Fram


Fram - 12.09.1922, Blaðsíða 3

Fram - 12.09.1922, Blaðsíða 3
s F8#yv Nr. 35 geislað, frá heitu hjarta, heilög skal minning þín. Enginn fann auðlegð meiri, — Engin er gjöf svo dýr, — minning göfugrar móður mér innst í sálu býr. Sól aftur lyftast lít eg, — ljóshafið gjafarans. Svo ertu mér, ó mamma mesta gjöf kærleikans. S. G. Vikan. Síldin. Sökum óstillingar til sjávarins, var lítið hægt að stunda síldveiði fyrrip. vikunnar, — þó fengu stim skipin nokkra síld því gnægð var af henni. Allflestir hér voru orðnir tunnulausir, svo flest skipin seldu síldarverksmiðjunum bæði hér og í Krossanesi. Hina síðustu góðveðurs-daga hefir verið fremur lítið um síld, svo helst er titlit fvrir að nótaveiðin sé að verða búin en reknetaveiði gepir haldist eitthvað fram eftir mánuðinum ef góð tíð verður. Nii er búið að salta hér á Sigluf. sam- tals 137 þús. tn. og alls á landinu 210 þús. tn. yfir vertiðina og er talsverður hluti af því kominu á markaðinn. Ágisk- að er að utan laudhelginnar hafi verið saltaðar 80 þús. tn. Norsku síldarskipin eru nú flest farin eða á förum og mörg sunnlensku skipin sömuleiðis. Þorskafli er góður nú þessasíðustu dagana en fyrripart vikunnar var lítið ró- ið sökum ógæfta. Mennirnir báðir sem slösuðust hjá Ooos eru nú komnir á fætur og útlit fyr- ir að þeir verði jafugóðir. J ó n Ouðmun dsson verslunarstj, liggur en á Akureyrarspítala. — Þurfti að skera upp fótinn tvisvar af afleiðingum meiðslisins sem liann fékk hér. og var hann um tíma mjög veikur, eneruúsagð- ur úr allri hættu. Landhelgisb rot. »Þór« tók í þess- ari viku E.s. »jotun« frá Stavangri við landhelgisveiðar austur á Skjálfanda og kom með hann hingað til Siglufjarðar; — var hann sektaður um 3000 kr. og nótin gjörð upptæk. Nótin var seld á uppboði fyrir um 1800 kr,— Alls hafa verið sektuð hér í sumar 9 skip um samtals 7700 kr. S e k t a ð i r hafa nokkrir menn verið fyrir óspektir á götum bæjarins, — oftast stafandi af drykkjuskap. Sektirnar hafa verið frá 30—100 kr. fyrir hvern. Drykkju- skapur hefir verið vonum minni í sumar, en þó meiri en nógur. Er ilt til þess að vita að vín skuli-vera selt hér á ólögleg- an hátt í nokkurum stöðum, og lögreglan skuli standa magnlaus gegn þeim ófögn- uði þrátt fyrir góðan vilja, af því hana vantar aðstoð borgaranna sjálfra, til að fá sannanir á lögbrjótana. Málverkasýningu hélt Freymóður Jóhannsson frá Akureyri hér, f. sunnud. Freymóður er byrjandi, og hefir að sögn brotist áfram við hjálp eigin krafta. »Fram« brestur alveg þekkiugu til að dæma um listagildi málvérka, en það þykisthannþó geta sagt, að þarna sé listamannsefni á ferð. Þarna voru rúm 40 málverk og voru sum þeirra að því er oss og fleirum fannst mjög snotur, — t. d. Thorvaldsens Mu- sennt, mynd frá Akureyri, Mamma með drenginn sinn og fl. Var leitt til þess að vita að fremur fáir sóttu sýningu hans vegna afskapa óveðurs. K i r k j a n. Messað á sunnud. kl. 2 síð- degis; ferming og altarisganga. k - Hestavísur, Grána og Fjöður. Vér íslendingar liöium löngum verið kallaðir kærir að hestum og er það eigi að undra, því óvíða með þjóðum mun samvinnan og vináttan vera jafn náin milli manns og hests sem hjá oss. — Hestur- inn er mörgum manninum hér á íslandi annað og meira en vinnu- dýrið sem hann hefir not af, — hann er vinurinn og félaginn tryggi, og oft og mörgutn sinnum I í f g j a f i n n, því mörg eru manns- lífin sem íslensku hestarnir hafa bjargað. Það er því ekki að undra þó margur hafi orkt erfiljóð eftir kæran og góðan hest, engu síður en eftir nákomin ættingja eða góð- an vin, enda er til manna á meðal hinn mesti fjöldi þesskonar eftir- mæla og þeii ra sumra hverra snild- ar vel kveðinna. Nægir að benda á hestavísur Páls Olafssonar, Gríms Thomsens og annara bestu skáld- anna til að sýna að það eru ekki alt viðvaningar sem þar um hafa fjallað. Vísur þær sem hér fara á eitir eru einar af mörgum, og sýná glögt trygðina og hlýjuna milli hestanna og eigandans, og eru þær hér birtar að tihnælum lians. " Gleði dvína geislinn fer, glatt sem skíni um brána. Fjörs af línu fallin er, — »Fjöður« mín og »Grána«. Bar mig tíðast brautum á, búin prýði freinda, orðlögð víða höldum hjá, hryssan síðar nefnda. T3Í Söðlaljón með svæsið fjör, sí->t á hrjótium steytti. Yfir frónið æddi snör, eld úr skónum hreytti, Fanst í lyndi fús á sprett, frá nam hrynda trega. Líkt