Helgarpósturinn - 23.06.1983, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 23.06.1983, Blaðsíða 20
Hlustað á A lene Halvorson Mor- is, sem rekur ráð- gjafaþjónustuna „Sjálfsþroska“ í Seattle í Banda- ríkjunum Fimmtudagur 23. júní 1983 JpSsturinn Harðstjórinn „þú ættir að“ „Hafiði tekið eftirþví hvernig gert er ráð fyrir að við breytumst ekkert eftir að kom- ið er á fullorðinsárin. Það er endalaust rœtt um hitt eða þetta þroskastig barnsins og unglingsins. Svo verður barnið fullorðið og? Punktur! En auðvitað á ekki að setja punktinn þar. Punkturinn má koma þegar við erum dáin, ekki fyrr. Því mannsœvin er ekki annað en hvert skeiðið á fcetur öðru, þroskastig og kaflaskil. Það sem gerir mína ráðgjöf frábrugðna öðrum er einmitt að ég vil taka tillit til breytinganna. Og sú vinna, sem við kjósum að inna af hendi — hvort sem það er launað starf eða ekki — á að vera í samrœmi við alla aðra þœttina í lífi okkar, vinnan á ekki að vera í einu ein- angruðu hólfi og sjálfið, viðhorfin, getan í einhverju öðru. Þetta cetti allt að fara hönd í hönd. Sú sem talar heitir Alene Halvorson Moris. Frá Seattle í Bandaríkjunum. Félagsráðgjafi sem rekur sína eigin ráðgjöf: The Individual Development Center. Sjálfsþroskastöð. Þau ykkar sem haltíið að það sé bara eitthvað am- erískt og bara eitthvað „félagseitthvað“ getið óhrædd lesið áfram! Fólk á vegamótum „Það eru einkum konur, sem sækja stöðina heim. Karlmenn koma líka í æ vaxandi mæli og það er ágætt! En upphaflega var þetta einkum hugsað fyrir konur. Og þær eru í miklum meirihluta þeirra 15.000, sem sótt hafa námskeiðin síðan stöðin var stofnuð fyr- ir 11 árum. Hvers konar konur? Ungar stúlk- ur, sem ekki vita hvað þær eiga að gera við menntun sem þær völdu sér meira fyrir tilvilj- un en meðvitað, útivinnandi húsmæður, sem eru ekki sáttar við að vinna bara fyrir pening- um í einhverju starfi, sem þeim leiðist. Heima- vinnandi húsmæður, sem þurfa að vinna til að auka heimilistekjurnar en vita ekki hvert þær eiga að snúa sér. Líka húsmæður, sem sitja einar eftir í hreiðrinu eftir að börnin eru farin að heiman. Fráskildar konur, sem allt í einu þurfa að vinna fyrir sér. Útivinnandi konur í ánægjulegu starfi, sem vilja reyna við stöðu- hækkanir en þurfa að skipuleggja tilveruna og auka sjálfstraustið til að geta sótt á dýpri mið. Alla vega konur. Og svo karlmenn, sem finnst þeir ósáttir við sína vinnu, hafa verið reknir og eru að leita að einhverju öðru, karl- menn sem segjast ekki fá neitt út úr lífinu, karlmenn sem finna engan tilgang... Flest fólk sem stendur á vegamótum og veit hreinlega ekki hvert það á að snúa sér næst”. Að kynnast sjálfum sér Alene er eiginkona lútersks prests og móðir fjögurra barna. Heimilisstörfin voru hennar vettvangur eftir giftinguna og allt til ársins 1969. Það ár sneru hjónin heim frá Borneo í Asíu, þar sem hann hafði starfað sem aðstoð- armaður kínverska biskupsins, hún við menntaskóla á vegum kirkjunnar þar. Þetta var á tímum Viet Namstríðsins og atburðirnir þar sannfærðu. Alene m.a. um að nú þyrftu konur að fara að taka á málunum, „þær eru von mannkynsins um áframhaldandi líf á þessari jörð“. Aftur á móti þekkti Alene af eigin raun hversu erfitt það er fyrir konur að brjótast til áhrifa. Móðir hennar Sigurjóna (já, hún var íslensk og hálfsystir Halldóru Bjarnadóttur) varð ung ekkja og þurfti að fara að vinna fyrir sér og þremur dætrum . „Leit hennar að atvinnu, sú mismunun, sem hún varð fyrir sem kona og niðurlægingin sem hún þurfti að þola höfðu mikil áhrif á mig, þá fimmtán ára gamla“. Og við heimkomuna frá Borneo lét hún til skarar skríða. Hún nam félagsráðgjöf og starfaði við háskólann í Washington ríki sem slíkur til 1972. „Þá strunsaði ég út vegna þess að ég fékk ver borgað en karlarnir i sömu stöðu. Og stofnaði mína eigin ráðgjöf ásamt vinkonu minni. Mitt markmið var — og er — að auka virðingu