Land & synir - 01.03.1998, Blaðsíða 2

Land & synir - 01.03.1998, Blaðsíða 2
fflð skemmta skrattanum Sérstök ástæða þykir til að árétta eftirfarandi: Larul & synir hefur frá upphafi verið hugsað sem vett- vangur umræðu og upp- lýsinga um kvikmyndir og kvikmyndagerð og ávallt verið opið öllum sem áhuga hafa á að tjá sig um þessi efni. L&S er ekki félagsblað FK, ekki málpípa þess á nokkurn hátt, þó að FK beri kostnaðinn af útgáfu þess með_ stuðningi frá Kvikmyndasjóði íslands. í blaðinu birtast vissulega skoðanir stjórnar- manna FK sem og annarra meðlima þess en jafnframt viðhorf annarra. Þessi grundvallar- hugsun hefur verið til staðar frá stofnun blaðsins og stendur ekki til að breyta henni. Blaðinu er dreift ókeypis tíl meðlima allra kvikmyndafélaganna, sem og til fjölmargra aðila í menningargeiranum og stjórnkerfinu, auk fjölmiðla, sem yfirleitt hafa séð ástæðu til að fjalla um efni blaðsins við útkomu hvers tölublaðs. Þær raddir hafa borist okkur til eyrna að undanförnu að blaðið sé orðið að málpípu tiltekinna skoðana (sem ekki hugnast viðkomandi). Óskandi væri að þessar umkvart-anir bærust blaðinu til birtingar frekar en að berast aðstandendum þess með vindinum. Þannig hefur ritstjóm blaðsins fengið all-nokkrar ákúrur þeirra sem starfa í heim-ildarmyndageiranum um að heimildarmynd-um sé ekki nægilega sinnt. Þá hafa aðilar sem starfa við bíómyndir sakað okkur um að sinna heimildarmyndum á kostnað bíómynda. Hvorutveggja er útí hött en sýnir þó ljóslega að ntenn telja blaðið skipta máli. Blaðið hefur frá upphafi haldið uppi öflugri umræðu urn báðar þessar greinar, sem og dagskrárgerð sjónvarpsstöðvanna. Óhætt er að fullyrða að á þeirn tveimur árum sem blaðið liefúr komið út hafi urnræða um heimfldarmyndir vædð úr nokkurnveginn engu í allnokkra. Betur má þó gera og mun því verða haldið áfram. Jafnframt hefur blaðið orðið vettvangur fjölbreyttrar um- ræðu um bíómyndir og þær hugmyndir sem að baki þeim liggja. Á þeim vettvangi er þó einnig mikið starf óunnið. Málið er einfaldlega þannig vaxið að hin hugmyndalega umræða urn íslenska Mkniynda- og dagsltrárgerð hefúr vart verið til á opinberum vettvangi fyrr en með tilkomu L&S. Hið íslenska afbrigði Klondike- stílsins hefur ráðið ríkjum. Menn hafa of oft anað af stað útí óvissuna, án þess að spyrja sig nokkurra mikilvægra spurninga um markmið og leiðir. Þeir hafa talið sig vita betur. Þrátt fyrir mærðarhjal á hátíðastundum um ágætí íslens W Félag kvikmyndagerðarmanna stofnað 1966 STJÓRN. Formaður: Hákon Már Oddsson. Varafomaður: Hálfdán Theódórsson. Gjaldkeri: Katrín Ingvadóttir. Ritari: Jón Karl Helgason. Meðstjórnandi: Gunnþóra Halldórsdóttir. Varamaður: Hjálmtýr Heiðdal. FORMENN GILDA. Framkvæmda- ogframleiðslugildi: Jóna Finnsdóttir. Handritshöfiindagildi': Friðrik Erlingsson. Hljóðgildi: Þorbjörn Erlingsson. Hreyjimyndagildi: Kristín María lngimarsdóttir. Klipparagiidi: Sigurður Snæberg Jónsson. Kvihmyndastjóragildi: Hjálmtýr Heið- dal. Leikmyndagildi: Geir Óttarr Geirsson. FULLTRÚAR FK. ístjóni Kvikmynda- sjóðs: Jóna Finnsdóttir. /stjóm MEDIA