Helgarpósturinn - 08.10.1987, Blaðsíða 31

Helgarpósturinn - 08.10.1987, Blaðsíða 31
 A fl^TMhuga.sviö Sambandsins er vítt, ef marka má þrálátan orö- róm meðal fólks í ferðamannaiðn- aði. Segir sagan, að menn frá SÍS standi í samningaviðræðum við eig- anda Holiday Inn i Reykjavík og verði bráðlega gengið frá kaupum þeirra á hlut í hótelinu. . . A undanförnu hefur meiri- hluti í ónafngreindri ferðaskrifstofu verið auglýstur til sölu. Þeir, sem til þekkja, segja að þarna sé um að ræða Ferðamiðstöðina í Aðal- stræti og að seljandinn sé Guðjón Styrkársson lögfræðingur. . . | síðasta Helgarpósti var greint frá mismunandi útreikningum greiðslukortafyrirtækjanna á drátt- arvöxtum. Þannig þarf sá sem greið- ir Visa-ísland mánuði eftir gjald- daga að standa straum af 3,5 pró- senta dráttarvöxtum, en sá sem lendir í sömu vanskilum við Kredit- kort þarf að greiða 7 prósenta drátt- arvexti. En þeir sem hafa lent í van- skilum við Kreditkort hafa kvartað yfir öðru. lnnheimtustjórinn hefur einungis hálftímasímatíma á hverj- um degi og því getur reynst erfitt fyrir þá sem búa úti á landi og lenda í vanskilum að ná sambandi við hann til að reyna að semja um greiðslu á eftirstöðvunum. Það reynist hins vegar auðvelt að ná sambandi og semja við lögfræðingana sem sjá um vanskii Kreditkorta um tveimur mánuðum eftir gjalddaga. En þá er innheimtukostnaður þeirra kominn ofan á skuldina og því erfiðara en ella að greiða hana upp. . . o pinberir starfsmenn hafa löngum haft það orö á sér að vera erfiðir viðureignar. I ljósi framkomu starfsmanna Skattstofu Reykja- víkur við samviskusaman góðborg- ara virðist það ekki vera að ósekju. Þessi maður hefur tamið sér það að fá kvittun frá skattstofunni þegar hann skilar af sér skattframtalinu. Það gerði hann einnig stuttu eftir síðustu áramót. Þegar hann hins vegar fékk skattseðilinn sinn í ágúst síðastliðnum kom í ljós að áætlaöar höfðu verið á hann tekjur. Til skýr- ingar var þess getið að skattstofunni hefði ekki borist skattskýrsla frá honum og því voru reiknaðar sér- stakar refsiprósentur ofan á skattinn af hinum áætluðu tekjum. Við það var skattur mannsins orðinn um sexfalt hærri en endurskoðandi hans hafði reiknað með. Maðurinn fór því með kvittunina góðu niður á skattstofu og hugðist fá leiðréttingu sinna mála. Þar fannst skattskýrsla hans týnd í einhverjum skjölum. Þrátt fyrir hin augljósu mistök skatt- stofunnar var manninum tjáð að hann yrði að kæra til ríkisskatt- stjóra þar sem mál hans fengi af- greiðslu eins og önnur kærumál. Slík mál taka iðulega tvo þrjá mán- uði og bað þvi maðurinn starfsmenn skattstjóra að biðja Gjaldheimtuna að slá lítilega af kröfum sínum um mánaðarlegt tillag í ríkiskassann. Það töldu starfsmenn af og frá. Þá fór maðurinn þess á leit að sektar- álagið fyrir að hafa ekki skilað af sér skýrslunni væri tekið burtu. Það fannst starfsmönnunum sömuleiðis ómögulegt, þar sem bíða þyrfti úr- skurðar ríkisskattstjóra áður en hægt væri að krukka nokkuð í álagðan skatt. Þá fór maðurinn þess á leit að starfsmenn skattstofunnar strikuðu yfir þá klausu á álagningar- seðlinum er sagði að hann hefði ekki skilað skýrslu sinni á réttum tíma og greindi frá því neðanmáls hvernig þessi klausa hefði lent á álagningarseðli hans. Þetta taldi hann nauðsynlegt svo ríkisskatt- stjóri fengi réttar upplýsingar til að úrskurða eftir. Starfsmenn skattstof- unnar neituðu enn. Þessi ólukkans BÍLALEIGA Útibú í kringum landið REYKJAVÍK:.....91-31815/686915 AKUREYRI:.......96-21715/23515 BORGARNES:.............93-7618 BLÖNDUÓS:.........95-4350/4568 SAUÐÁRKRÓKUR:.....95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR:.........96-71489 HÚSAVÍK:........96-41940/41594 EGILSSTAÐIR: ..........97-1550 VOPNAFJÖRÐUR:.....97-3145/3121 FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: .97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI: ......97-8303 interRent maöur hefur því þurft að greiða handvömm starfsmanna skattstof- skatta í hverjum mánuði sem eru vel unnar. . . rúmlega heildartekjur hans, fyrir _ líROÐFULL BÚÐI AF GLÆSILEGUM VÖRUM afsláttur þessa viku I w /O í tilefni opnunar. Tískuverslunin KÍI%Uli Þingholtsstræti 6 - Sími 19566 HELGARPÓSTURINN 31

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.