Fram


Fram - 22.06.1918, Blaðsíða 1

Fram - 22.06.1918, Blaðsíða 1
Þrjá háseta ,, vantar á „Sjöstjörnuna.“ Taiið við Sophus Árnason. Tvisttau margar teg., nýkomið í verzl. AALESUND. $ II. ár. Siglufirði 22. júní. ÍQIS. 23. blað. Pakkarávarp. Herra verksmiðjustjóra O. Blom- kuist, stórkaupmanni Ásgeiri Péturs- syni og skipstjóra Hjalta Jónssyni, þökkum við hér með kærlega fyrir Þá peningahjálp er þeir hafa sent okkur til að verðlauna með íþróttir er sýndar hafa verið hér í vor. Stjórn U. M. F. Sigluffarðar. Síldveiðin. Nú er aðeins tæpur mánuður til þess tíma, er síldveiðiu byriar, og enn eru menn litlu eða engu nær uni það, að hve miklu leyti hægt Verður að stunda þá atvinnu á þessu sumri. Eftir þVf seni fr ést hefir, og á- reiðanlegt má telja, er engin von til þess að Bandamenn, eða Englend- 'ngar leyfi útflutning á meiru, en þessum 50 þús. tunnum til Svíþjóð- ar- Kemur þá til stjórnarinnar kasta hvernig hún snýr sér í því máli gagn- vart útgerðarmönnum. Á þessum örðugu og aðþrengdu tímum er tæplega hægt að búast við að útgerðarmenn veiði og salti síld, nema þeir áður hafi vísan kaup- anda að síldinni fyrir það verð, er rúmlega samsvari útgerðarkostnað- inum. Munu menn í því sem mörgu öðru hafa sett traust sitt á lands- stjórnina; treyst því að henni niyndi takast að fá kaupanda að öllu er veiðast kynni. En nú, þegar aðeins lítinn hluta af hinni væntanlegu veiði má flytja út úr landinu, er miklu meira en nokkru sinni áður undir því komið að landsstjórnin taki viturlegar á- kvarðanir, og það strax. Menn hafa beðið í mánuði eftir samning- unum við Breta, og síðan þeir komu, bíða menn eftir aðgjörðum stjórn- arinnar; því það verður að álítast otvíræð skylda hennar, að leggja s'g fram til stuðnings síldarútvegin- Uru, ekki síður en öðruin atvinnu- greinum landsmanna. Það er vitanlegt, að 50 þús. tn. eru ekki meira en þriðji partur þess er búast má við að veiðist á þau skip, sem ráðgert hefir verið að gengju til síldveiða, — og máske ekki það. — Verður því ekki í fljótu bragði séð, hvernig skift verður á milli út- gerðarmanna því sem út má flytja, svo nokkur sanngirni sé í, eða un- andi við Pað hefir verið stungið upp á að þeir er mestar saltbirgðir hefðu, fengju að sitja fyrir útflutningi á síldinni, og ennfremur því, að þess- um 50 þús. yrði jafnað niður á þau skip, sern ætlast er til að gangi til síldveiða. En hvorug þessi aðferð virðist þó vera fær, með því yrði síldarútgerðin rýrð svo, að óbætan- legt tjón mundi hljótast af því, bæði fyrir útgerðarmennina sjálfa og það fólk sem atvinnu hefir við veiðina. Úr töluvert ábyggilegri átt hefir það frést, að hægt væri að fá nokk- uð hátt verð fyrir þá síld, sem flutt yrði til Svíþjóðar, líklega kr. 1,00 fyrir kg. komið um borð í skip hér, eða jafnvel meira. Sé þetta rétt, þá er beinasti og líklega einasti veg- urinn fyrir landsstjórnina til þess að koma síldveiðinni í viðunanlegt horf, að kaupa sjálf alla síld sem veidd verður. Útgerðarmenn ættu að geta selt síldina, komna um borð í skip hér á kr. 0,60 kg. og haft þó hagnað. Svo sendir landsstjórnin til Svíþjóðar 50 þús. tn. og ef hún þénar á því kr. 0,40 pr. kg. getur hún selt til landsmanna sjálfra — bæði til manneldis og skepnufóð- urs — aðrar 50 þús. tn. fyrir að eins kr. 0,20 kg. Eru þákominlOO þús. tn og iná bæta við það 20 þús. er ganga í ápakningu. Pað sem veið- ist yfir 120 þús. á altsaman að bræða; selja mjölið til skepnufóð- urs en olíuna til smjörlíkisverksmið- janna seni verið er að setja á stofn í Reykjavík. Hugsast gæti, að þrátt fyrir svona lágt verð, þá seldust sarnt ekki 50 þús. tn. í landinu sjálfu, en svo eru aftur á nióti miklar líkur til að fyrir síldina sern til Svíþjóðar færi, feng- ist meira en að framan er sagt, og gæti landsstjórnin þannig þolað, að eitthvað af síldinni seldist ekki. Og svo eru