Helgarpósturinn - 08.05.1981, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 08.05.1981, Blaðsíða 18
18 Föstudagur 8. maí 1981 viU 'V Tunglárið mikla Háskólabió/ mánudagsmynd: A ári meö þrettán tunglum (In einem Jahr mit 13 Monden). Þvsk, árgerð 1978. Leikendur: Volker Spengler, Ingrid Caven, Gottfried John, Elisabeth Trissenar, Eva Mattes, Karl Schevdt, Lilo Pempeit, Gunther Kaufmann. Handrit, kvikmynda- taka, leikstjórn o.fl.: Hainer Werner Fassbinder. Sem inngangur að mynd Fass- binders er texti, þar sem segir að líf þeirra einstaklinga, sem láta stjornast af tilfinningum sfnum, eigiá hættu að verða fyrir stórum áföllum á árum með þrettán nýj- um tunglum. Eitt af þessum ár- um var 1978, en einmitt það ár, svipti náinn vinur Fassbinders sig lifi. Þessi atburður fékk svo mikið á Fassbinder, að hann fann sig knilinn til að gera eitthvað. Hann eygði þrjá möguleika á þessum tima, i fyrsta lagi aö gerast bóndi i Paraguay, i öðru lagi að draga sig svo til algerlega i hlé frá öllu, og i þriðja lagi aö gera kvikmynd. Þar sem það reyndist einfaldasta lausnin, varð þessi mynd'til, og erhún einhvers konar listræn viöbrögð Fassbind- ers gagnvart þessu áfalli. Eins og allar myndir Fassbind- ers, er Ar meö 13 tunglum ástar- saga, eða réttara sagt ekki-ástar saga, þvi að hans áliti er ástin ekki til, alla vega ástin eins og flestirlitaá hana.Hjá Fassbinder er ástin alltaf tengd peningum, hún er eitthvað sem þú kaupir, hvort sem það er beint eða óbeint. Erwin varð ástfangin af Anton og sagði honum það.Anton svar- aöi þvi til, að það væri leitt aö Erwin væri ekki stelpa. Erwin fór þvi til Casablanca og lét breyta sér i Elviru, en þegar heim kom vildi Anton hann-hana ekki. Myndin segir frá fimm siðustu dögum Erwins-Elviru, þar sem hann-hún reikar um Frankfurt i fylgd með vinkonu sinni, sem er hóra, til að reyna að finna sjálfa(n) sig. Áhorfendur fá siðan að kvnnast sögu hans-hennar i frásögn hans-hennar, eða ann- arra persóna myndarinnar, sögu, sem var endalaus leit að ást. Ferðalag hjúanna um iskalda og tilfinningasnauða borgina endar siðan með sjálfsmorði Erwins- Elviru. Gamli Fassbinderstillinn er mjög greinilegur i þessari mynd, þar sem skotin eru óendanlega löng og hæg, og persónurnar eru skoðaðar gegnum opnar dyr, þannig að þær eru i tvöföldum ramma, til að sýna hversu aðþrengdar þær eru tilfinninga- lega, og einangraðar. Þá notar Fassbinder einnig þá aðferð að segja okkur sögu persónanna með orðum, en ekki myndum, eins og áður er getið. Ar með 13 tunglum er nokkuð rökrétt framhald af fyrri mynd- um Fassbinders, en örvæntingin er kannski enn meiri en áður. Stór hluti Fassbindergengisins kemur fram i þessari mynd og er þar valinn maður i hverju rúmi, en sérstaklega tekst þeim vel upp, Volker Spengler og Ingrid Caven. Þrátt fyrir allt vonleysið, er þetta falleg mynd og algjört möst fyrir þá sem vilja fylgjast með merkasta kvikmyndaleikstjóra vorra tíma. Volkcr Spengler og Iiigrid Caven I Ar meö 13 tunglum. Kvikmyndir eftir Guðlaug Bergmundsson Santana á niðurieið Hver ætli tryði þvi sem byrjar að hlusta á Santana I dag, að fyrir 10—11 árum hafi þeir verið einhver besta og frumlegasta hljómsveit heims? Santana gaf á árunum 1970-' 1972 út einhverjar bestu plötur þessara ára þ.e. Abraxas, Santana 3 og Caravanserai. A eftir þessum plötum fylgdu nokkrar ágætar plötur, svo sem Welcome, Borboletta, Lotus og Amigos. En á þeirri siöast nefndu er þó orðið nokkuð grein- legt að hljómsveitin er ekki lengur söm og áður, og siðan hefur verið ákaflega auðvelt að hafa tölu á þeim góðu lögum, sem hljómsveitin hefur sent frá sér. Hafa siðustu