sem hindin, hröð og létt, hryssan yndislega. Sýndi teistan Pófa þrátt, þol, og hreysti bæði. Makkan reisti og höfuð hátt, hljóp svo geist um svæði. Sporið hasta hafði þó, hörðurh gnast í steinum. En hvað fast við ekru sló, ei fékk last hjá neinum. Fótvissari fram í hel, faxamar sást engin. Margan bar hún manninn vel, margoft var hún fengin. Feigðar rata fékk að Þró, — fyrir atvik bundin. Lengur gat hún lifað þó, létt og hvatstíg fundin. % ______________ Um landstraðir oftast gekk, efíir jiað hjá mengi, - uns í staðinn Fjöður fékk, ferða h-aða lengi. Víða um slóðir best mig bar, bragna hnjóði fjærri. Hún, sem góða Grána var, gjöf, frá móður kærri. Brúnkinnóttan kollinn bar, knáleg dóttir Grana. Reynd að þrótt og vaskleik var, — vænt mér þótti um hana. T í ð i n. Rigning og þoka fyrripart vik- unnar og talsverður sjór. Um miðja vik- una létti upp, og var sólskin og góður heyþurkur, á finitud. og föstud. en að litlu gagni varð hann sökum þess, að hellirigningu gjörði á laugardagsnóttina. Lattgard. vestan stormur. 186 183 aði. í sömu svipan hevrðu þeir lágt htjóð. Þeir flýttu sér til baka og varð Moruington fyrstur inn í kpfann. Þar lá Cecil flatur á gólfinu og hafði fengið heilablóðfalí. Pað var þriðja áfallið. Peir báru hann gætilega út á sltðann og fóru með hann til Georgsvirkis og komst hann þar í sjúkrahús og fálu þeir hann umsjón læknisins. Hann hafði rænu með köflum og lagði þá svo fast að þeim að halda áfram ferð sinni, að þeir urðu að láta að orðum hans. Peir fengu virkisstjóranum peninga honurn til fram- færslu og hann hét þeim að láta þá vita, hvað honum íiði. Héldu þeir svo heim til Englands. XXVI. Tvenn brúðhjón. Eva sat í dagstofunni klædd dökkum sorgarbúningi og var að lesa játningu manns þess, sem hún hafði haldið vera föður sinn. Undrun hennar snerist í meðaumkvun þegar hún las sein- ustu línurnar, sem svo hljóðuðu: »Eg þori varla að biðja þig fyrirgefningar, Eva. Pað nær engin fyrirgefning til ranginda þeirra, sem eg hefi haft í frammi við þig og föður þinn, en mundu það, að það er þín vegna, sem eg hefi hætt við lífsáíorm mitt og að það er ástin til þín, sem knúð heíir ntig til að gera þessa yfirbót, þótt seint sé. Eg vona, að þú berir ekki óvildarhug til þess manns, sem verja vill ókomnum æfidögum sínum til friðþægingar ranglæti því, sem hann biður þig að gleyma. Mundu það líka, að allan þann tíma sem eg hélt stöðu föður þíns meó ofbeldi og yfirgangi, nauteg ekki velgengni minnar nokkra stund. Eg lagði inn á stjórnmála- eg fékk annað .áfallið. Nú hefirðu opnað mér aðganginn að eig- um þínum og stöðu, svift sjálfan þig þinni eigin hamingju og létt bölvuninni af herðum mér, en : rna eru laun bín.« Hann benti á öskuna í eldstónni, Fraðu uú aítur íil Englands segi eg þér, og láttu þelta — hann ueut: : bréfið era okkar á milli. Pú þarft ekki að skoða huga þinn um (>■ a, því aklrei stig eg mínurn fæti á England framai. Og ef þú tekur þessari ákvörð- un minnr sem friðþægingu fyrir órétt þann; er eg hefi haft í frammi við þig og ef þú vilt gleyma öllu öðru en þvi, að víð erum bræður, þá réttu mór hönd þína og fyrirgefðu mér. Þá er eg ánægður. »Látum það þá vera svo,« sagði Haraldur og rétti honum hönd sína. »Látum það vera eins og þú segir. Eg fyrirgef þér alt — það er alt afmáð með því drengskaparbragði, sem þú hef- ir gert í dag. Eg hverf aftur til Englands, en komdu með mér, Cecil. A liðna tímann skal enginn minnast og þú skalt vera hjart- anlega velkominn.« Ocil hristi höfuðíð. Freistaðu mín ekki,« sagði hann. »Eg hefi svarið að stíga aldrei fæti mín v á enska jörð framar og þann eið ætla eg mér að ;Ja. Eg ætla að dvelja hér um stundarsakir, en þú skalt fá fréitir af mér. Eg held, að eg verði hér ekki til langframa, en það r ekki til neins fyrir þig að bjóða mér að koma með þér. Eg er búinn að fastráða þetta — farangur minn, -peningar og farseðlar er alt saman þfn eign og láttu mig fylgja þér til skips áður en hríðarveðrin banwa alla umferð. Par skulutn við kveðjast og svo sný eg aftur til gamla kofans, þar sem við hefðum getað lifað góðti lífi þrátt fyrir alt og alt, hefði eg ekki svikið félaga minn i trygðum. Komdu nú, gamli vinur. Eg sknl se 'da þér elgshöfuð lil að prýða anddyri þitt og skinn af heimskautaref í leikhúsfeld handa Evu. -— Komdij nú!«

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.