Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Helgarpósturinn

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Helgarpósturinn

						.
19
~i 'unnn
Brot úr aldaannál
Þessa dagana er Litli leik-
klúbburinn á tsafirði aö hefja
æfingar á verki eftir Böðvar Guö-
mundsson og hefur það hlotiD
nafnið Brot úr aldaannál. Þetta er
að minnsta kosti vinnuheiti eins
og það er kallað á stofnanamáli.
Böðvar var ekki einkarmarg-
orður um stykkið, sem hann
skrifaði sérstaklega fyrir klúbb-
inn, en aðspurður kvaðst hann
styðjast við gamalt mál að austan
og sem gerðist upp úr móðuharð-
indunum, nánar tiltekið 1784 til
1786. Menn tóku þá til bragðs að
leggjast út til að framfleyta lifi
sinu, en voru gómaðir. Með þvi
ekkert tugthús var á staðnum
voru menn þessir i reynd urðaðir,
voru settir i einhvers konar byrgi
úti i haga og hafðir þar vetrar-
langt og án nokkurrar upphit-
unar. Komu þeir ekki frá sér saur
né öðrum úrgangi og var réttur
matur inn um lúgu. Það kom svo
ekki Mjós fyrr en um vorið að
aðeins einn lifði; hann hafði
drepið tvo félaga sina og etið
siðan þeirra skammt.
Böðvar var spuröur hvað
honum gengi til með þessu
verki.
Nýtt verk eftir Böðvar
Guðmundsson sýnt
á ísafirði
„Ég er meðal annars að sýna
fram á vald og valdleysi og
hversu grátt er hægt að leika fólk
með valdniðslu og valdbeitingu.
Við notum valdið til að loka menn
inni og gerum það i stórum stil,
enda þótt við vitum, 'að enginn
kemur bættari úr refsivistinni."
Kári Halldórsson leikstýrir
verkinu og sér um sviðsmynd og
eru æfingar að heijast þessa dag-
ana.
Verandi ÞAR
Bióhöllin — Fram f sviðsljósið
(Being There). Bandarisk
Argerð 1981. Handrit: Jerzy
Kosinski, eftir eigin skáldsögu.
Hann verður þjóðhöfðingi, eða
eitthvað þaðan af meira.
Jerzy Kosinski, höfundur
myndarinnar, sér Ameriku með
gestsaugum. Ef marka má
þetta verk hans hefur hann
aðallega  tekið  eftir  tvennu.
Kvikmyndir
eftir Guðjón Arngrimsson
Aðalhlutverk: Peter Sellers,
Melvyn   Ðouglas,   Shirley
MacLaine, Jack Warden. Leik-
stjóri: Hal Ashby.
Hugmyndin á bak við þessa
fyrstu mynd Bióhallarinnar er
fjári góö. Spurt er: Hvað haldið
þið að verðium mann semhefur
allt sitt vit dr sjönvarpinu, sem
þekkir engan heim nema þann
sem sjónvarpið sýnir? Og
svarið  er  gefið  i  myndinni:
Annarsvegar yfirborðsmennsku
i stjórnsýslu og hinsvegar hinu
óhemjumikla sjónvarpsglápi
fólks. 1 bók sinni tengir hann
þetta tvennt saman á maka-
lausan hátt, svo Ur verður held-
ur nöpur ádeila. Sögð er saga
einfeldnings sem bUið hef ur
innandyra allt sitt lif og þekkir
ekkertnema garðyrkju og sjón-
varp, þegar örlögin grípa i
taumana og senda hann Ut i
lifið. Upp frá því er hann mis-
skilinn gjörsamlega. Barna-
legar og fáránlegar athuga-
semdir hans um garðyrkju eru
teknar sem mikil speki, hann er
ferskur andblær á stjórnmála-
himninum: Maðurinn sem allir
hafa alltaf beðið eftir
Bók Kosinski um garðyrkju-
manninn Chance (tilviljun)
varð metsölubók, hefur verið
þýdd á islensku og kvikmyndin
er ákaflega trú anda hennar.