kvenna fyrir sjálfum sér, fá þær til að þykja vænna um sjálfar sig og kynnast sér. Manneskjur, sem þekkja ekki sjálfar sig öðlast ekki sjálfstraust og þær treysta ekki öðrum heldur. ,,GuiöclóinIeg óánægja“ Þetta gildir auðvitað jafnt um karla sem konur. En þaðgildir þó miklu fremur um kon- urnar. Bíðum aðeins með þær og höldum á- fram með það sem ég sagði um vinnu. Með orðinu vinna á ég ekki aðeins við launuð störf, síður en svo. Ég segi stundum: það þurfa allir að vinna og sumir þurfa að vinna fyrir peningum. Vinna er það sem þú gerir. Ekki bara til að hafa til hnífs og skeiðar. í fá- tækum þjóðfélögum er Iíklega ein tegund vinnu, sú að hafa utan á sig og í. En í ríku þjóðfélagi eins og Bandaríkjunum og vænt-. anlega á íslandi líka, eru gerðar aðrar kröfur. Það kemur til mín fólk og segir sem svo: Mér líkar ágætlega í vinnunni, ég elska konuna mína, börnin mín eru yndisleg, húsið okkar er fallegt en samt er ég eitthvað ósáttur við tilver- una, ég er svo eirðarlaus eitthvað. Eða kona, sem segir: maðurinn minn er dásamlegur, heimilið okkar er notalegt, börnin mín eru myndarleg en mér leiðist svo. Og þá hugsa ég með mér: aha, þessi manneskja er á vegamót- um í lífi sínu, hún er að fara af einu skeiði yfir á annað og hún veit ekki hvernig hún á að fara að því. Ástæðan er oft sú að hún þekkir sjálfa sig ekki nógu vel. Hún veit ekki hvernig á að bregðast við, hvað hún gæti gert næst. Og í stað þess að loka augunum fyrir þessu nýja skeiði í lífinu, eða forðast að viðurkenna að um kaflaskil sé að ræða, þá er um að gera að snúa tómleikanum upp i jákvæða reynslu. Heilagur Augustus talaði um „guðdómlega ó- ánægju“ — þá óánægju sem kemur huganum til að hugsa hlutina upp á nýtt. Heimurinn var skapaður úr kaos. Og það er einmitt það sem ég reyni að hjálpa fólki við að gera! Það er ekici nóg að segja bara: farðu og gerðu eitthvað! Hvað skal gera er undir því komið hvað þú kannt að gera og hvað þú kannt að gera er kannski undir því komið hvað þú kaust að læra að gera og það hvað þú kýst er undir því komið hver þú ert! Á hverjum þáttskilum í lífinu stendur mað- urinn frammi fyrir því að taka ákvörðun. En til að geta tekið ákvörðun þarf a.m.k. tvennt að vera til staðar: þekking á sjálfum sér og þekking á valkostunum sem eru fyrir hendi. Þetta er það sem námskeiðin hjálpa fólki með. Bældir hæfileikar Og nú skulum við tala meira um konur! Má ég vekja athygli þína á austurríska sálfræð- ingnum Karen Horney. Hún var uppi á sama tíma og Freud og vann raunar með honum. En Karen var að því leytinu ólík öðrum lærisvein- um Freud að hún var honum gjörsamlega ó- sammála hvað snerti konurnar. Hún skrifaði m.a. bók sem heitir Neurosis of Human Growth — þá á hún við þau vandamál sem fylgja þroskanum (og ekki bara barna heldur fullorðna fólksins líkaj.Einn kaflinn í þessari bók heitir: The Tyranny of The Should eða Harðstjórinn „þú ættir að..!‘ sem er um kon- ur. Karen heldur því fram að í hverjum og ein- um búi viss hæfileiki, sem þarf að fá að þróast og þroskast. Þessir hæfileikar eru bældir nið- ur í konum, þeirra eigið sjálf fær ekki að mót- ast vegna þess að þeim er stýrt af boðorðum um það hvernig þær ÆTTU að vera. Konur rembast við að búa til það sjálf, sem ætlast er til að þær hafi, í stað þess að finna sitt eigið. Og þetta sóar ótrúlega mikilli orku sem ann- ars gæti nýst til betri hluta. Ef við veltum þessu dálítið meira fyrir okk- ur, þá gætum við til dæmis tekið orðið kona og bætt við það þeim eiginleikum sem ÆTTU að fylgja því: móðir, húsmóðir, falleg, snyrti- leg, ekki of klár, ung, bakari, orðfá! í Ame- ríku er boðorðið um fegurð og ævarandi ung- dóm e.t.v. það sem hefur mest eyðileggjandi áhrif á konur. Og niðurdrepandi. En sem sagt, við reynum að hafa upp á þessu sanna og eigin sjálfi og taktu eftir því að það breytist, það er einmitt það sem er að breytast og þróast og við hverja breytingu