Helgarpósturinn - 26.11.1982, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 26.11.1982, Blaðsíða 12
12 Föstudagur 26. nóvember 1982 _Helgai--- . posturmn. í útlöndum kippir sér enginn upp við það þótt kona skipti um nafn. En á íslandi er það fáheyrður atburður. Því hafa margir íslenskir sjónvarpsáhorfendur, ekki síst þeir sem fylgjast vel með erlendum fréttum, sjálfsagt brotið heilann yfir því, hversvegna Margrét R. Bjarna son, sem kom til liðs við þá Ögmund Jónasson og Boga Ágústsson í erlendum fréttum sjónvarpsins í sumar, er skyndilega nefnd Margrét Heinreksdóttir. En þeir senr best þekkja til Margrétar kippa sér ekki upp við þessi nafnaskipti. Ekki þcir sem hafa áður þekkt Grétu Lárusar, Grétu Sveins, Mussu eða Margréti Rasmus. Sannleikurinn er ncfnilega sá, að hún hefur í sinni tíð gengið undir öllum þessum nöfnum. Meira en það. Faðir hennar, Hendrik Rasmus,hét upphaflega Sigurður Gunnar Sig- urðsson. „Þessari nafnbreytingu hefur bara verið vcl tekið og hún gengið slysalaust fyrir sig,“ sagði Margrét Heinreksdóttir, þegar við höfðum komið okkur fyrir í stofunni hjá henni við Furugrund í Garðabæ, þar scm hún býr ásamt tveimur börnum sínum. „Það hefur sýnt sig, sem ég vissi raunar, að pcrsónuleiki minn var ekki korninn undir nafninu Bjarnason fremur cn fyrri eftirnöfnum mínum.“ þýskt ættarnafn manns, sem ég hafði aldrei þekkt og var mér alls óskyldur. í þá tíð voru kvenréttinda- eða jafnréttishugmyndir mér fjarri. Mér fannst sjálfsagt að bera nafn eigin- mannsins og yfirleitt að lifa lífinu fyrir hann fyrst og fremst. Það breyttist svo að sjálf- sögðu með aukinni reynslu og þekkingu á stöðu konunnar í hjúskap og í atvinnulífinu, og mér fannst óhugsandi að halda áfram að bera nafn hans eftir að við vorum skilin að lögum nú í haust, enda þótt margir hvettu mig til þess. Eftir nokkra umhugsun ákvað ég að kenna mig frekar við föður minn en móður, ekki vegna þess að ég vildi gera þannig upp á milli þeirra, heldur hugsaði ég aðeins um að taka upp eftirnafn, sem færi þokkalega með for- nafninu - og þar sem ég vildi fá íslenskt nafn valdi ég þessa gömlu mynd. Heinrekur er gamla norræna útgáfan af nafninu Henry eða Heinrich, er til dæmis í Heimskringlu Sturl- ungu og Riddarasögum notað sem þýðing á öllum útgáfum nafnsins, allt frá Englandi suður til Miklagarðs. Nafnaskiptum fylgir að sjálfsögðu um- stang. Það þarf að umskrá allt mögulegt, fá nýtt nafnnúmer, ökuskírteini, vegabréf, breyta bankareikningum og svo framvegis - og gæta þess í vissum tilvikum að nefna bæði nöfnin, bæði til að fólk haldi ekki að maður sé að villa á sér heimildir og átti sig betur á, hver er á ferðinni meðan breytingin er að síast inn.“ Andieg köinun - Hvað sem öllum nafnabreytingum líður er það Margrét R. Bjarnason, sem flestir þekkja, þótt Heinreksdóttir vinni vonandi á. Og nafnið Margrét R. Bjarnason er líklega í hugum flestra, a.m.k. þeirra sem þekkja eitthvað til í blaðaheiminum, bundið Morg- unblaðinu. Þú fórst ung á Moggann? Hvernig kom það til? „Ekki svo ýkja ung, ég var 23 ára. Maður- inn minn var í námi í læknisfræði og ég sá fram á að verða að vinna alllengi fyrir heimil- inu. Ég hafði unnið skrifstofustörf