Kvöldblaðið - 17.11.1923, Blaðsíða 1

Kvöldblaðið - 17.11.1923, Blaðsíða 1
tt FYRSTA KVÖLDBLAÐ ÍSLANDS — - MINSTA DAGBLAÐ ÍSLANDS 1. ár. Reykjavík 17. nóvember 1923. 1. tbl. Fylgt óp hlaði. Það þykir hlýða, þegar nýtt blaö heldur af stað, að fylgja því úr hlaði með nokkrum orðum, og svo mun gert hér. Kvöldblaðið hefur göngu sína með þessu blaði og ætlar að þreyfa fyrir sér, hvort eigi muni gerlegt að bæta við fjórða dag- blaðinu í höfuðborginni — fyrsta Jcvöldblaði Islandsj og felur íram- tíð sína velvilja höfuðborgarbúa. Kvöldblaðið ætlar aðallega að flytja fréttir, einkum bœjarfréttir, erlendar nýjungar og annan fróð- leik. Þó lítið sé, ætlar það að kosta kapps um að verða bezta /réfta-blað bæjarins. Kvöldblaðið mun einnig flytja alt, sem vakið getur ómengaðann hlátur lesendanna: Kvöldblaðið mun að öllu verða laust við pólitískan flokkadrátt; og lítil afskifti hafa af stjórnpoúlum. En taki það eitthvað af stærstu velferðamálum bæjarins til athug- unar, rpun það gera það algerlega hlutdrægnislaust og án tillits til nokkurs stjórnmálaflokks. . Kvöldblaðið æskir stuðnings og leiðbeiningar hjá sem flestum, — En þess eru menn beðnir að gæta, að rúmið leyfir eigi langar gieinar, aðeins stuttar og gagnorðar. Sér- staklega verða fréttáklausur og nýungar velþegnar. Rvöldblaðið kemur út kl. 7 s. d. hvern dag. Skal hér svo staðar numið. Erlendar fs éttir. Frá París. Undanfarið hefir það vakið afarmikla eftirtekt í París, að fjöldi barna á aldrinum 6—12 ára hafa gert ítrekaðar sjálfsmorðstilraunir. Hefir nú ný- lega sannast hverjar ástæður væru. Ríkissjóðurinn franski greiðir 25 ' franka hverjum þeim, sem bj irgar einu mannslífi frá druknun. Höfðu svo tveir lögregluþjónar tekið sam- : an ráð sín og fengið fjölda smá- ! barna til að kasta sér í „Seinen" : [Fljót, sem rennur gegnum borgina], 1 og borguðu þeir hyerju barni 2 franka í þóknun. Björguðu þeir svo börnunum og fóru með þau á næstu lögreglustöð og fengu i greidd björgunarlaunin 25 franka

x

Kvöldblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvöldblaðið
https://timarit.is/publication/1337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.