þarf að átta sig á hlutunum upp á nýtt, ef vel á að vera. Og það er kannski þess vegna sem fólk kemur aftur á stöðina til okkar, við erum farin að fá gamla viðskiptavini inn á nýjan leik og þeir segja: nú þarf ég að setjast aftur niður og skoða sjálfa mig og þá valkosti sem eru fyrir hendi. Saga af tón- listarkennara Námskeiðin eru þannig uppbyggð að þeim er skipt í sex hluta. Sá fyrsti lítur á fortíðina — hvað mótaði mig, hvaða atburðir skiptu sköpum, hvað vildi ég helst? Næstu tveir hlut- ar snúa sér að nútíðinni. Hvað er ég núna, hvað er ég að gera, í hverju felst það starf, sem ég inni af hendi, hvaða þættir þess falla mér best, hvað get ég best? Og síðustu þrír hlut- arnir horfa fram á við. Það er jú tilgangurinn; að benda inn í framtíðina. Þær vísbendingar, sem fortíðin gefur, verða að liggja til grund- vallar þegar litið er fram á við. Ég skal nefna dæmi, svona til að sýna þér hvernig við tökum á málunum. Það kemur til okkar tónlistarkennari í menntaskóla, karl- maður. Hann hefur verið rekinn úr vinnunni. Eins og aðrir. sem sækja námskeiðið, snýr hann sér fyrst að því að skoða sjálfan sig, for- tíðina. Hann þarf að fylla út spurningalista, svara spurningum um barnæsku sína svo sem hvernig fjölskyldan var, hvar hann var í syst- kinaröðinni, hvernig þau bjuggu. Einnig hvað hann langaði til að verða þegar hann yrði stór, hvort einhver eða eitthvað hafi haft sérstök áhrif á hann. Og um menntun, tómstunda- störf, áhugamál og um það, hvernig augum hann lítur sjálfan sig. Þetta er heimaverkefni og felur í sér þó nokkra skriffinnsku. Ég er á því, að einmitt það að þurfa að setjast niður og skrifa, neyði fólk til að velta hlutunum nánar fyrir sér og grafa dýpra eftir svörun- um. Svörin eru síðan rædd, annað hvort í hóp — það eru 10-20 í hóp eða í einkatím- um. Þessu næst er gengið að nútíðinni. Enn fær maðurinn spurningalista. Þar er m.a. skrá yfir nokkur hundruð störf, ekki stöður heldur sjálf störfin, t.d. telja, skrifa, elda, skapa, vefa o.s.frv. Tónlistarkennarinn okkar merkir við þau störf sem hann getur gert, hann merkir líka sérstaklega við störf sem hann gerir betur en gengur og gerist og að síðustu merkir hann enn við þau þessara starfa sem hann hefur gaman af að gera. Því næst tekur hann þau störf, þ.e.a.s. þau sem hann hefur gaman af og skýrir nánar hvers vegna, hvernig hann hafi nýtt sér þá getu til þessa o.s.frv. Auðvitað var hann relcinn Nú, svo við höldum okkur við þetta dæmi um tónlistarkennarann, það er reyndar raun- verulegt dæmi — þá tekur hann sig nú til og greinir það starf sem hann var í síðast: kennsl- una. Hvað fól sú vinna í sér? Jú, hann þurfti að stjórna kór, kenna í bekk, panta námsgögn og hafa umsjón með fjárveitingu til tónlistar- kennslunnar í sínum skóla og sat í kjaranefnd. Hvar þurfti hann að nota menntun sína og kunnáttu, hvar gekk honum best og á hverju þessara sviða nutu hæfileikar hans sín? Við þessa sundurgreiningu, sem fer fram skrif- lega, kom í ljós að hann var færastur og naut sín best við að skipuleggja námsgögnin, fjár- málin og innkaupin! Það varð sem sagt Ijóst hvers vegna maðurinn var rekinn sem kennari — það rann upp fyrir honum sjálfum að sem slíkur hafði hann verið á rangri hillu! Þessi maður, þegar hann kom til okkar, var gjör- samlega niðurbrotinn, skildi ekki hvers vegna hann hafði verið rekinn og sá ekki fram á að fá vinnu sem tónlistarkennari aftur. Tónlist var þó hans fag. Það eina sem hann kunni! Hann sá ekki, enda of örvinglaður til að sjá mikið — að þá kunnáttu mátti nota á öðrum sviðum, sem hentuðu persónu hans og Iífsviðhorfum betur. Nú, í dag rekur þessi sami maður blómstrandi tónlistarverslun, sel- ur nótur og bækur um músík. Þessi frásögn er auðvitað mjög einfölduð, svona var þetta í mjög stórum dráttum. Allra siðasti hluti námskeiðsins fer svo í að kanna

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.