plötur þeirra satt að segja verið nauða ómerkilegar og ekkert þar aö finna, sem annaðhvort þeir og aðallega aðrir hafa ekki gert þúsund sinnum áður. Á nýjustu plötunni, Zebop, er ástandið orðið það slæmt að þeir verða að miklu leyti að treysta á utanaö komandi efni, en þar er að finna lög eftir Cat Stevens, Russ Ballard, J.J. Cale ofl. Lögin eru sumhver i þessum hræðilega ameriska „þungarokks” stil, en önnur eru endurgerð á Samba Pa Ti, Europe, eða hvaða nafni það hét nú siðast. Hvað er það sem gerir það að Santana plötur eru ekki lengur góðar plötur? Eg held að ástæðan sé fyrst og fremst sú að sú Santana hljómsveit sem starfandi er i dag inniheldur ekki einn einasta af uppruna- legum meðlimum hljómsveitar- innar, utan gitarleikarann Carlos Santana. Það er greini- lega ekki hlaupið að þvi að fylla upp i skörð sem menn eins og Gregg Rolie, Neil Shon, Jose Chepito Areas, Mingo Lewis og siðast en allra sist Mike Shrieve, hafa skilið eftir sig. Staðreyndin er nefnilega sú að i þeirri Santana hljómsveit sem starfandi er i dag, virðist Santana sjálfur vera eini maðurinn sem gæti talist veru- lega góður hljóðfæraleikari. Hinir kunna að visu vel það sem þeim er sett fyrir, en virka hins vegar ekki skapandi. Zebop er i hópi lélegustu platna sem Santana hafa sent frá sér, hún er i alla staði ófrumleg og litt eftirminnileg. Það væri miklu sniðugra fyrir þá sem eru að byrja að hlusta á Santana aðathuga frekar Abra- xas, Santana 3 eða Caravan- serai. Nú þeirsem eiga þær geta þá bara sparað sér öll Santana kaup i bili. Djassdúó á heimsmælikvarða Þá er fyrstu Reykjavikur- djasshátiðinni lokið. Hún stóð yfir i fjögur kvöld meö pompi og pragt. Kvintett Svians Frederik Noréns reiö á vaöið og um leik þeirra hefur verið fjallaö á þessum slöum. Sfðasta föstu- dagskvöld lék hér bandarlski trompetleikarinn mm. Ted Daniel ásamt Reyni Sigurös- syni, Kristjáni Magnússyni, Aæna Scheving, Áskeli Mássyni og Alfreö Alfreðssyni svoog Nýja kompaniið. A laugardags- kvöld blés Daniel með Nýja kompaniinu og Askeli Mássyni og á sunnudagskvöld léku hér hjónin Chris Attókappi og Lynett Woods i hópi Guömundar Ingólfssonar, Kristjáns Magnússonar, Ted Daniels, Arna Schevings, Askels Más- sonar og Alfreös Alfreðssonar og var þá settur punkturinn aft- an við hátiðina. Aðsókn aö hátiöinni var I dræmara lagi. Þýðir kannski ekki aö bjóða landanum uppá annaö en stórstjörnushljóm- sveitir? Hvaö um það, stemmn- ingin var góö og margt vel gert i múslkinni. Nýja kompaniiö hóf leikinn á föstudagskvöld. Þetta eru ungir piltar sem eiga margt ólært, en það kæmi mér ekki á óvart þótt altistinn þeirra, Sigurður Flosa- son, yrði i hópi bestu djassleik- ara okkar innan tiöar endist honum eldmóöur til æfinga og hlustunar. Gitaristann fingra- lipra, Sveinbjörn Baldvinsson, og bassaleikarann, Tómas Einarsson, vantar enn herslu- muninn, en pianistinn Jóhann G. Jóhannsson og trommarinn Siguröur Valgarösson eiga nokkuð langt i land til Sveiflu- staða. Aldurinn er þeim ekki til trafala svo við skulum biða og sjá. Þá var komið að dúó Ted Daniels og Askels Mássonar. Hans var beðiö meö eftirvænt- ingu. Ted Daniel er þekktur Bjórn Rúriksson aö Kjarvalsstööum Björn Rúriksson Þegar undirritaður stakk inn höfði sinu i vestursal Kjarvals- staða, varð hann að vonum undrandi. Ekki vegna þess að hann ætti von á einhverju miður góðu frá hendi Björns Rúriks- sonar, heldur vegna þess, að hann bjóst ekki við slikum fjölda jafngóðra ljósmynda. Segja má að þær 63 myndir sem Björn sýnir, séu allt i senn, Það er erfitt að gripa dæmi úr þessum fjölda mynda til að gefa sýnishorn af vinnu Björns. Þó má flokka