Tíminn - 24.11.1917, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.11.1917, Blaðsíða 2
150 TIMINN Síra Magnús Jónsson, fyr prestur á ísafirði, og nú dósent i kirkju- sögu við háskólann, hefir rekið slyðruorðið af íslenzku kirkjunni i þessu efni, með því að semja og láta koma út, sjálfan siðbótar-af- mælisdaginn, 31. okt., æfisögu Mar- teins Lúters. Bók þessi er tvímæla- laust bezta bókin sem komið hefir út á þessu ári, og þykir því hlýða að geta hennar hér nokkuð nánar. Síra Magnús Jónsson er áður kunnur af fyrirlestri sem prentað- ur var eftir hann, um Vestur-ís- lendjnga. *Vakti það rit mikið umtal, og féllu um það all misjafn- ir dómar, en öllum bar saman um hitt, að fyrirlesturinn var prýðilega saminn. Það er fyrsta einkennið á æfi- sögunni, að hún er prýðilega sam- inn, efnisniðurröðun bæði ljós og skipuleg og málið gott. Við íslend- ingar gerum háar kröfur um að öll sögurit séu á göðu máli, að á þeim sé sögustýll. Við eigum því að venjast á okkar fornu sögum, að unun sé að hvorutveggja: efni og framsetning. Því miður hefir svo verið um suma þá er fengist hafa við sagnaritun á síðustu tím- um, að þótt lærdóm hafi ekki vantað, þá hefir framsetning ekki verið fyrir íslenzk eyru. Slík sagna- rit deyja og eiga að deyja hjá hinni íslenzku þjóð. Síra Magnús sameinar hvort- tveggja: lærdóm og hæfileika til að segja frá á þann veg, að vel lætur í eyrum og hefir því alt til að bera til þess að verða vinsæl) og lesinn sagnaritari. §líkir menn eiga að rita sögu og er vel farið að sira Magnús getur nú gengið nálega óskiftur að því starfi. Um meðferð efnisins að öðru- leyti er og alt hið bezta að segja. Höf. er séstaklega Iagið að gefa glögt og skýrt yfirlit í fáum drátt- um og má einkum benda á yfir- litið sem gefið er fremst í bókinni, um ástandið í heiminum, þegar Lútur kemur fram. Það er prýði- lega ljóst og glögt. Stór kostur á bókinni er það og, að höf. hefir ágætt lag á því að koma að miklum menningarsögu- legum fróðleik, samhliða frásög- unni, og verður sagan við það miklu skemtilegri, fróðlegri og meir lifandi. Enda eru þær kröfur nú mjög gerðar um góða sagnaritara, að ekki sé eingöngu sagt frá ytri viðburðum og höf. fullnægir þeim kröfum mjög vel. Mesti kosturinn á bókinni er þó sá, að sagan er sönn. Hún er ekki sögð í þeim tilgangi að flytja vörn, eða einhliða lof um söguhetjuna. Lúter kemur þar fram eins og hann var, með kostum og löstum. Og allir dómar höf. um menn og málefni eru alósnortnir af tilhneig- ingu til að draga taum Lúters eða lúterskunnar. Það er nýjabragð að því að fá slíka bók á íslenzkan bókamarkað. Og Tíminn vill eindregið skora á alla íslenzka bókavini, að ná sér í bókina til vetrarins. Er það fyrst og fremst viðeigandi á þessu ári. Og í annan stað, verður hver mað- ur að fróðari og þroskaðri af að lesa hana. Því að bókin er hvort- tveggja: skemtileg og mentandi. Og loks gefur hún athugulum lesanda mörg tækifæri til þess að prófa og dæma sjálfur, um þau mál einkan- lega, sem hún fjallar mest um, og hinn mikla mann er hún lýsir — og verður hver að auðgari er tíma ver til þeirra hluta. Höfundur og útgefandi eiga lof skilið fyrir bókina, en á þjóóina er bókin prófsteinn um þroska hennar að velja bækur. Vajaspurningin mikla. Fossafélagið »fsland« sækir um leyfi til að starfrækja Sogsfossana. Það sama félag hefir ennfremur eignar- og leiguyfirráð á allmörg- um öðrum stærstu fossunum hér á landi. Engar brigður eru bornar á að félagið ráði