Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Forspil

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Forspil

						FYRSTI  ÁRGANGUR
FORSPIL
NÓVEMBEK  19 5 8
FYRSTA  TÖLUBLAB
DAGUR  SIGURÐARSON:
Billy the Kid eða Ærlegt handtak
Vor, sólhvítt vor. Malbik og
syndir hvítna í sólskininu.
Þarna strunsar úngur listmál-
ari niðurí bæ og er heldur stór-
:Stígur. Hann er hár og horaður,
úfinn og órakaður, auðnuleys-
islegur. Frakkinn er krumpaður
einsog harmónikka. Sólarnir
bögglast undir skónum þegar
hann geingur, smella við hvert
fótmál. Sandur og smásteinar
sær'a hann í iljarnar.
Hann hefur ekki unnið ærlegt
handtak síðustu tvö árin. Hvert
er hann að flana ónytjúngurinn
sá arna? Hvað er hann að hugsa?
Fyrir tveimur árum var ég í
byggíngarvinnu. Þá var vor eins-
¦og nú. Ég sá minnst af því. Frá
morgni til kvölds pjakkaði ég
með haka og skóflu í grýttan hús-
grunn. Ég hataði vinnuna: Blóð-
ið streymdi allt útí skánkana,
ekkert til heilans.
Nótt eina dreymdi mig, að ég
fann lík verkstjórans saman-
bögglað í öskutunnu. Höfuðið
var laust frá bolnum, hafði ver-
ið sneitt af. Strjúpinn var óféleg-
ur ásýndum og viðkomu.
Daginn eftir braut ég skófluna
og gekk úr vinnu, hét sjálfum
mér að stunda aldreiframarheið-
arlega atvinnu.
Ég fór strax að mála af eld-
móði, unni mér lítillar hvíldar.
Meðan peníngarnir entust lifði
ég við góðan kost, mjólk, harð-
fisk og rúgbrauð. Svo svalt ég
hálfu og heilu húngri.
Ég leigi rúmgott kjallaraher-
bergi hjá piparkellíngu sem á
íbúð á efstu hæð.
Þetta sumar geisuðu óþurrk-
ar. Slys, glæpir og framhjáhöld
voru furðu fátíð. Kellíngin varð
föl og tekin og hjartveik.
Ein var henni huggun í harmi:
Hún laumaðist öðruhvoru niður
og kíkti á skráargatið hjá mér.
í fyrstu var mér skemmt. Hún
verður að gera eitthvað sér til af-
þreyíngar kelh'ngarskarið, hugs-
aði ég og hló með sjálfum mér.
Þegar leið að hausti, þreyttist ég
á tilhugsuninni um þetta al-
skyggna auga sem sá hvert pensil-
strik mitt, — rétteinsog börn
verða þreytt á guði.
Dag nokkurn fyllti ég tíjól-
hestapumpu með terpentínu og
sprautaði útum skráargatið. Upp-
frá því lá kellíng aldrei á gægj-
um. Hún hugsaði mér þegjandi
þörfina.
Hálfum mánuði síðar vakti hún
mig með skömmum snemma
morguns. Hún var enn með
bindi fyrir hægra auga.
— Ef þú borgar ekki húsaleig-
una innan viku, læt ég fleygja
þér á dyr.
É2 fferði mis; blíðan á mann-
inn og lofaði öllu fögru. Hún
tutlaði úr sér reiðina og fór. Ég
klæddi mig í snjáðu molskinns-
fötin mín, öll útbíuð í litakless-
um, og gamla gatslitna frakkann.
Ég gekk út í manndrápsskapi.
Hausthimininn var kóbaltblár
og kaldranalegur. Norðanstrekk-
íngur feykti fáeinum skrælnuð-
um laufum niðureftir götunni.
Húsin í hverfinu voru gráir
kubbar sem var raðað niður
hornrétt á beina línu með jöfnu
millibili. Mig hryllti.
Svona var þá komið fyrir mér.
Lángur vetur í vændum, og ég
gat ekki greitt húsaleiguna. Það
sem verra var: Ég átti ekki fyrir
litum.
En það rættist furðanlega úr
vandræðum mínum þennan dag.
Gömul kona, bláfátæk, sem hafði
þekkt mig barn, gaf mér fylli
mína að éta. Mér heppnaðist að
hnupla nokkrum litatúbum í
málningarvörubúð, sápu og
hálfri rúhu af klósettpappír á
salerni veitingahúss.
Loks hitti ég velstæðan kunn-
íngja á förnum vegi. Hann mál-
ar sólarlagsstemníngar í metra-
tali. Hann bauð mér heim til
drykkju. Það er auðveldara að
komast á fyllirí en útvesra pen-
ínga fyrir óereiddri húsalei<ni.
