Tíminn - 29.03.1919, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.03.1919, Blaðsíða 1
AFGREWSLA i Reykjavik Laagavey 18, simi 286, át am land i Laujási simi 91. TÍMNN að minsia kosii 80 blöð á ári, kostar 5 krónur árgangurinn. III. ár. lleykjaYÍk, 29. mars 1919. Færeyfar. Vi'ð og við erum við íslendingar mintir á náframdur okkar Færey- inga. Nú upp á síðkastið, einkum þá er þcir eru að leita lil okkar um að læra af reynslu okkar. Er getið annarsstaðar í blaðinu erind- reka þeirra, sem nú dvelst hér. Engin þjóð er okkur jafn skyld, engin stendur okkur jafn nærri og býr við svo svipuð kjör og við, það er engin þjóð í heiminum sem á eins mikla kröfu til okkar og Færeyingar, um samúð og útrétta bróðurhönd í lífslWáttu þeirra. Og það er engin þjóð í heiminum sem við getum gert neitt verulegt fyrir, ef það ern ekki Færeyingar. Þeir eru fjórum sinnum færri en við og búa í mörgum sinnum minna landi. En þeir hafa varð- veitt þjóðerni sitt, standa okkur næstir um að halda fornum nor- rænum siðum, hafa suma varð- veilt sem við höfum gleymt — og við erum eina þjóðin í heiminum sem getum skilið mál þeirra, ná- lega til fulls á bók og að miklu leyti hið laluða mál. Þeir eru nú að heyja hina sömu baráttn og við höfum háð um fjárhagslegt og efnalegl sjálfstæði, enn fremur að verja þjóðerni sitt — og standa einir uppi i þeirri baráttu. Það skal ekki talið upp alt að þessu sinni, sem við getum gert fyrir Færeyinga og eignm að gera, þeirra vegna og okkar það verður vikið að því síðar. Það ^kal einurigis drepið á eitt. Færeyingar eru að koma sér upp bókmentum á eigin tungu. Við ættum að vita það best, hve það er .erfitt fyrir smáþjóð. Til þess að fylgjast með andiegu lífi þeirra, lil þess að kynnast þjóðlifi þeirra og lungu og til þess að styrkja bókaútgáfu þeirra, eigum við að kaupa bestu bækur þeirra, helst að nokkrnm mun. .Tón Ólafsson barðist töluvert fjuir því á árunum að íslendingar gengju i hið þá nýstofnaða bókmentafélag Færeyinga, og margir urðu við þeirri áskorun. Vegna veikinda og dauða aðalstofnanda og starfsmanns þess félags hefir það ekki starfað um hríð. Nú starfar á Færeyjum félag sem heilir »Varðancc. Það gefur út mánaðarrit: »Smáskriftir Varðanscc. Rita í það allir helstu mentamenn og skáld á Færej'jum. Það er fjöl- breyti að efni og skemtilegt, og mjög ódýrt. Þá cná minna á aðalblað sjálf- stæðismannanna færeysku, sem heitir »Tingakrossur«. Eru bæði þessi rit auglýst á öðrum stað i blaðinu. Tíminn vill nú eindregið skora á lesendur sína að kaupa þessi rit og lesa, einkum hið fyrnefnda. Mun ritstjóri Tímans fá töluverða sendingu af livorutveggja á næst- unni og annast um útsendinguna út um land. Menn eru því beðnir að snúa sér til hans um pantanir. í sambúð okkar íslendinga við hinar miklu fjöímennari frænd- þjóðir á Norðurlöndum verðum við meir þiggjandi en veitandi. Ná- frændurnir, sambýlismennirnir í miðju Atlantshafi, eiga ekki alveg ósvipaða afstöðu til okkar og við til Norðurlandaþjóðanna. Nú höf- urn við ícngið viðurkenning um að slanda þeim jafnfætis. Það leggur á herðar okkur meiri skyld- ur um að rejmast að einhverju leyti þarfir þeim bróðurnum sem ekki hefir fengið þá viðurkenning enn þá. Við skulum láta það verða eitt fyrsta sporið að stj'rkja þjóðernis- baráttu þeirra og auka kynni okk- ar af þeim, með því að kaupa og lesa bókmentir þeirra. í Bannlagabrot. Nýlega varð uppvíst um bann- lagabrot af hálfu brytans á Lagar- fossi, A. Tegner, í næst síðustu ferð skipsins. Eftir að skipið var lagt af stað héðan af höfninni á leið til Ameríku, stansaði það og varpaði akkerum úti undir Engey af þvi, að eitthvað af skipsskjöl- unum hafði orðið eftir i landi. Kom þá raótorbátur að skipinu og tók á móti áfenginu, eitthvað á þriðja hundrað flöskum. And- virðið hált á 4. þúsund kr., fékk brytinn greitt með tékk-ávísun, sem hann reyndar fékk ekki greidda í bankahum, þegar lienni var fram- vísað, eftir komu Lagarfoss frá Ameríku aftur. Viðtakandi áfengis- ins var Vidar Vik, norskur maður hér í bænum. Brytinn A. Tegner var' seklaður um 500 kr., en mál hins síðarnefnda mnn ekki útkljáð enn. — Þetta bannlagabrot gefur ekki siður ástæðu til umræðu, en hið fræga brot, sem dæmt var í Hafn- arfirði fyrir skemstu. Brytinn hefir gert eitt af tvennu: að rjúfa inn- sigli lögreglunnar innan islensks landhelgis; eða hann hefir sfungið áfenginu undan innsigli. Þetta á- fengi selur