upplýsingaskrifstofunnar á íslandi: Ásthildur Kjartansdóttir. ístjórn Bandalags íslenshra listamanna: Hákon Már Oddsson. ífulltrúaráði Listahátíðar: Þór Elís Pálsson. tMkmyndaskoðun ogl- SETU/FISTAV: Sigurður Snæbergjónsson. /stjórn Kvikmyndahátíðar IReykjavík: Böðvar Bjarki Pétursson. kvikmynda, verður að segjast eins og er að afraksturinn er ekki nógu góður og það er fyrir löngu kominn tími til að horfast í augu við það. Eftir um tuttugu ára samfellda framleiðslu bíómynda er enn erfitt að svara þeirri spurningu hvort þær hafi náð að setja mark sitt á vitundarlíf þjóðarinnar, en í því hlýtur að felast eríndi þeirra og tilveruréttur. Vissulega hafa nokkrar þeirra hlotið íkomskan sess en kannski frekar vegna þess að við höfunt verið reiðubúin að fyrirgefa þeim gallana vegna ákveðinna augnablika og andrúmslofts, heldur en almennrar viðurkenningar á þeím sem heiisteyptum kvikmyndaverkum með fullsköpuðum persónum ogvel saman settri frásögn. Hér gef ég mér að það sé eftirsóknarvert markmið og á ekkert erindi við þá sem vilja annað. Kvikmyndin er tæki til að skoða fólk að innan og utan, vonir þess og þrár, drauma/martraðir, veruleika og tengsl þess við umhverfi sitt. íslenskir bíóáliorfendur eiga það skifið að sjá á tjaldínu fólk sem þeint kemur við, snerta þá á einhvern hátt. Þeir eiga líka skilið að fá að heillast af töfrum kvikmyndarinnar, að vera skemrnt. Sönn skemmtun er ekki bara afþreying, leið til að drepa Umann, heldur miklu fremur innlifun. Ekki tekur betra við þegar kemur að heimildarmyndunum. Þegar litið er yfir sögu þeirra virðist sem inntak hinnar evrópsku heimildarmyndar - áleitin og persónuleg skoðun og greining á mannlífi og félags- legum aðstæðum - virðist ekki hafa náð fótfestu hér að neinu marki, þó nokkur slík dæmi ntegi finna. Sjónvarpið hefur líka nær algerlega brugðist þeirri skyldu sinni að framleiða alvöru heimildarmyndir í rúmlega þrjáfiu ára sögu sinni. Saga leikins efnis fyrir sjónvarp er sömuleiðis langt frá því að hrópa húrra fyrir, enda heyrist sú skoðun, jafnvel innan veggja Sjónvarpsins, að með Sunnudagsleikhúsinu sé verið að byrja á núllpunkti eftir meira en þrjátíu ára starf! Astæðurnar fyrir þessu ástandi er ekki bara að finna í peningaleysi og tímaskorti. Þarna blandast hka inní fyrirhyggjuleysi, sinnuleysi og kannski fyrst og fremst skortur á hugmyndalegu aðhaldi. Að auki má spyrja hvort þetta endurspegli ekki aðeins menningarástand smáþjóðar sem kýs frekar að ríghalda í goðsagnirnar um sjálfa sig í stað þess að spyrja ágengra spurninga um tilverurétt sinn. Lognmolla og sinnuleysi skemmtir engurn nema skrattanum. Við eigum að gera rneiri kröfur til hvers annars, takast á um hugmyndir og erindi. Landi & sonum er ætlað að vera vettvangur slíkra átaka. SHÁTT Ei FAB U HT ííðindi úr kvikmyndaheiminum NIÐURSTÖÐUR ÚTHLUTUNARNEFNDAR KVIKMYNDASJÓÐS ÍSLANDS1998 BÍÖMYNDIR - STYRKIR (framlag til framleiðslu 1998) Leiknar myndir ehf./ Hrafn Gunn- laugsson: MYRKRAHÖFÐINGINN 38700.000 (25%) ísl. kvikmyndasamsteypan/Friðrik Þór Friðriksson: ENGLAR ALHEIMSINS 26.000.000 (22%) fsl. kvikmyndasamsteypan/Jóhann