Myndin rennur áfram átakalitið
og yfir henni er andblær angur-
værðar sem alltaf jaðrar við
fáránleikann. Leikurinn er
vandaður og aðalhlutverkið
skapað fyrir Peter Sellers sem
lék einfeldningabeturennokkur
annar. Þráttfyrir að mér finnist
(eftir að hafa lesið bókina) að
þessi ágæta hugmynd Kosinski
sé svolítiö teygð á langinn i
myndinni, er Fram i sviðsljósiö
heppnuð mynd. Afskaplega þörf
áminning til sjónvarpsglápara.
Kvikmyndafélög landsins eru
nú sem óðast að búa sig undir
sumarvertiðina. Bæði Norðan
átta og Hugmynd h/f, i samvinnu
við Saga film, eru komin á loka-
stig i undirbúningi undir kvik-
myndatöku sumarsins.
fcfnið er i báðum tiifellum sótt í
iiútímann, og undirbúningur að
töku fleiri mynda er i gangi.
— Verkiö gerist i nútimanum
og efnisútdráttur og kostnaðar-
áætlun liggja þegar f yrir. Myndin
verður tekin i sumar,- ekki verður
ákveðið nánar hvenær verður
hafist handa fyrr en höfundur
handritsins, sem er Þráinn Bert-
elsson, hefur að fullu lokið við
það, en hann erað leggja siðustu
hönd á verkið þessa dagana.
Þetta var það ejna, sem Helgi
Gestsson, framkvæmdastjóri
Norðan átta,vildi segja um þetta
næsta verkefni félagsins eftir
myndina um  Jón Odd og  Jón
á margslunginn og óvæntan hátt
tengist fortið þessa unga fólks og
hefur varanleg áhrif á framtfð
þess og áform, er það eina sem
Björn Björnsson, einn þeirra
Hugmyndarmanna,vill segja um
myndina.
Höfundar handritsins eru þeir
Egill Eðvarðsson, Snorri Þóris-
son og Björn. Egill er nU i þriggja
vikna frii erlendis og vinnur viö
að setja saman vinnuhandrit. Þvi
á að vera lokiö fyrir miðjan mars,
en áætlað er að undirbúnings-
framkvæmdir hefjist strax eftir
páska. Þá verða m.a. valdir töku-
staðir og fólk i hlutverk. Tökur
eiga siöan aö hefjast 20. mai og
ljuka um mánaðamótin juni/jUli.
HUn verður siöan ekki klippt né
hljóosett fyrr en i janúar á næsta
ári, vegna anna þeirra Hug-
myndarmanna við auglysinga-
gerð. En ætlunin erað Húsið veröi
frumsýnt um páska 1983.
Mestur hluti myndarinnar
verður tekinn innanhUss, i ibúð
Kvikmyndafélögin komin í fullan gang:
Tvö íslensk nútímaverk
kvikmynduð í sumar
Flísin og bjálkinn
Eins og mörg önnur félaga-
samtök gefur Blaðamannafélag
tslands útfélagstiöindi. Þar eru
birtir kauptaxtar, félagatal og
aörar f réttir af málefnum stétt-
arinnar. Enaukþessbirtastþar
ingar á Urskurði í kærumáli
Haraldar Blöndals á hendur
honum.
Forsagan er i stuttu máli sú
að Atli Rúnar skrifaði i fyrra-
vor útvarpsgagnrýni í DB þar
Fjölmiólun
•flir Þröil Ha,»iaivon
af og til úrskurðir Siöareglu-
nefndar félagsins.
t siðasta tölublaði félagstið-
inda sem dreif tvar i næstliðinni
viku bregöur svo við aö Atli
Runar Halldórsson,fyrrverandi
blaðamaður á Dagblaðinu sál-
uga.skrifar nefndinni bréf frá
Noregi og biður hana um skýr-
sem hann tók til umfjöllunar
þátt Haraldar i Morgunpósti.
Haraldi likaði ekki umsögnin og
kærði til Siðareglunefndar.