hnnn fyrir háit á jjórða þúsund krónur. Sektin cr ekki nema rúmnr áitnndi hiuii söliwerðs- ins. Hvernig á að halda uppi lögum í landi með þessum vinnubrögð- um? Hvað munar þann mann um 500 kr. sekt, sem verður uppvís að því, að smygla og selja vín fyrir hátt á fjórða þúsund krónur? Það er óhætt að hætta þegar i stað allri löggæslu i landinu, eigi svo að fara fram. Eigi það að viðgangasl áfram, að stór-gróði sé að " lagabrotum, jafnvel þá er þau komast upp, þá er það eins víst og að nótt fylgir degi, að hér í landi stendur fyrir dyrum sú agaleysis- og óstjórnar- öld, sem gerir öllum grandvörum mönnum með öllu ólift í landinu. Eru þá örlög íslands auðráðin og myndi rnargur óska því fremur afiur í legið sitt forna að fara. Það er ekki nema um tvent að velja. Annaðhvort að taka á móti ósómanum með festu, röggsemi og hæfilegri refsingu, eða að leyfa honum að útbreiðast eins og vill. Hálfvelgjan er ræfilslegust, þetta nart ulan í uppvísan lagabrota- gróðann, er hiægilegt og fyrirlitlegt. — Hvað segðu menn t. d. um það, ef maðurinn fyndist sem stal 10 þúsund krónunum úr póstpokan- um, ef hann væri látinn borga af því þúsund krónur og ganga heim laus og liðugur? Munurinn væri ekki ýkja mikill. Hvað ætli verði svo langt þang- að til laga-brjótarnir verða allra- miklilegast beðnir um að gefa upp tekjur sínar af uppvísum laga- brotnm, til þess að hægt væri að leggja útsvar- og tekjuskatt á þess- ar aukatekjur? Kæmi þá hver liðurinn neðan undan öðrum: Tekjur af uppvisri vínsmygl- un ....................... kr. . . . Tekjur af uppvísu æðar- fugladrápi... .......... ... — . . . Tekjur af uppvísri ólög- — . . . legri veiði í landhelgi .. — . . . Tekjur af uppvísu hvítu mansali .................. — . . . Tekjur af uppvísum toll- svikum ................... — . . . Tekjur af uppvísu fjár- hættuspili ............... — . . . o. s. frv. Það hallar óðum undan fæti í þessa áttina. Liggi sökin þar, að einhverju leyti, að lögin hcimili ekki nógu háar seklir, þá er það siðferðis- skylda landsstjórnarinnar, að bæla úr þessu, ef hún ekki treystir sér til þess þegar í stað með sérstök- um ráðstöfunum, þá með því, að leggja slíka lagabreyting fyrir al- þingi. 21. blað. Sjóðstofnun. Þá er botnvörpungarnir voru seldir Frökkum fyrir nálega tveim árum, var það atriði sett í sölu- samningana, að 3 af hundraði af söluverðinu skyldu ganga til þess verkafólks, á sjó og landi, sem atvinnu misti við söluna. Engin éndanleg ráðstöfun hefir enn verið gerð um fé þetta. Féð er í vörslum stjórnarráðsins og skrif hafa farið milli stjórn- arráðs og bæjarstjórnar um málið. — Upprunalega var ætlað að verja þvi til dýrtíðarhjálpár, og eitt sinn vildi borgarstjóri fá það að skyndiláni handa bænum. Nú hefir fuiltrúaráð verkamanna hreyft málinu við bæjarstjórn og verður því ráðið til lykta innan skamms. En skoðanir virðast mjög skiftar. Allir munu vera sammála um það, að fé þetta — sem er 135 þúsund krónur — eigi ekki að verða eyðslufé, heldur eigi að stofna sjóð eða sjóði eða því um likt, handa verkalýðnum í Reykja- vík. Aðai ágreiningurinn er um hitt: eiga félög verkamanna hér í bænum að ráða yfir fénu, eða á að stofna almenna sjóði sem standa undir sljórn bæjarstjórnar og fé- Iaganna. Láta félögin það ótvirætt í ljósi, að þau hafi engin afskifti af fénu nema það verði algerlega gefið þeim á vald. Leggja fulltrúar fé- laganna það tii, að aðallega verði fénu varið til þess að stofna slysa- og tryggingarsjóði fyrir verkalýð- inn undir stjórn félaganna. ^Slíkur ágreiningur sem þessi gæti að likindum ekki risið í neinu öðru landi Norðurálfunnar en á íslandi. Alstaðar annarstaðar eru verkalý'ðsfélögin alviðurkend sem hinn sjálfsagði aðili af hálfu verkalýðsins. Engum kæmi til hugar annað en að fela þeim stjóru slikra sjóða. Það er og orðið alviðurkent. og sannast allra best á þeim tíma sem nú er að líða, að verklýðsfé- lögin eru þjóðfélaginu bráðnauð- synleg og er því bein skylda þjóðfélagsins að hlynna að þeim a. in. k. til vissra takinarka. Fé- lögununr er það fremur öllu öðru að þakka að kjör verkamanna eru ekki miklu verri en þau eru, þau eru . aðalvörnin gegn eymd og úr- kynjun í þeirr: stélt. í annan stað hefir það nú sj'nl sig að verka- lýðsfélögin eru aðnl vörnin gegn uppreistabölinu, Rolchevickisman- um, sem nú geisar um heiminn, það verður þeim fyrst og fremst

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.