Tíminn - 25.05.1918, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.05.1918, Blaðsíða 1
TÍMINN kemur út einu sinni i mku og kostar 4 kr. árgangurinn. AFGREIÐSLA i Regkjavik Laugaveg 18, simi 286, út um land i Laufási, simi 91. II. ár. Reykjavik, 25. mai 1918. Kánýtt lijal. Nýr siður er nú hafinn í þing- •sögu og stjórnmálasögu íslands. Eru það stjórnarandstæðingarnir .uúverandi, langsummenn, sem hann hefja nú á þessu þingi. Þeir hafa ekki fjdgi til þess að koma fram með beina vantrausts- ,yfirlýsing á hendur landsstjórnar- innar, og fara því aðrar leiðir. Þeir láta rigna niður fyrirsjjurn- um um eitt og annað. Þeir fá aðra þingmenn í lið með sér til þessa, enda neyta þeir nú þeirrar aðstöðu sem þeir hafa skapað sér í nefnd- um og áður hefir verið að vikið hér í blaðinu. Mun sá vera til- ígangurinn að smá þreyta stjórn- ina með þessari aðferð og í annan ^stað að reyna að gera fleiri og íleiri þingmenn óánægða. Væri fróðlegt um það er lýkur að reikna út hvað þetta kostar landið bein- línis í prentun margra klukkutima ræða alóþarfra, en hitt verður ekki reiknað, sem sé að öll þing- störf truflast meir og minna af hinum löngu þingfundum og allur íglundroðinn sem þessu er samfara. • Eitt sérstakt dæmi má um þetta ■nefna oj* er það fyrirspurn flutt af hr. Gísla Sveinssyni og fleirum um fossanefndina. Kom hún til um- ,Tæðu laugardaginn fyrir hvítasunnu. Umræðurnar stóðu hátt á fjórða líma og var það hvítasunnuhelg- inni einni að þakka að þær slóðu -ekki raikið lengur. Fyrirspyrjandi (G. Sv.) kom vfða við, sem hans er von og visa og kastaði hnútum. Þungamiðjan virtist vera sú að fá fram hvenær nefndin myndi hafa lokið störfum sínum og að relta á eftir störfum hennar. Einn fossanefndarmanna gat þess að hann hefði áður sagt hr. G. Sv. að nefndin myndi verða búin að ljúka störfum í síðasta lagi fyrir næsta þing. Munu nefndar- menn allir hafa sagt frá því hverj- um sem um spurði. Fyrirspurnin er því ekki annað en skrípaleikur, a. m. k. eins og hún var flutt af frummælanda. Forsœtisráðherra kallaði umrœð- urnar fánýtt hjal og var síst of- djúpt tekið í árinni. í augum almennings verður ekki öðruvísi litið á en að hér sé verið að leika sér að því að eyða tíma þingsins, reyna að kveikja ófrið, reyna að svala sér á einhvern hátt, þegar ekki verður áforminu frám komið að ná í stjórnina. Svo verður að dæma um fram- komu frummælanda a. m. k. Það er sjálfsagður hlutur að þingmenn liafa rétt lil að krefjast skýrslna af landsstjórn um alþjóð- armál. Og svo mikið getur auð- vitað legið við að rétt sé að krefj- ast þess opinberlega. En þegar leikurinn er á þann hátt háður sem hér hefir verið sagt, verður það að teljast misnotkun á þing- mannsvaldinu. Og þá er þess að vænta að hinn heilbrigði meiri liluti þingsins taki fram fyrir hendurnar á þess- um mönnum sem á þennan hátt misnota afstöðu sina, með því að leyfa ekki aðrar fyrirspurnir en þær sem réttmætar mega teljast. En þeir menn fá seint of þung- an dóm af hálfu þjóðarinnar, sem fara slíku fram á þeim tímum sem nú standa yfir. Næstu kosn- ingar ættu a. m. k. að sýna hvaða afleiðingar það hefir að fara á þennan hátt með þingmenskuna. Læknnkl á Isafirði. Reglurnar um það hverjum eigi að veita embætti eru ekki óum- breytanlegar. Nýir tímar gera nýj- ar kröfur. Eftir þeim kröfum verð- ur að setja hinar nýju reglur. Þrjú ár eru liðin og nálega bálft síðan bannlögin gengu í gildi að öllu leyti á íslandi. Reynslan er búin að sýna það þennan tíma, að þjóðin á það mjög undir embættis- mönnum sínum að lögin nái til- gangi sínum. Á það einkum við um lagaverðina og læknana. Það er einhver háleitasta skjdd- an sem hvílir á herðum íslenzku þjóðarinnar að koma nú á hjá sér fullkominni bannlagagæzlu. Það er prófsteinn á siðferðisþroska þjóðarinnar hvort hún getur það. Það er engurn vafa undirorpið að hún mun fleygja þjóðinni stórkost- leða fram i siðferðilegum efnum hin sigursæla barátta að gjörþurka landið af afengum drykkjum, enda yrði það um leið sjálfsögð dygð hvers góðs borgara að stuðla að því. En þetta er afarmikið undir em- bættismönnum þjóðarinnar komið. Og þess vegna er það krafa hinna nýju tíma, að menn séu skipaðir í embætti mjög með tilliti til þessa máls. Gömlu reglurnar um em- bættisaldur eiga ekki að koma til greina fyr en í annari röð. Þessari stefnu hefir áður verið haldið fram hér í blaðinu um lög- reglustjórana. En hún