einmitt miklar líkur til þess núna, þegar allar fæðutegundir eru orðnar svona geysilega dýrar, að landsmenn noti svo gott tækifæri til að afla sér ódýrrar fæðu, eins og það væri, ef góð og vel með farin síld fengist fyrir einar 20 kr. tunn- an (og tunnan með) auk þess sem síldin er ágætis skepnufóður. Pessi aðferð, sem hér hefir verið bent á, mundi því að líkindum gera tvent í einu. Hún mundi bjarga síld- arútgerðinni frá yfirvofandi örðug- leikum, og hún mundi kenna ís- lensku þjóðinni síldarátið, sem henni hefir gengið svo illa að læra. Er það illa farið að menn skuli ekki hagnýía sér meira en gert er svo afar kjarngóða fæðu, sem matreiða má og meöfara á margvíslegan hátt. Eftir að línur þessar voru skrif- aðar, barst oss blaðið »íslendingur« frá Akureyri. Er þar löng grein um síldveiðina og örðugleika þá sem yfir henni vofa nú, og er bent á einmitt sömu aðferðina sem þá einu er komið geti að gagni. Er þess að vænta, að þegar sama bendingin kemur frá tveim aðal síld- veiðistöðvum Iandsins, að lands- stjórnin taki hana^tii rækilegra at- hugunar og að þess verði ekki Iangt að biða að vér fáum viðunanlega úrlausn í málinu. Sambandsmál r Isíands og Ðanmerkur. Danir senda fjóra fulitrúa tii íslands. Frá fréttaritara vorum í Reykjavík fengum vér 17. þ. m. svohljóðandi símskeyti og var það\ sanistundis prentað og fest upp víðsvegar um bæinn: »í gær er símað frá Khöfn: íslandsnefndin kemur; leggur á stað á þriðjudaginn, uni Bergen. í nefndinni eru: Hage fyrir hönd stjórnarinnar, Christensen vinstrim. Borgbjerg jafnaðarm., Arup prófes- sor úr stjórnarflokknum og tveir skrifarar.« Oss brestur kunnugleika til að geta þessara manna nánar, en allir eru þeir þjóðkunnir menn og stjórn- máiamenn. Cristoffer Hage, stórkaupmaður, er formaður nefndarinnar. Hann er sjötugur að aldri (f. 1848) Eftir hann er »Hages Haandbog i Handelsvid- enskab.« J. C. Cristensen hefir átt sæti á þingi Dana um 30 ár og verið for- ssétisráðherra nokkur ár. Hann er foringi vinstrimanna. F. J. Borgbjerg hefir átt sæti á þingi Dana um 20 ár, er aðalritstj. »Sosial Demokraten« og harðsnú- inn jafnaðarmaður. Erik Arup er prófessor við Kaup- mannahafnar háskóla. Hann er*ekki þingniaður en er sagður í flokki hægrinianna. Annar skrifarinn er íslendingur, Magnús Jónsson cand. jur. & polit. Hinn er danskur, Tunker að nafni, aðstoðarmaður í verslunarráðaneyt- inu. Enn hefir ekkert um það frést hvaða tillögur eða uppástungur nefndin hefir að færa oss, en óneit- anlega er það þó stórt spor í þá átt, að viðunanlegt samkomulag fá- ist við Dani, að þeir nú taka málið upp að fyrra bragði og senda full- trúa hingað til samningaumleitana. 17. júní. Fánar voru dregnir á stöng, um allan bæinn. Ungmennafélagið hafði gengist fyrir hátíðarhaldi, voru það íþróttir, ræðuhöld, söngur og dans. Fyrst var hlaup 3000 metrar, og voru 9 þátttakendur. Fljótastir urðu: Snorri Stefánsson 10 mín. 53 sek. Guðm.Skarphéðinss. 10 min. 56 sek. Jón J. Hall. 10 mín. 56 sek. Aðrir voru lengur, sá sem var lengst var 11 mín. 57 sek. Næst var hlaup kvenna 100 met. og voru 6 þátttakendur. Fljótastar urðu: Emilia Bjarnadóttir 17 sek. Sigurlaug Vilhjálmsd. 17 — Sigr. Porleifsdóttir 19 — Pá var róður en um hann urðu engin úrslit. Pá sund 50 metrar, voru þátttak- endur aðeins 3. Fljótastur varð: Einar Magnússon 54 sek. Snorri Jónsson 57 — Marel Ólafsson 58 — Pá var 150 nietra hlaup karla og voru 10 þátttakendur. Fijótastir urðu: Sig. Finnbogason, tæpar 19 sek. Guðm. Skarphéðinsson 19 — Snorri Stefánsson, Jón Gunnlaugs- son og Steinþór Hallgtímsson allir 20 sek. Pá voru glímur, þátttakendur 6. Vann Steinþór Hallgrímsson 5 vinninga en Rögnv. Rögnyaldsson 4 vinninga Aðrir 2 og 1 vinning. Pví næst skýrði Guðm. Skarp- héðinson frá úrslituin íþróttanna og

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.