Sigmarsson: ÓSKABÖRN ÞJÓÐARINNAR 10.300.000 (22%) Framleiðslustyrkir bíómynda 75.000.000 HANDRITASTYRKIR1998 (250.000 kr. hver) Einar Heimisson: BENJAMÍN í BERLÍN OG MOSKVU Gunnar B. Guðmundsson: DANSAÐ VIÐ ELVIS Iluldar Breiðfjörð: ÞEGAR RAFMAGNIÐ FÓR AF Margrét Örnólfsd./Sjón: REGINA María Sigurðardóttir: MÓÐIR SNILLINGSINS Oddný Sen: GLÆRINGAR Óskar Jónasson: S.S. Tinna Gunnlaugsdóttir: YFIR ÚFIÐ HAF Úthlutað síðar á árinu til þeirra sem komast áfram 2.300.000 Handritastyrkir samt. 4.300.000 Samtals úthlutað 1997: 79-300.000 VILYRÐITIL FRAMLEIÐSLU1999 BÍÓMYNDIR Kvikmyndafélagið Umbi/Guðný Halidórsdóttir: UNGFRÚIN GÓÐA OG HÚSIÐ 30.000.000 (21%). Heildar- kostnaður 153.000.000 101 ehf./Baltasar Kormákur: SYMB- IOSA (101 REYKJAVÍK) 20.000.000 (16%. Heildarkostnaður 133-500.000 Kvikmyndasjóður í tölum 1998 TEKTUR Framlag úr ríkissjóði: 135.2 milljónir Þar af til Kvikmyndasafns íslands: 15.2 milljónir Kvikmyndasjóður: 120 milljónir GTÖLD Framlag til framleiðslu(úthlutun): 79.3 milljónir Framlög í erlenda kvikmyndasjóði: 12 milljónir Þar af MEDIA: 3,3 milljónir Eurimages: 6,5 milljónir Norræni sjóðurinn: 2,2 milljónir Kynningarstarf og kynningarstyrkir: 13 milljónir Aðrir styrkir og annar kostnaður: 15,7 milljónir SAMTALS: 135,2 milljónir. ísl. kvikmyndasamsteypan/Ragnar Bragason: FÍASKÓ 20.000.000 (22%) Heildarkostnaður 100.000.000 Vilyrði til framleiðslu bíómynda 1999 samtals 70.000.000 HEIMILDARMYNDIR Kvik hf./Páil Steingrímsson SELUR- INN HEFUR MANNSAUGU 2.500.000 (31%). Heildarkostnaður 7.900.000 Hvítafjallið- Niflungar/Þór Eh's Pálsson: HEIMSKAUTALÖNDIN UNAÐS- LEGU 3.500.000 (14%). Heildarkostn- aður 24.600.000 HEIMILDARMYNDIR - vilyrði til undirb. 1999 Þorfinnur Guðnason TÓFA 1.000.000 STUTTMYNDIR - vilyrði til framleiðslu 1999 Dagur Kári Pétursson OLD SPICE 2.000.000 (36%). Heildarkostnaður 5.500.000 Katrín Ólafsdóttir SLURPINN OG CO. 1.000.000 (22%). Heildarkostnaður 4.600.000 Vilyrði 1999 samtals 80.000.000 Úthlutun til kvikmyndagerðar 1998 samtals 79-300.000 Útgefin vilyrði til kvikmyndagerðar 1999 samtals 80.000.000 í úthlutunarnefnd Kvikmyndasjóðs 1998 sitja Bjarni Jónsson, Björn Vignir Sigurpálsson og Laufey Guðj ónsdóttir. Alls bárust 113 umsóknir. Þær flokkast þannig: 20 til framleiðslu leikinna kvikmynda 44 til handritsgerðar leikinna kvikmynda 12 til framleiðslu heimildarmynda 11 til undirbúnings og/eða handrits heimildarmynda 26 til framleiðslu stuttmynda / eða annað Úttekt á kvikmyndatímaritum EMPIRE Breskir fjörkálfar gefa út þetta blað á mánaðarfresti. Nett anarkískur spreli- andi svífur yfir blaðinu, gagnrýnin er yfirleitt þokka- lega skrifuð, flestir rýnara eru hallir undir gott “entertainment" en þekkja greinilega sína kvikmyndasögu. Áberandi er krossför blaðsins gegn tilgerð og upphafningu kvikmynda og fyrir kvikmyndum sem fjöldaskemmtun. Hinsvegar eru hin hvimleiðu leikaraviðtöl oftast svolítið mærðarleg og gagnrýnislaus og þegar upp er staðið er blaðið fyrst og fremst skemmtilega 2 Land&syra/-

x

Land & synir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.