Kennarablaðið - 01.04.1900, Blaðsíða 12

Kennarablaðið - 01.04.1900, Blaðsíða 12
108 útheimtist að sjálfsögðu allmikið fó og erfiði. Ánnaðhvort hlýtur bærinn að kaupa ræktaðan túnblett eða ryðja og undirbúa blett uppi í holtinu. Oss hefir litist hið síðarnefnda tiltæki- legra, og það einkum af þeirri ástæðu, að vér getum búist við, að það verði kostnaðarminna, en samsvari þó tilganginum eins vel og hitt. Yér treystum því nefnilega, að ýmsir bæjar- menn, sem börn eiga, vilji sýna það í verkinu, að þeim sé þetta áhugamál, og það geta þeir meðal annars með því að Jeggja fáein dagsverk í að undirbúa leiksvæðið. Það er naum- ast hugsanlegt, að menn, sem lítið hafa að starfa mestallan veturinn, mundu telja eftir sér að vinna á þennan hátt fyrir börn sín. Þótt eigi fengju þeir peninga fyrir þetta erflði sitt, þá fengju þeir þó annað, sem eigi er minna virði — ánægj- una yfir því, að hafa starfað að velferð barna sinna. Lög í)im ísienjf?a i^ennarafélags. 1. gr. Tilgangur félagsins er að koma sem beztu og haganleg- ustu skipulagi á alla kenslu og skóla í landinu, æðri sem lægri, og efla þekkingu íslenzkra kennara, og þjóðarinnar yflr höfuð, á öllu því, er Jýtur að uppeldi og kenslu.* 2. gr. Félagið gefur út rit um uppeldis- og kenslumál, svo fljótt sem því verður við komið, og fá félagsmenn það ókeypis. Pað heldur og málfundi tii að ræða um þau mál, er snerta tilgang félagsins, svo oft sem hægt er. 3. gr. Sá, sem óskar inngöngu í féJagið, skal skýra forseta frá * Upphaflega var þessi gr. laganna orðuð á annan veg (sbr. 5. tölubl. „Kennarabl.") En á ársfundi félagsins 1890 var henni breytt. Útg.

x

Kennarablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.