Nefndinveitti Atla Rúnari ákúr-
ur fyrir að brjóta i bága við 2.
greinsiöareglna blaðamanna en
þar stendur að þeir skuli , ,svo
sem kostur er sýna tillitssemi i
úrvinnslu og framsetningu".
Égætla ekki að tiunda frekar
sjálft deiluefnið,en i svari Siða-
reglunefndar við bréfi Atla
Rúnars er eitt atriði sem mig
langar að gera athugasemd við.
Atli RUnar bendir réttilega á i
bréfi sinu að i umræddri grein
hafi hann brugðiðsér ihlutverk
Utvarpshlustanda sem skrifar
gagnrýni undir nafni. Er hann á
þvi að slik skrif beri að með-
höndla öðruvisi en fréttaskrif
eða almenna blaðamennsku.
Þessu er ég sammála.en ekki
nefndin. HUn segir ,,að starf-
andi blaðamaöur geti ekki borið
kápuna á báðum öxlum, eftir
þvi hvort hann skrifar fréttir
eða lætur i ljós álit frá eigin
brjósti".
Hérf innst mér nefndin fara út
fyrir verksvið sitt. Hennar hlut-
verk er að gæta þess að við
blaöamenn komum ekki óorði &
stéttina og virðum
almenna háttsemii' störfum
okkar. HUn á
£
Bjarna, sem  50 þúsund manns
hafa séð á tveimur mánuðum.
— NU vantar bara 20 þUsund
manns til að myndin gangi
endanlega upp, en við erum
komnir i samband við erlenda
aðila sem hai'a áhuga á aö kaupa
myndina, svo við erum bjart-
sýnir. Bæði Þjóðverjar og Sviar
hafa sýnthenni áhuga, og það er
lika möguleiki á aðmyndin verði
seld til sýningar i kapalsjónvarpi
i Bandarikjunum. Auk þess stefn-
um við á sjónvarpsmynda-
hátiðina i' Cannes i aprillok, segir
Helgi.
Aður hefur fréstað Norðan átta
hafi hug á að gera kvikmynd um
Sölva Helgason. Helgi Gestsson
segir, aðþeirri hugmynd hafi alls
ekki verið varpað fyrir róða.
— Sölvi Helgason er verkefni
sem við ætlum að vinna aö, en
Norðan átta hefur ekki enn bol-
magn til að láta vinna kvik-
myndahandrit að þeirri mynd.
Það er nefnilega meira verk en
sýnisti fyrstu.m .a. vegna þess að
mikil gagnasöfnun þarf að fara
fram, segir Helgi Gestsson.
Húsiík
Mynd Hugmyndar, sem hefur
hlotið vinnuheitiö Húsið og Saga
film veröur framleiðandi aö,
gerist i Reykjavik nUtimans og
segir frá hversdagslegum at-
burðum, lifi og tilfinningum ungs
fólks.
— Ungt fólk kemur sér fyrir i
gómlu húsi. HUsiðá sér sögu sem
sem verður komið fyrir i upp-
tökuhUsi.
— Þegar við ákváðum næsta
verkefni lögðum við til grund-
vallar þrjár lifsreglur. Þær voru,
að yrkisefnið skyldi tekiö Ur
núti'manum. Að viö ættum að tak-
marka okkur þannig að við
færum ekki á kaf ofan I forn-
sögurnar og allan þann umbUnað
sem þeim fylgja, og ekki væri
nauðsynlegt að byggja kvikmynd
á metsölubók, segir Björn
Björnsson um þessa væntanlegu
páskamynd 1983.
Leikstjóri verður Egill
Eðvarðsson, Snorri Þórisson
kvikmyndatökumaður, Sig-
mundur Arthursson aðstoðar-
kvikmyndatökumaður. Hljóö
mun SigfUs Guðmundsson annast,
Björn Björnsson sér um leik-
mynd, Dóra Einarsdóttir um
bUninga, Ragnheiður Harwey sér
um fdrðun, en framkvæmdastjori
verður Jón Þór Hannesson.