yfir fjármagni sem skiftir tugum miljóna. Ef það hefst handa með atvinnurekstur sinn verður það langöflugasta auð- fyrirtæki í landinu. Það getur beitt afli sínu til ills eða góðs, eða hvort tveggja. Og menn hafa ekki enn sem komið er neina hugmynd um hvor af þessum hliðum muni oftast snúa að landsmönnum. Þar er einmitt vafaspurningin mikla. Og áður heldur en gengið er langt inn á tilslökunarbrautina, þarf félagið að hafa sýnt lit. Á smáatriðum má sjá nokkuð. El það byrjar með smámunasamri harðdregni í skiftunum við lands- menn, þá er hælt við að fleira fari eftir. Það sé byrjun en ekki endir. Þá er tortryggnin vakin — nógu snemma. Og þá gæti svo farið að þjóðin vildi ekki veita slíku félagi nein sérstök hlunnindi. Ef það ætlaði sér að nota auðsuppsprett- ur landsins, þá yrði það, að sætta sig við að hlíta landslögum eins og hvert annað atvinnuíyrirtæki i landinu. Það fengi þá engin hlunn- indi. Enga sérstöðu. Dálítið öðru máli væri að gegna ef forkólfar félagsins sýndu í skift- um við þjóðina, að þeir hefðu hennar gróða líka fyrir augum, og að félagið sæktist engan veginn eftir að ná kúgunartökum á lands- mönnum. Slík aðstaða mundi fé- laginu fyrir beztu, því að þá yrði að vonum litið sanngjarnlega á heilbrigðar kröfur frá þess hendi. Félagið svarar spurningunni í verki. Saga þess er stutt enn hér á landi. Og hún er ekki allskostar á þá leið að gefa tilefni til sér- stakra glæsivona. Verður það at- hugað áður langt um líður. Glúmur. Brauðverðið. Verðlagsnefnd hefir tilkynt bæjarstjórn Reykjavíkur að hún muni setja hámarksverð á brauð ef bæjarstjórn óskar. Verðið er sagt töluvert lægra en það sem nú er. Skálð og listamenn. Frá því fyrsta höfum við íslend- ingar verið bókmentaþjóð. íslenzk- ar bókmentir eru elstar norrænna bókmenta. Frændþjóðir okkar þrjár kalla þær venjulega »oldnordisk Litteratur«. Lesbækur þeirra og bókmentaágrip byrja oft á köflum úr þeim, og er látið líta svo út sem það sé elzti vísirinn til þeirra eigin bókmenta. Þetta er saklaust hnupl, og getum við verið hreyknir af. Það er ekki einskisvert sem all- ir vilja eiga. Það er eitt stærsta heillasporið í íslandssögunni að tekið var að rita á íslenzku en ekki latínu, eins og títt var á miðöldunum. Þess vegna hefir íslenzkt mál og menning varð- veizt. Og fornbókmentum vorum eigum vér að þakka þá ást og virð- ing, sem oss hefir hlotnast meðal annara þjóða. Það er satt sem sagt hefir verið að útflutturS afurðum vorum er það ekki að þakka. Vér flytjum út mikið af kjöti og salt- fiski. En enginn hefir við það, að eta íslenzkt saltkjöt eða íslenzkan saltfisk komist að því að hér byggi sérstök þjóð, sem eigi fullan til- verurétt meðal þjóðanna. Þetta er ekki sagt af neinu virðingarleysi fyrir blessuðum matnum, en máttur hans er nú einu sinni ekki meiri en að seðja magana. Bók- mentum okkar, en hvorki fiski eða kjöti, er það að þakka, að margir ágætir íslandsvinir eru þeirrar skoðunar að heimurinn væri ver kominn ef íslenzk menning hyrfi úr sögunni. í skjólshúsi klaustranna og höfð- ingjasetranna eru Islendinga- og Noregskonungasögur ritaðar. í klaustrunum áttu rithöfundarnir griðastað, og á heimilum ríkra höfðingja, ef þeir ekki voru ríkir höfðingjar sjálíir. Sögurnar bera vott um hvílíkir snillingar forfeður vorir voru. En jarðvegurinn var of hrjóstugur fyrir aðrar listir en rit- listina. Auðurinn var af skornum skamti. Hér vóru engar hallir eða veglegar kirkjur reistar. Þær þurfti hvorki að prýða