Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Helgarpósturinn

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 8. tölublaš + Peningar & markašur 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Helgarpósturinn

						Alfrún Gunnlaugsdóttir rithöfundur
er nýordin prófessor
í almennri bókmenntafrœöi viö Háskóla íslands.
Hún er í HP-viðtali.
Þessi eilífa hringrás
Álfrún hefur yfirbragð heimsmanneskju. Hún er ákveðin í tali líkt og hvert
orð sé vandlega valið, hugsunin öguð og skoðanir sterkar. Grásprengt hárið
myndar virðulega umgjörð um heilbrigðislegt, næstum suðrænt andlitið.
Framkoma hennar og fas bera með sér þokkafulla óræðni, eitthvað ókunn-
ugt og dularfullt. En um leið er hún hér og nú mér við hlið, rithöfundur og
prófessor.
EFTIR FREY ÞORMÓÐSSON   MYND JIM SMART
Þú ert oröin prófessor Álfrún, hverju breytir
það?
Fyrir sjálfa mig breytir það ekki svo miklu, ég
var áður dósent og með sömu kennsluskyldu.
Prófessor hefur hins vegar meiri stjórnunar-
skyldur, hann getur verið kosinn deildarforseti
og átt sæti í háskólaráði. Lektorar og dósentar
eiga ekki neina hættu á slíku.
Breytirþetta miklu fyrir almenna bókmennta-
frϚi?
Já, því nú verða þrjár fastar stöður við grein-
ina en voru áður tvær. Það breytir mestu; þvi
fleiri fastir kennarar því betra fyrir viðkomandi
kennslugrein. Það gefur greininni sennilega
ákveðnari svip út á við að hafa prófessor, en
hvort hún verði álitin marktækari fyrir bragðið
veit ég ekki.
Nú finnst mér almenn bókmenntafrœöi hafa
veriö lítid áberandi í Háskóla Islands og þá ekki
adeins vegna þess ad um huggrein er ad rœöa
heldur líka sem grein innan heimspekideildar.
Erþetta tilfellid?
Ég álít þetta jafnmikilvæga grein og hverja
aðra sem kennd er við háskólann. Það er mjög
mikilvægt fyrir okkur að geta numið bókmennt-
ir erlendra þjóða og önnur fræði sem að þeim
lúta, við verðum að kynnast þessu vegna eigin
sögu og bókmennta. Greinin var stofnuð með
það í huga að veita erlendum bókmennta-
straumum til Iandsins eftir því sem hægt væri.
Nú er íslenskudeildin mjög sterk í háskólan-
um. Ætti almenn bókmenntafrœdi ad standa
þar vid hliö?
islensk tunga, bókmenntir og saga hljóta að
koma fyrst af eðlilegum ástæðum, en það er
ekki þar með sagt að annað sé ekki mikilvægt
líka.
Hvernig finnst þér heimspekideild og greinar
hennar standa innan háskólans?
Sem fög standa huggreinarnar ekki illa. Virk-
um nemendum hefur hins vegar fækkað í heim-
spekideild. Það sem vekur manni ugg og óró-
leika er almennur flótti frá huggreinum og þá
sérstaklega flótti karla. Kennarar sjá þetta þegar
þeir ganga inn í stofurnar, nemendum hefur
fækkað og það eru afar fáir piltar eftir. Maður
hlýtur að spyrja sig af hverju þetta stafi. Skýring-
anna er að leita úti í þjóðfélaginu. Það er fyrst og
fremst láglaunastefna undanfarandi stjórna sem
veldur, því stór hluti nemenda úr heimspeki-
deild fer til kennslu- og menningarstarfa. Maður
fagnar auðvitað því konur skuli sækja í háskóla
en það er varla fagnaðarefni að þær skuli vera
í svo miklum meirihluta í huggreinum, því
það merkir dálítið annað en við vildum að það
merkti. Við vitum að þar sem konur eru í meiri-
hluta í ákveðnu starfi þýðir það lág laun. Nema
stjórnvöld treysti konum svona vel fyrir mennt-
un og menningu þjóðarinnar... Ég hef grun um
að það sé ekki ástæðan. Þetta sýnir augljósa
kreppu í hugvísindum. Þetta er að gerast í öðr-
um löndum líka, karlmenn flýja úr huggreinum
en hér er flóttinn orðinn svo yfirgengilegur að
annað og meira hlýtur að búa að baki.
Er þetta ekki líka spurning um gildismat í
þjóðfélaginu, vibhorf til hugvísinda?