Hlutverk ungu hjónanna verða
lang stærstu hlutverkin i' mynd-
inni, og hefur þegar verið ráðin
ung leikkona i annað þeirra, en
ráðning karlleikarans stendur
fyrir dyrum. Þau eru bæði at-
vinnuleikarar.en atvinnuleikarar
verða i öllum öörum máriháttar
hlutverkum myndarinnar. Auk
þess munu koma fram áhugaleik-
arar.og nokkrir hljómlistarmenn
munu „leika sjálfa sig" i
nokkrum tónlistaratriöum.
ÞG
Stöðug framþróun
Um siöustu helgi opnaði
Steinunn Þórarinsddttir högg-
myndasýningu á Kjarvalsstóð-
um. Þar sýnir hUn 11 högg-
myndir úr brenndum leir, gipsi
ogóörum efnum.Þetta erönnur
einkasýning Steinunnar, en hím
(Galleri Suöurgötu 7) syndi
Steinunn mjög persónulegar
höggmyndir, þar sem hún drd
fram einmanaleik og einangrun
nútimamannsins, meö keramik-
brjóstmyndum alls konar. Hér
er myndmálið orðiö knappara
Myndlist
eftir Halidór Björn Runólfsson
hefur einnig tekið þátt i sam-
sýningum, hér heima og er-
lendis. Nám stundaði hún á
listaskdlum i Portsmouth, Eng-
landi, 1974-79 og Bologna, ftaliu,
1979-80.
A  fyrri  einkasýningu  sinni
og einfakiara að mörgu leyti,
stillinn öruggari og fágaðri.
Leirinn er ljos eða dökkur,
glerjungslaus og verður
áferðarrikur og fallegur við
brennsluna, en um liti er ekki að
ræða.
Yfir sýningunni rikir einhver
einkennilegur blær, jafnvel
draugalegur. Litleysið magnar
upp draumkennda stemmningu
(en sagt er aö menn dreym i ekki
i litum). Fyrir miöju i salnum
hangir verkið ,,Draumur" (nr.
11), hvitt, i þremur hlutum, úr
gipsi og lérefti. Umhverfis
standa svo eða hanga aðrar
myndir.
Steinunn gerir sér nU mun
betur grein fyrir ólilcri virkni
hinna ýmsu þátta höggmynda-
gerðar. „Samband I og II" (nr.
9 og 10) eru dæmi um hug-
myndarika notkun Steinunnar á
lágmyndinni. Fyrri myndin er i
þremur hlutum og sU siðari i
tveimur. Yfir þeim hvilir ein-
hver myndsöguleg stemmning;
ein myndin veröur ekki útskýrö
öðru visi en i sambandi við hin-
ar. Brjóstmynd sem ber nafnið
,,Hun" (nr. 4), er jafnvel ein-
hver sterkasta og einfaldasta
mynd sýningarinnar. Hvergi
nær Steinunn að samræma eins
vel tvö efni, brenndan leir og
gler, þannig að þau haldi hvort
fyrir sig fullu sjálfstæði og
styrk.
Með þessari sýningu sannar þvi Steinunn stööuga þróun fram til
kröftugri og hárbeittari verka, segir Halldór Björn Runólfsson um
sýningu Steinunnar Þórarinsdóttur á Kjarvalsstöðum.
Speglar og gler skipa allsttír-
an sess ásamt leirnum. Stein-
unn notar spegla til að fjölga
figurum sinum, likt og i verkinu
„Skuggar" (nr. 3), eöa skipta i
tvennt öðrum („Perstína I", nr.
7). Glerið er hjUpur eða gri'ma,
til aö hylia  („Þaö", nr. 2).
Eins og ég gat um áður, þá
eru verk Steinunnar hreinni og
beinni en áður og tilfinning
hennar fyrir efniviðnum, sem
flytjanda myndmálsins, mun
dýpri. Viss einföldun hefur átt
sér stað, en um leið veröur allt
skipulegra og klárara. „Flugiö I
og II" (nr, 5 og 6) eru dæmi um
breytingu frá fyrri tið í nýrri.
Meðþessari sýningu sannar þvi
Steinunn stöðugaþrtíun fram til
kröftugri og hárbeittari verka.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28