á ekki síöur heima um læknana. Það má nefna hin allra ljósustu dæmi um þetta. Tökum tvo menn sem ljúka samtímis prófi við læknadeildina og með líkri einkunn. Annar hefir hlakkað einna mest til þess að verða kandídat, af því að þá geti hann gefið áfengislyf- seðlá, hjálpað kunningjum sínum um sopann og fengið sjálfur fé fyrir. Framkvæmdirnar verða eftir þessu og maðurinn missir alla lil- finning fyrir því hvað hann er að gera. Hinn finnur til hinnar miklu á- byrgðar sem liann ber gagnvart þjóðfélaginu i þessu efni. Hann neitar sér um þessa ólöglegu tekju- grein, bakar sér ákúrur kunningj- anna, til þess að breyta rétt og svíkja ekki þjóð sína. Hann gefur aldrei út ólöglegan áfengisljdseðil. Spurningin er þessi: Á þjóðfélagið að meta þessa tvo menn jafnmikils og láta þá standa jafnframarlega um að fá veiting fyrir trúnaðarstöðum? Ef þeir eiga að vera jaín rétt- háir í þessu efni, verður sú ein ályktun af því dregin að þjóðfé- laginu sé engu meiri hagur að því að eiga góða og löghlýðna borg- ara, en lögbrjóta og þá sem fórna alþjóðarheill á altari eigingirninnar og kæruleysisins. Þjóðfélagið á að sýna það með þvi að láta hina löghlýðnu lækna standa framar öllum um að fá embætti, að það vill verðiauna slíka menn. Með því á þjóðfélagið að gera hvorttveggja: að fullnægja réltlæti, og veita ölluin læknum og læknaefnum aðhald. Því að það á að verða föst regla að hin á- byrgðarmestu og beztu læknaem- bætti séu alls ekki veitt öðrum en hinum grandvörustu mönnum í þessu efni. Hið mikla siðferðis- og uppeldismál þjóðarinnar, útrýming áfengra drykkja úr landinu, með aðstoð góðra emhættismanna, gerir þessa skýlausu kröfu. — Veiting læknisembættisins á ísa- firði stendur nú fyrir dyrum. Kem- ur þá til greina hvað ei’gi að ráða veitingunni. Landlæknir hefir sett Vilmund Jónsson cand. med. til þess að gegna embættinu í vetur. Hann er einhver allra efnilegasti læknir sem útskrifast hefir frá Háskóla íslands, skurðlæknir góður, lærður prýði- lega, skjótur til ráða, öruggur til ferðalaga — maður sem er hvort- tveggja, fæddur læknir og mentað- ur læknir. Kona hans hefir líka lokið læknisprófi og gæti því veitt honum hina dýrmætustu aðstoð, er mikið væTÍ um að vera. Vil- mundur hefir getið sér hið ágæt- 21. blað. asta orð og vilja ísfirðingar fyrir hvern mun fá að halda honum. Bæjarstjórnin hefir í einu hljóði æskt þess að honum yrði veitt embættið. Og svo bætist það ofan á að Vilmundur Jónsson hefir borið af ærið mörgum stéttarbræðrum sín- um um fullkomna festu í að mis- nota ekki heimild sína til þess að gefa áfengislyfseðla. Og í svo fjöl- mennum kaupstað reynir mjög á festuna og þar er það mest áríð- andi að fullrar samviskusemi sé gaett. Hér gefst því veitingarvaldinu tækifæri til þess að sýna að slíkur maður sé verðlaunaverður. Það var rétt spor stigið að setja Vil- mund á þennan stað. Þegar hann hefir uppfylt hinar beztu vonir og unnið fylgi héraðsbúa, á næsta sporið að vera það að veita hon- um embættið. Þá sýndi þjóðfélagið það í eitt skifti fyrir' öll að nú er ný stefna hafin og að eftirleiðis verði fleira að teljast meðal þeirra kosta sem prýða eiga fyrirmyndarlæknirinn en áður — þann mann sem eigi að sitja fyrir öðrum um vandamestu læknaembættin — sem sé að hann hafi einlægan vilja á að hjálpa þjóð sinni til þess að ná fullri heilbrigði á þessu sérstaka sviði. Það væri ótvíræður vottur um að veitingarvaldið fylgdist með stefnu* og kröfum tímanna, væri nú hnigið að þessu ráði. Það væri hin heilsusamlegasta bending til hinnar uppvaxandi læknastéttar. Það væri vottur um stefnufestu íslenzku þjóðarinnar. Vottur um það að hún ætlar engra meðala að láta ófreistað um að ná því inarki sem hún hefir sett sér. Sendinefnd kom hingað frá lög- þinginu í Færeyjum með Botníu, í * þeim erindum að fá greitt fyrir vöruflutningum frá Ameriku með samningum við landsstjórnina. Meðal þessara fulltrúa var Morten- sen fyrv. fólksþingsmaður einn. Mun Færeyinga skorta flesta þá hluti sem fluttir eru hingað vestan um haf, en einkum er þeim mikið tjón að olíuleysi, því það heftir fiskveiðar þeirra. — Landsstjórnin mun hafa heitið sendinefndinni rúmi í skipunum frá Ameríku, einhverju í hverri ferð, en ætlunin að fá leyfi Breta til þess að Botnía flytji vörurnar héðan. Þykja sendi- mönnum þetta góð erindislok og sjá að betur getum við ekki gert.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.