I þjóðfélagi þar sem eina gildismatið er pen-
ingar er eðlilegt að fólk líti svo á að hér séu ekki
merkileg störf á ferðinni. Hugvísindi gefa yfir-
leitt ekki beinharðan gróða af sér. Viðhorf fólks
og peningar eru auðvitað samtvinnuð fyrirbæri.
Rithófundurinn Alfrún. Þú ert búin aö gefa út
eitt smásagn asafn og tvœr ská Idsögur, skáldsög-
una HRINGSOL nú fyrir jólin, líturðu á ritstörfin
sem hjáverk með kennslu?
Eg læt kennsluna og stjórnunarstörf í háskól-
anum ganga fyrir en myndi nú ekki kalla rithöf-
undarstarfið hjáverk... Þótt ég geti ekki alltaf
setið við skriftir er hægt að láta hugann starfa.
Ég kenni bókmenntir og hugsa daglega um
bækur og nýti þannig hvort fyrir annað. En rit-
störf liggja aldrei alveg niðri, ég vil ekki láta líða
of langt á milli skrifa. Þó að ég skrifi ekki nema
örfáar línur með nokkurra daga millibili þá líður
mér strax betur.
Líturdu þá á kennslustörfin sem framfœrslu?
Myndirðu vilja sinna ritstörfum eingöngu?
Ég hef stundum spurt mig að þessu. Mér finnst
áhugavert og gaman að taka þátt í því sem er að
gerast í kringum mig og í háskólanum er ýmis-
legt að gerast. Hann er að vissu leyti þverskurð-
ur af þjóðfélaginu. Ég held að ég myndi ekki
vilja hætta að kenna. Stundum brennur maður
í skinninu eftir að skrifa og þá vildi maður gjarn-
an eiga sinn tíma óskiptan, en ég er ekki viss um
að ég yrði ánægðari ef ég sæti stöðugt við. Þetta
er svolítið einstaklingsbundið. Ég vil ekki þurfa
að standa og falla með einhverju einu. Móðir, rit-
höfundur eða kennari eingöngu, ég gæti það
ekki. Þetta er algengara með karlmenn, þeir eru
það sem þeir gera og lítið umfram það. Þetta er
að sjálfsögðu óréttlátt mat hjá þeim og öðrum.
Eg skil þá hins vegar vel sem vilja sinna rithöf-
undarstarfi heilshugar og hafa til þess kjark, því
að í fjárhagslegu tilliti er þetta óörugg vinna og
illa launuð, álagið mikið, en það eru ekki allir
svo heilir. En auðvitað stunda ég ritstörfin líka af
lífi og sál.
TÍMI í SPÍRAL
Eg hefveriö að velta þvífyrir mér hvers vegna
þú byrjaðir ekki fyrr að senda frá þér skáld-
verk...
Eg hafði ekki hugsað mér að verða rithöfund-
ur áður. Það er ástæðan, ekki sú að ég biði eftir
því að koma syni mínum á legg og sækti í mig
kjark á meðan. Löngunin til að takast á við rit-
störf kviknaði ekki fyrr, en þetta tengist auðvit-
að því að ég er búin að liggja í bókum mestan
hluta ævinnar.
Nýjasta bókin þín HRINGSÓL hefur kannski
hlotið mesta athygli, verið mest auglýst, finnst
þér þú taka framförum sem rithöfundur?
Ég get eiginlega ekki svarað því. Það er svo
erfitt að standa utan við eigið verk og horfa á
það gagnrýnum augum. Ég get það kannski eftir
nokkur ár. En á meðan ég skrifaði HRINGSÓL
fann ég fyrir ánægju og eftirvæntingu. Mér
fannst ég vera að reyna að gera eitthvað annað
en ég hafði áður gert. Því fylgdi líka spenna,
hvort mér tækist að koma þessu saman. Gleðin
og ánægjan yfir því að skapa er mikilvæg. Að
fást við ákveðið verk er eins og að eiga góðan
félaga sem maður ræðir oft við, eða togast á við
eins og maður gerir stundum við fólk.
Finnst þér rithöfundurinn og prófessorinn
eiga samleið í þér?
Auðvitað er annað að stunda bókmennta-
rannsóknir en bókmenntasköpun. En þetta
tengist líka á margan hátt. Rithöfundar lesa yfir-
leitt mikið af verkum annarra, þeir sækja hug-
myndir og strauma til annarra þótt þeir svo end-
urskapi þetta allt. Nokkuð svipað gerir bók-
menntafræðingurinn^ Athafnirnar eru því svip-
aðar að vissu marki. Ég finn hins vegar fyrir því
eftir að ég fór að skrifa að ég kemst nær textum
en áður. Ég ímynda mér að ég sé heil persóna og
óskipt og þetta tvennt geti búið við frið og spekt
innra með mér.