Ég fylsrdi honum heimí „flotta
nýja flattið" hans og horfði á
hann selja rosknúm hjónum
mynd af stöðuvatni sem logar í
skini sólar. Litirnir voru hráir og
sóðalegir.
— Ég hef alltaf verið svo hrif-
in.af vatni, sagði konan og dæsti:
Einkum í túnglskini. Eigið þér
einga með túnglskini?
—  Ég skal fixa það, svaraði fé-
lagi minn: Breyti sólinni í túngl.
Það verður tilbúið eftir hádegi á
morgun. Kostar átta hundruð.
Hann fylgdi þeim til dyra og
kvaddi. Þvínæst læsti hann úti-
dyrunum, tók símann úr sam-
bandi og skenkti í glösin.
Kvöldið var líotalegt: Svart
kaffi og glært vodka, mjúkir hæg-
indastólar og baknag um stéttar-
bræður, fullt túngl með rauðri
slikju á glugganum.
Á miðnætti hafði ég drukkið
gestgjafa minn undir borðið.
Stakk ég þá á mig pyttlu fleyti-
fullri af vodka, ásamt tveimur
pökkum af tsésterfíld, konúng-
legri stærð, og rölti heimáleið
með klyfjar mínar, mátulega híf-
aður.          j         ;¦    ¦ ^
Það ýrði úr Íoftí. Bleksvört
ský hafði dregið fyrir túngl og
stjörnur. Vot lauf trjánna gljáðu
í skímunni frá götuljósunum.
Laufin voru að falli komin. Lauf
víðisins voru gul, lauf reynisins
rauð og birkilaufin brún.
Vodkað yljaði mér. Náttkulið
hressti mig. Myndrænt umhverf-
ið kom mér í ljómandi skap.
Að vísu klæjaði mig í kollinn
þegar skítugt hárið blotnaði.
Mig gilti það einu. Ég hafði sápu
í vasanum.
Og húsaleigan? Skítt með hana.
Ég hafði liti í vasanum. Okkur-
gult, prússablátt, karmínrautt og
stóra túbu af sínkhvítu. Sál mín
kæmist einnig í bað. Heil vika
var til stefnu.
Ég stakk hendinni í vasann,
handlék túburnar af sömu á-
fersrju og nærgætni og hómó-
sexúah*sti þuklar belli elskhuga
sinna.
Leið mín lá gegnum miðbæ-
inn. Fáir voru á ferli. Umferða-
ljós og marglitar ljósaauglýsíng-
ar spegluðust í blautu malbiki.
Á götuhorni stóð moldfull kona,
illa til reika. Hún baðaði út
höndum og saung hásri röddu:
Verður og fer sem fer
Skvísi mig hver sem er
Tveir rasssíðir, herðabreiðir
lögregluþjónar leiddu hana á vit
kjallarans. Það er glæpur að vera
í góðu skapi.
Ég dreypti á vodkanu og hélt
áfram, útúr miðbænum.
Myndin sem beið mín hálf-
köruð heima: Hún var af er-
lendri prinsessu, ríkiserfíngja. Ég
hafði streingt á andlitsvöðvum
hennar. Grágrænn svipurinn lýsti
af ángist. Bakvið hana var hers-
íng af skríl, þegnum hennar mál
uðum í jarðlitum.
Hvíiíkt axarskaft! Prinsessan
hafði bara fríkkað við þessar að-
farir, orðið geðugri. Ég hefði átt
að undirstrika hið ríkjandi í fari
hennar: roðann og skvapið, sljó-
leikann og værukærðina, ofáts-
einkennin. Þjóðhöfðínjgar hugsa
aldrei til þegna sinna.
Ég gekk gegnum almenníngs-
skrúðgarð. Mölin í gángstígun-
um var rennblaut, sömuleiðis
fúnir bekkirnir, Trén voru nak-
in og gljáandi. Föllnum laufurri
hafði verið sópað saman í hrúg-
ur. í einu horni gárðs'íris vár íití'
gerð eirstytta af nakinni koriu.
Einhver gárúnginn hafði vöðlað
saman dagblaði og stúngið því
efst milli læra hennar. Það var
gegndrepa.
Þarna gekk ég framá stúlku.
Hún hnípti ein á bekk og góndi
niðurá tær sér, skalf. Kannski
horfði hún gegnum tærnar og
jarðskorpuna, sá djúpt í iður
jarðar. Kannski var hún bara við-
utan. Sennilega var hún miður
sín.
Hún var ekki beinlínis falleg.
Púkó, mundu kynsystur hennar
segja: Eða tíkó. Sveitó. Hún var
ein þeirra stúlkna sem karlmenn
taka ekki eftir á götu eða í stræt-
isvagni.
Hún leit út fyrir að vera um
tvítugt. Hún var dauðyflislega til
fara: í hversdagslegri grárri ull-
arkápu. Hún var grannholda og
LANDSBDKASAFN
22148?
ÍSLANDS
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8