myndirnar eftir ýmsum leiðum. Flestar eru teknar úr lofti, allt aö 3.500 metrum yfir myndefninu. Aörar eru teknar i 200 metra hæö yfir svæðinu og gerir Björn grein fyrir þessu i sýningarskrá Þannig verða sumar myndir ab- E3 Myndlist eftir Halldór Björn Runólfsson náttúrulýsingar / náttúrustúd- iur, rannsóknarmyndir og fagurfræöileg myndverk. Nú talar hér algjör viövaningur i ljósmyndatækni, þannig að út- listun á tæknilegri gerð þessara verka hlýtur að liggja milli hluta i þessu rabbi. Þó er vist að sýning þessi er þeim fjölmörgu ljósmyndaáhugamönnum sem þessa tækni þekkja, hrein gull- náma (enda gat ég ekki betur séö en salurinn væri orðinn hálf- gerður ráöstefnusalur þessara manna sem diskúteruðu verkin á máli sem undirrituöum var hálfgerð kinverska, þvi miður). Allt frá þvi undirritaður kynntist Birni (þá báðir á 14. ári), og rannsakaöi með honum gang himintunglanna (auðvitað sem litilfjörlegur lærlingur), hefur hann aldrei efast um aö eitthvað merkilegt hlyti að fæðastúr þeim brennandi áhuga sem Björn hafði á öllum furöum náttúrunnar. Kannski kristall- ast þessi stjarnfræðiáhugi hans i hinni mögnuðu mynd „1999” (49) sem er eina myndin tekin erlendis og sýnir greimrann- sóknarstöð meö glottandi tungli yfir. Hefði Björn veriö fæddur Bandarikjamaður eða Rússi, væri hann örugglega kominn á brautum jörðu i geimskutlu eða Saljútra nnsóknarstöð. Sem Islendingur beinir hann áhuga sinum að þvi sem landiö hefur upp á aö bjóöa, ólgunni sem undir þvi býr og yfir. Hann gerist fararstjóri og einkaflug- maður, ijósmyndari og ætlar nú aö leggja fyrir sig jarðfræöi. Ekkert á aö sleppa sjónum hans, hvort heldur er mikrókos- mos eða makrókosmos. Slikir menn voru kallaöir á Itallu áður fyrr „uomini universali” (alhliða menn). strakt form, nema betur sé að gáð, einkum þegar tekin er mynd lóðrétt ofan við efniö. Það er þvi fremur sjónarhorn en hæð sem ákvarðar flugmyndirnar sem allar eru af náttúru lands- ins, fjöllum, jöklum, söndum og sjávarsiðu. Aðrar myndir Björns eru teknar á jörðu niðri og er það allstór flokkur. Hér er þó ekki öll sagan sögð. Sumar myndir Björns eru ljöðrænar smá- myndir, teknar af smáa og ljóö- ræna. Aðrar eru stórar og mónumentalskar, jafnvel svo episkar að andlitið hefði dottið af Hómer og Nietzshe frammi fyrir þeim. Enn aðrar eru fremur formstúdiur en lands- lagsmyndir. Úr öllum þeim aragrúa mynda sem til greina kæmi að fjalla um vegna gæöa þeirra sem ljósmynda, náttúrumynda og myndverka, verður bent á fjórar myndir sem hver á sinn hátt hrifu undirritaðan meir en aörar. Þó er allt val jafn erfitt. „Haustkvöld á Othéraði” (15) er dæmigerð fýrir útsjónarsemi Björns, hvaö varðar form- skynjun I náttúrunni. „Hval- fjörður” (17) er kannski symfóniskasta mynd sýningar- innar i allri sinni stórbrotnu dýpt. „Gjóskurendur” (27) er eflaust frumlegasta mótivið, grafiskt eins og linurit. I „Mel- gras” (56) nær Björn þeirri ljóö- rænu heild sem fólgin er i náttúrunni næst okkur og við fótum troöum, án þess aö veita henni athygli. Þessi orð eru jafn fátækleg og myndir Björns eru auöugar. Þeim verður ekki lýst, þær verður að sjá. leikfélag REYKJAVlKUR fÍfMMLEIKHÚSW Barn í garðinum La Boheme 4. sýning i kvöld uppselt blá kort gilda 5. sýning þriðjudag kl. 20.30 i kvöld kl. 20 — Uppselt laugardag kl. 20, uppselt gul kort gilda. Oliver Twist Ofviti nn laugardag uppseit sunnudag kl. 15 Siðasta sinn Skornir skammtar Sölumaður deyr sunnudag uppselt sunnudag kl. 20 miðvikudag uppselt Miðasala 13.15—20. Rommý fimmtudag kl. 20^30. Simi 1-1200. Miðasala i Iðnó kl. 14—20.30. Simi 16620.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.