Auð- vitað þurfti ég að taka ábyrgð. Það er kominn tími til enda er þetta fimmta tímabilið mitt,“ segir Sandra. Hún segist frekar þora að taka af skarið núna og er óhrædd við að taka skotin sem henni bjóðast. Sandra var hluti af landsliði Íslands sem lék gegn sterkum liðum Slóvakíu og Ungverja- lands. Þar komst miðherjinn ungi vel frá sínu í baráttu við gríðarlega hávaxin lið. „Það var rosaleg reynsla og ótrúlega gaman. Þetta voru alvöru leikir. Þarna vorum við að spila gegn 12 atvinnumönnum sem var alveg geggjað.“ Varðandi möguleika Keflvíkinga á þessu tímabili þá telur Sandra að liðið eigi vel heima í fjórum efstu sætunum. „Við höfum ekki ennþá spilað leik á þessu tímabili þar sem við höfum sýnt okkar besta og spilað af fullri getu. Það þarf líka bara að fara að gerast til þess að við getum verið í toppbaráttu.“ Erfitt er að horfa framhjá brotthvarfi Bryn- dísar Guðmundsdóttur úr liðinu enda er hún einn besti leikmaður landsins. Sandra vill lítið tjá sig um það mál en viðurkennir að það hafi vissulega haft áhrif á liðið. „Auðvitað fundum við fyrir þessu og þetta var mikill missir fyrir okkur. Þetta var líka bara leiðinlegt. Við sem höfum spilað með henni og stóðu næst henni, fundum meira fyrir þessu en þær yngri,“ en Sandra viður- kennir að það hafi tekið smá tíma fyrir liðið að hrista þetta mál af sér. Nesfiskur ehf. óskar eftir að ráða viðgerðamann fyrir Baader vélar (Baadermann) í frystihús sitt í Garði Nánari upplýsingar gefur Ingibergur í síma 892-2956 Umsóknir skal senda á theodor@nesfiskur.is -íþróttir Höfum ekki sýnt okkar besta Sandra Lind Þrastardóttir hefur leikið feikilega vel með liði Keflavíkur Domino’s deildinni í vetur. Þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára er þetta fimmta tímabilið hennar í deildinni. Hún hefur verið einn af leiðtogum hins unga Keflavíkurliðs og hefur unnið sér inn sæti í landsliðinu. Hún er þokkalega sátt við stöðu Keflavíkur í deildinni og reiknar með því að liðið verði í efstu fjóru sætunum. Birna Valgarðsdóttir var heiðruð sér­staklega fyrir sitt framlag til íslensks körfuknattleiks í hálfleik í leik Íslands og Slóvakíu sem fram fór í Laugardalshöll á dögunum. Birna lék 76 landsleiki á ferli sínum með landsliðinu á árunum 1994­ 2009. Það gerir hana að næst leikjahæstu landsliðskonu allra tíma. Birna er bæði leikja- og stigahæsti leik- maður úrvalsdeildarinnar frá upphafi en hún hefur spilað með fjórum liðum í efstu deild. Tindastóli, Breiðablik, Grindavík og lengst af með Keflavík þar sem hún lék 314 leiki. Þar vann hún alla þá titla sem í boði eru oftar en einu sinni. Hún vann sjö Íslandsmeistaratitla með Keflvíkingum og fimm sinnum varð hún bikarmeistari með liðinu. Birna hætti í boltanum eftir síðasta tímabil. Fyrir mánuði síðan varð fékk Grindvík­ ingurinn Petrúnella Skúladóttir mikið höfuðhögg sem hefur haldið henni frá leik og starfi meira og minna síðan. At­ vikið gerðist í leik gegn Stjörnunni og fékk Petrúnella heilahristing eftir þungt högg á gangaugað. Hún vonast til þess að byrja að spila fljótlega. „Þetta er allt að smella hjá okkur. Það hefur verið mikið um meiðsli og nýir leikmenn hafa verið að koma inn, þannig að þetta tekur bara sinn tíma,“ segir Petrúnella. Hún er nokkuð sátt við gengi liðsins en telur það þó eiga talsvert inni. „Ég hef engar áhyggjur af framhaldinu, við verðum alveg þarna á toppnum. Við höfum alla burði til þess að gera atlögu að þessum titlum sem eru í boði. Petrúnella segir liðið afar vel mannað og telur að Grindvíkingar hafi á að skipa ein- hverjum sterkasta hóp sem hún hefur spilað með. „Það er alltaf gaman að spila með góðu liði og það heldur manni í þessu, að eiga möguleika á þessum titlum sem eru í boði. Manni langar bara að standa sig fyrir liðið og svo er einnig farið að síga á seinni hlutann á ferlinum.“ Petrúnella er þó rétt orðin þrítug og virðist vera í feikilega góðu formi þetta tímabilið. Hún er meðal efstu kvenna í öllum helstu tölfræðiþáttum Domino’s deildarinnar og leiðir deildina í stolnum boltum. Sökum meiðslanna missti Petrúnella af landsleikjum Íslands gegn Slóvakíu og Ung- verjalandi. Hún vonast til þess að fá grænt ljós á að spila fljótlega en segir erfitt að glíma við meiðsli af þessu tagi. „Ég er með stanslausan höfuðverk og þarf að bryðja verkjatöflur. Ég ætla á næstunni að prófa hugleiðslu og höfuðbeina- og spjald- hryggjarmeðferð því ég má í rauninni ekkert hreyfa mig. Þetta eru erfiðustu meiðsli sem ég hef þurft að glíma við. Mikil ógleði, svimi og höfuðverkur,“ segir þessi mikli baráttu- jaxl. Hún segir það taka á andlegu hliðina að geta ekki verið með. Oft langi hana til þess að skreppa á æfingu eða spila. „Manni finnst ekkert vera að sér þannig séð, að maður gæti harkað þetta af sér. Það er bara of hættulegt þegar svona meiðsli eru annars vegar. Þetta er ekki bara körfuboltinn sem um ræðir, maður á fjölskyldu þannig að maður þarf að passa sig.“ Grindvíkingar eru í þriðja sæti deildarinnar en þær léku við Stjörnuna í gær, miðviku- dag. Næsti leikur liðsins er svo gegn sterku Haukaliði þann 12 desember. Sjaldan verið með eins sterkt lið segir Grindvíkingurinn Petrúnella Skúladóttir sem glímir við erfiðustu meiðsli ferilsins. Birna Valgarðs heiðruð í Höllinni Fyrir framlag sitt til íslensks körfubolta FRÍTT Á LEIKINN FÖSTUDAGINN, 4. DESEMBER KL. 19:15 GRILLAÐIR HAMBORGARAR FYRIR ALLA HEIMALEIKI Hér eigast þær við á vellinum, Sandra og Petrúnella.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.