Ný Dögun - 01.11.1997, Blaðsíða 16

Ný Dögun - 01.11.1997, Blaðsíða 16
7NY DÖGUN- Ávarp herra Péturs Sigurgeirssonar biskups: Ný er dögun náðargjöf ff JJ Sorg og gleði, - systur tvœr ná sínhvor okkar fundum, báðar telja tárin þœr á tilfinningastundum. Ný er dögun náðargjöf á niðamyrkri vinnur. Það huggar harm á ystu nöf er hjartað samúð finnur. í tilefni af tímamótum í sögu samtakanna Ný dögun, ávarpa ég ykkur - kæru lesendur - með þessum orðum. Að vera maður fylgir því að finna til. Svo auð- velt er það og erfitt í senn að vera eins og Guð hefur skapað mann. Tilfinningin er eitt af hin- um fimm skilningarvitum. Við þekkjum vel hversu dýrmæt sjónin er okkur. Hið sama er að segja um heyrnina, ilminn og smekkinn. Síðast en ekki síst er það svo tilfinningin. Satt er það, að stundum vildum við geta komist hjá því að finna til. Hið sama má líka segja um hin vitin, sem okkur eru gefin. Sársaukinn er okkur sérstök kennsludeild í skóla lífsins, sem okkur er ætlað að ganga í gegnum. í kvikmyndinni: Hringjarinn frá Notre Dame, sem gerð er eftir hinni frægu skáldsögu Vik- tors Hugo, er atvik sem mér er í minni. Þar sem hinn óásjálegi hringjari er á hlaupum eftir burðarbitunum hátt uppi í kirkjuturni Frúarkirkjunnar í París, og er fullur angistar, kem- ur hann auga á mannslíkan úr steini. Hann horfir á styttuna og segir: Af hverju var ég ekki gerður úr steini eins og þú? Tilfinningar okkar vilja oft verða sárar. Hjá því verður ekki komist í áfallaheimi. Sársauk- inn beinir huganum þannig, að menn sjá hærra og dýpra inn í tilveru okkar og takmark. „í kvölum sínum kleif hann hæstu tinda,“ yrkir Davíð frá Fagra- skógi um Móse í Heimför Isra- elsmanna. Og á svipaðan streng slær Porsteinn Erlingsson með orðunum: „A sorgarhafsbotni sannleiksperlan skín.“ - í orðs- kviðunum stendur: „Drottinn agar þann sem hann elskar og lætur þann kenna til, sem hann hefur mætur á.“ (3:12.) Hér sýn- ist manni vera um mikla þver- sögn að ræða. Reynslan segir annað. Þess vegna orti ljúflingur frá Hrauni í Öxnadal í sínu al- kunna ljóði: , Þái er það víst, að bestu blómin gróa í brjóstum sem að geta fundið til.“ Meistarinn mikli frá Nasaret opinberar okkur hvernig sorgar- ferlið hjúpar sorgarefnið, svo að það skín sem Ijós í myrkrinu, ljómar líkt og perlan. A það bendir sæluboð hans í Fjallræð- unni: „Sælir eru sorgbitnir, því þeir munu huggaðir verða.“ (Matt:5:4) - Fagnaðarerindið felst í því að færa okkur nær Guði. Það er sorginni ætlað að gera, en við nálægð Guðs breyt- ist harmurinn í huggun. Oft er skýrt frá því, hvernig Kristur nálgaðist kraftaverkin með því að kenna í brjósti um þá, sem áttu við einhverskonar neyð að stríða. Og hið sama er erindi hans með huggunarboðskap sinn í gegnum allar aldir. Þannig komst Páll postuli að orði, er gjörþekkti kenninguna: „Þeim, sem Guð elskar samverkar allt til góðs.“ (Róm. 8:28) Með það í huga sjáum við tilganginn, sem Kristur átti í heiminn með boð- skap sinn. Hann kallaði þá til sín er þjáðir voru til þess að gefa þeim hvíld með huggandi anda sínum og orði. Það gerðist og staðfesting þess er varanlegasta og víðtækasta stofnun í heimin- um í dag: Kristin kirkja. Samtökin Ný dögun er lifandi vottur um hvers virði þessi mikla samfylking er. Huggun er manni mönnum að, sem þið hafið fundið í samvistum við þá, sem gengið hafa í gegnum svip- aða reynslu eins og þið. Hugg- unarkraftaverkið gerist á mjög einfaldan og látlausan hátt gegnum sálirnar frá einni kyn- slóð til annarar. Meistarinn lifir í hverri kynslóð. „Kristur er í gær og í dag hinn sami og um aldir.“ (Hebr. 13:8) Hann er alltaf ný dögun fyrir hvern einstakling, sem þarf á hjálp hans að halda til þess að vinna úr sorg sinni. Ný dögun er þannig sem útrétt hönd af himni, sem þið grípið í til þess að geta rétt hvert öðru höndina í samúð og skilningi og kærleika, sem hvert og eitt okk- ar þarf mest á að halda. Þannig berst meðvitund Guðs frá hjarta til hjarta, huggarinn - Guðs heilagi andi. Megi hann lýsa för ykkar áfram og reynast ykkur „ný dögun“ með hverjum degi. Pétur Sigurgeirsson 16

x

Ný Dögun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.