Þetta hlýtur að vera spurning um að með-
höndla tíma sinn rétt. Síðan er tíminn sterkur
þáttur í nýjustu skáldsögunni þinni, hvernig
sérðu tímann fyrir þér?
Ætli það ekki sé ekki svipað því sem flestir
aðrir skynja. Tíminn er annaðhvort lína eða
hringur.
Þinn tími er þá hringur, samkvœmt kenning-
unni að minnsta kosti...
Hann getur líka verið spírall, það eru til ýmis
aukaform á tímanum. En þetta er líka spurning
um „strúktúr" vitundar sem er gaman að velta
fyrir sér og athuga hjá sjálfum sér. Hvernig er
vitund manns, hvernig skynjar maður? En tím-
inn er í raun ímyndun, „abstraksjón", sem við
reynum að skilja með því að gefa henni ákveðið
form svo við getum komið skipulagi á heiminn...
UNGIR UM SJÖTUGT
Hvað finnst þér um íslenska bókmenntafræði
og -umrœðu? Er hún nœgilega markviss?
Hún er markviss að því leyti að menn eru allt-
af að leita fyrir sér hvað sé að gerast. Það er
strax byrjað að flokka löngu áður en nokkur
skiiur hvað í raun er á ferðinni. Eg hef velt því
fyrir mér hvort þetta sé rétt, að búa til bók-
menntasögu úr samtímanum? Þetta gæti farið
að virka sem eins konar stjórnun. Það ætti því
að fara varlega í að flokka samtímann. Það væri
miklu nær að skoða skáldverk fyrst sem sjálf-
stæð listaverk frekar en að tengja á milli og
spyrða í sífellu. Höfundar eru oft settir fyrirfram
á einhvern bás, fólk væntir þá einhvers sérstaks
af þessum höfundum og þegar ímyndin gengur
ekki eftir verður það fyrir vonbrigðum. Svona
nokkuð er fordómar.
Svo ég tali þvert ofan í þessar hugmyndir. Hef-
urðu myndað þér einhverjar skoðanir á nýliðn-
um jólabókamarkaði?
Ég velti „markaðnum" sáralítið fyrir mér. Hins
vegar las ég nokkrar bækur og velti þeim fyrir
mér. Mér fannst margt athyglivert koma út fyrir
þessi jól og eins fyrr, á undanförnum árum. Ég
vil ekki nefna þar eitt verk öðrum fremur.
Hvað segirðu um „ungu" hófundana, svo ég
fari nú að spyrða? Gyrði, Sjón, ísak og Vigdísi?
Eru rithöfundar ungir eða gamlir eftir aldri?
Er það alveg víst? Höfundar geta verið ungir um
sjötugt. En ég bíð spennt eftir því hvað þessir
höfundar gera. Ég vil leyfa verkum þeirra að lifa
sjálfstæðu lífi í friði áður en ég fer að tengja þau
saman og við bókmenntalega sögu. Þegar menn
fjalla um heiia öld í bókmenntum er eðlilegt að
flokka og setja þá höfunda saman undir hatt
sem eru bókmenntalega skyldir til að ná betur
utan um efnið. En við megum ekki snúa hlut-
unum við og fara að troða bókum inn í fyrirfram
tilbúna flokkun. Þetta óttast ég að sé að gerast
núna. Að baki býr löngun til að skilja, ég skil
Iöngunina. En mér finnst eins og flokkunin sé að
verða aðalatriði.
Hvað finnst þér um metsölubœkur á íslandi
eins og Höllu Linker, hvað er þar á ferðinni?
Við Islendingar verðum að gera okkur grein
fyrir að það er munur á því að vera bókaþjóð
eða bókmenntaþjóð. í bókmenntaumræðu hef-
ur borið á því að f jallað sé um bækur sem hluti.
Það er nauðsynlegt að vissu marki, en þetta fer
að verða nokkuð ráðandi. Bækur eru metnar
eftir því hvernig þær seljast, sem er auðvitað
varasamt.
Bók Höllu Linker og aðrar endurminninga-
bœkur minna mig að vissu leyti á Islendinga-
þœtti. Það er verið að höfða til forvitni fólks um
náungann um leið og minni um ákveðna ein-
staklinga varðveitast.
Menn hafa áhuga á ævisögum og svo verður
vonandi áfram. Þær veita upplýsingar um
ákveðna einstaklinga og ákveðinn tíma. En þær
nálgast líka oft að vera skáldskapur og að vissu
leyti uppspuni. Það er ekki til neinn hlutlaus
sannleikur í ævisögum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36