með myndastylt- um eða málverkum, þjóðin var of fámenn og fátæk til að aliir hæfi- leikar manna gætu notið sín. En listamannaeðlið liggur í blóði ís- lendinga, það eru fleiri sannanir fyrir því en snildin á íslendinga- sögunum. Það nægir að benda á Albert Thorvaldsen. Við því má búast að margur hans líki hafi orðið að engu hér heima í fásinn- innu. Er iit ti) slíkra mannskaða að vita. Á síðustu tímum hafa orðið mikl- ar breylingar. Kjör rithöfunda og listamanna breytast með kjörum þjóðarinnar. Nú eru engin klaust- ur til að skjóta skjólshúsi yfir efnalitla rithöfunda. Vafasamt lika að skjól þeirra yrði þegið. Nú er landsmönnum að fjölga og efni að aukast. íslenzk menning er því óð- um að færa út kvíarnar. Nú er orðið talandi um íslenzka málara og myndhöggvara. Skáldin og rit- höfundarnir eru fleiri en nokkru sinni áður. En lífsskilyrði þeirra hafa lítið batnað. Það er annað að rita á máli, sem 100 milljónir manna skilja, en á máli sem að eins 100 þúsund skilja. Rithöfundurinn, sem ritar fyrir 100 milljónir, hefir nokk- uð meiri likur til að geta fengið þá borgun fyrir starf sitt, sem hann þarfnast til að geta notið krafta sinna. Sá sem ritar fyrir 100 þús- undir þarf að hafa ritstörfin að aukastarfi. Sú hefir líka orðið raunin á að íslendingar, sem hafa viljað helga sig ritstörfunum einum hafa stokk- ið úr landi. Sumum kann ef til vill að þykja vel við þá sloppið. En ánægjan er ekki óblandin að þessum skálda útflutningi. Skemti- legast væri að geta haldið þeim heima, svo menning okkar og móð- urmál fengi að njóta þeirra. En flytja svo út rit þeirra. Það hefir lengi brunnið við að illa sé tekið á móti ungum skáld- um og listamönnum. Enn er lítið farið að batna um það. Okkur er sagt að gömlu karlarnir hafi hald- ið því fram að bókvitið væri ekki látið í askana. Það er venjulega ætlast til að við hlæjum að skainm- sýni þeirra og þröngsýni. En ef við gáuin að þá er það svo enn, að bókvitið er ekki látið í askana. Það er minstur gróðavegurinn að afla sér sem mests bókvits. Við skulum ekki hlægja mikið að göinlu körlunum fyr en þetta er eitthvað farið að lagast. Og það þarf að lagast. Það mun eitt með meslu vanda- málum menningarþjóðanna hvern- ig eigi að launa skáldum, rithöf- undum og listamönnum starf sitt, hve mikil laun þeir eigi að fá, og þó aðallega hvernig eigi, að borga þeim. Lítið mun Hallgrímur Pét- ursson hafa fengið fyrir Passíu- sálma sína, og er þó alt sem græðst hefir á öllum úlgáfum þeirra hans fé. Hallgrímur hefði getað dáið úr sulti jafnt fyrir þeim auðæfum. Sama misrétti verða flestir rilhöf- undar fyrir. En hvernig á þá að launa þeim? Góðir rithöfundar vinna fyrir þjóð sína í heild sinni. Það liggur því í augum uppi að hver þjóð hefir skyldur gagnvart rithöfundum sínum. Þess mun enginn krefjast að þjóðirnar greiði rithöfundum allan ókominn hagnað af ritum þeirra eða alt það gagn, sem menningu landsins er að þeim. Hvorugt verð- ur metið. En hins er hægt að krefjast af hverri menningarþjóð, að hún geri það sem í hennar valdi stendur til að skáld hennar, rithöfundar og listamenn geti notið krafta sinna og hæfileika. Og miklu er þörfin meiri á að hlynna að slíkum mönnum meðal smæstu þjóðanna en hinna stærri. Ættum við íslendingar að sjá sóma okkar í því að telja ekki eftir skálda- og listamannastyrk. Mannafli okkar og fjármagn má sín lílils í augum annara þjóða. En ef islenzk menning hefir virð-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.