Kennarablaðið - 01.05.1900, Blaðsíða 14

Kennarablaðið - 01.05.1900, Blaðsíða 14
126 2. Hvað er hæfilegfc að barnið sé gama.lt, þegar það byrjar að þekkja stafina? Svar: Það er mikið undír þroska, barnsins komið. Eng- in bót í, að það byrji það mjög suemma, t. d. ekki fyr en það er 5 ara; en fram yfir 7 ára aldurinn má varla draga það. 3. Ber umgangskennmum að kenna börnum að lesa frá byrjun ? Svar: Sveitakenn’arar eru skyldir að kenna börnum 'lestur, og er ekkert nákvæmar ákveðið, hvort það nái til allra barna eða eigi. Það mál er án efa hlutaðeigendum trúað fyrir að koma sér saman um. 4. Er ekki sjálfsagt, að kennarinn hafi húsnæði sér til að kenna börnunum í? Svar: Bezt, að svo gæti verið, og þá líka, að þetta hús- næði gæti verið að öðru leyti í góðu lagi, t. d. að því er upp- hitun snertir. En þar eð víða er lítið um þess konar húsnæði til sveita, verða þeir, er skipa niður umgangskenslunni, að gera það bezta, sem hægt er, í því efni, enda munu þeir og gera það. Þó vantar mikið á, að ástandið sé viðunnnlegt í þessu tilliti. Baðstofurnar eru ófærar kenslustofur, vegna þess að þar truflar svo raargt kensluna; framhýsin eru líka víðast hvar ófær kuldans vegna, og er ósýnt, hvort verra er. 5. Hve langur tími er hæfilegur til kenslu á hverjum degi? Svar: Sé miðað við skóla, þá er 5- 6 stundir venjulegur og hæfilegur kenslutími. En þegar um umgangskenslu er að ræða, má kenna nokkuru lengur á degi hverjum án þess að börnin hafi skaða af því, vegna þess að námstímiim er þá venjulega svo stuttur. Pó finst oss eigi ráðlegt að kenslan standilengur yfir en 8 stundir á dag; munu hvorki börnin né kennarinn hafa gott af lengri kenslutíma. Um þetta atriði ætti eitthvað að vera ákveðið, þegar kennarinn er ráðinn. . j j^mislegt. Eftir stríðið 1870 (milli Frakka og Pjóðverja) fórust þing- manni einum frönskum orð á þessa leið: „Pað eru skóla-

x

Kennarablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.