frá lokum stúdentsprófs og var orðin afar leið á þeim, mér lá við andlegri köfnun í allri þessari rút- ínu, auk þess sem launin hrukku hreinlega ekki til. Þá var ekki námslánum til að dréifa, - þeir sem ekki fengu stuðning frá foreldrum sínum byggðu á vinnu makans, sem í þá daga Nafn manns er eins og hver annar merki- miði, sem aðrir setja á okkur; foreldrarnir ráða skírnarnafninu en með eftirnafninu er verið að merkja okkur einhverjum öðrum, - venju legasl þeim, sem hefur forráð okkar í hendi sér. Síðan er þad undir okkur sjálfum komið að gefa þessum merkimiða inntak meö því sem við erum og gerum. Þetta inntak breytist ekki þótt breyttar aðstæður verði til þess að breyta merkimiðanum. Geimvísindastöðin á Canaveralhöfða í Florida hætti ekki að vera geimstöð þó að hún væri kennd við John F. Kennedy um árabil, - það tók aðeins smá- tíma að venjast nafnbreytingunni, - en það sem máli skipti var sú starfsemi, sem fram fór í stöðinni og sá árangur, sem hún skilaði. iNalnabreyiinpr „En fyrst við erum að þessu á annað borð skal ég gjarnan skýra þetta með nöfnin," heldur Margrét áfram og vísar með þessum orðum til tregðu sinnar til að sitja „öfugu megin“ í blaðaviðtali - en það er varla von að aðrir skilji þá.tilfinningu en þeir, sem árum saman hafa sjálfir verið spyrillinn. „Faðir minn var skírður Sigurður Gunnar Sigurðsson. /Fimm ára gamall missti hann móður sína ,og fór í fóstur til móðursystur sinnar, Maýgrétar Bjarnadóttur Rasmus, sem gift var þýskum manni. Þau létu skíra strák upp og gefa honunt nöfnin Heinrich Konrad Rasmus. Hann.sem hafði verið kall- aður Siggi'' til fimm ára aldurs,var eftir það kallaöur Henni og undir því nafni var hann á sínum tíma þekktur sem píanóleikari og laga smiður ídans- og dægurlagaheiminum, auk þess sem; hann var góður jassleikari, en jass- inum ánetjaðist hann í Þýskalandi, þegar hann var þar við nám upp úr 1930. Hann var fermdur undir nafninu Hendrik og ber það enn. ; Foreldrar mínir skildu, þegar ég var hálfs annars árs,og móðir mín giftist manni, sem heitir Lárus. Við bjuggum þá í Skerjafirðin- um og þar kölluðu kunningjarnir mig Grétu Lárusar eða Grétu hennar Onnu, - sem var nafn móður minnar. Hún dó, þegar ég var sjö ára og þá for ég í fóstur til móðursystur minijar, sem búsett var á Hjalteyri við Éyja- fjörð, þarsem maður hennarSveinn S. Einars- son verkfræðingur var verksmiðjustjóri síld- arverksmiðjunnar þar. Meðal Hjalteyringa gekk ég alltaf undir nafninu Gréta Sveins á árunum 1944-49, en þá fluttum við til Reykjavíkur. í gagnfræðaskóla gáfu skólafé- lagarnir mér nafnið Mussa en ég var jafnan skráð Rasmus, þar til að ég gifti mig, 1957. Þá tók ég upp eftirnafn mannsins míns. Ég hafði þá þegar skrifað mig Bjarnason, þegar við vorum saman á ferðalagi, nýtrúlofuð, og gerði ráð fyrir að þurfa að gera það aftur. þegar hann færi í framhaldsnám, sem vænst var. Auk þess tíðkaðist þetta þá enn, ef kon- an hafði ættarnafn, meðai annars í fjölskyldu hans;' móðir hans hafði borið eftirnöfn tveggja eiginmanna, auk eftirnafns föður síns. Mér var síst eftirsjá að Rasmusnafninu, fannst það ankannalegt að sitja uppi með .

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.