Víðsjá. 69 erfðaskrá gert. Það lítur helzt út, eins og þessi ein- beitti atorkumaður hafi aldrei getað ráðið við sig, hvern- ig hann ætti að ráðstafa milíónum sínum eftir sinn dag. Aflfræði-nýjungar síðustu 10 ái*a. Höfundur einn í La Nature (Maí 1898) segir svo, að hefði maður sofnað eða fallið í dá rétt við lok Parísar-sýningarvnnar 1889 og vaknað aftur nú, þá mundi honum þykja margt nýstár- legt, ekki sízt þetta, sem hér skal talið: 1. Tvíhjólinn eða hjólhesturinn, sem hann sæi nú á hverju stræti og upp um sveitir á þjóðbrautum. Hraðfóti (velociped), sem hann hafði áður séð, var bæði fágætur og lítt nýtur. — 2. Hestlausi vagninn, sem hreyfist mcð steinolíu eða rafmagns- nesti. — 3. Rafmagns-sporbrautirnar, sem máttu heita lítt þektar á hans tíma, en eru nú í öllum stórbæjum og mörgum smáum, og virðast verða munu að miklu leyti þjóðvegir 20. aldarinnar. — 4. Fjölbifstraumarnir (polyphase currents), sem gera mönnum auðið að flytja náttúrunnar hreyfiöfl (t. d. vatnsafl) um langa vegu og dreifa því svo út til ýmissa nota. — 5. Eimhjól- ið (The Laval steam tnrbine), nýtt tæki til að hagnýta eimmagn undir sterkri þrýsting. — 6. Innan-bruna-hreyfir Die- sels, sem er ódýrasta aðferð, sem menn nú þekkja, til að breyta hita í afl. — 7. Calcium carbid, sem asetýlín er framleitt af, en asetýlín verður einn aðal-ljósmatur næstu aldarinnar. — 8. Hreyfimynda-sjáin (kínematograf), sem nú vekur svo mikla að- dáun manna. — 9. Röntgens-geislarnir (X-geislarnir) með allri þeirra þýðingu fyrir læknisfræðina. — Allar þessar níu uppgöt- vanir cru nú daglega hagnýttar. En svo má Bæta við þesBum fimm, sem þegar eru fullgervar uppgötvanir, en eru að eins í þann veginn að verða nothæfar í lífinu: — 10. Loft-lögur (loft að legi gert), sem á sér framtíð sem iðnaðar-afl. — 11. Lit- ljósmyndun. Mascart hefir nýlega lagt fyrir franska vísindafé- lagið síðustu aðferðir Lumiere-anna. — 12. Símalaus firðritun, upp- götvun, sem mikils er af að vænta. — 13. Kaldaljós, lýsing, sem rafmagnsleiðsla vekur í örþyntum gastegundum. — 14. Tíðbif- straumar (high frequency currents), sem þeir Tesla og D'Ai-sonval hafa gert svo aðdáanlegar tilraunir með. — Allar þcss- ar 14 aflfræðilegu nýjungar má eigna síðustu 9 eða 10 árum, og eru þó ótaldar fjölmargar nýjungar í öðrum greinum á sama tímabili. Hún endar ekki óálitlega 19. öldin! (Eftir „Literary Digest,")