Morgunblaðið - 23.08.1914, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.08.1914, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ 1351 Öfriðurinn. (Frá fréttaritara Morgunblaðsins). Khöfn 11. ágúst. Frakkar í Elsass. Aðaltíðindi [iriggja síðustu daga er árás Frakka á Þjóðverja í Elsass. Þeir hafa tekið 2 bæi, Altkirch og Mtihlhausen herskildi og halda áfram austur á bóginn. Lýðurinn tekur Frökkum íegins hendi og landamæra- girðingar hafa verið jafnaðar við jörðu. Frakkar geisa áfram yfir land- ið. í Altkirch varð harður bardagi Joffre herjorinqi. unz Þjóðverjar flýðu en Mtihlhausen gafst upp þegar í stað. Joffre her- foringi er fyrir her þessum. Þegar Altkich var unnin lét hann svohljóð- andi boð út ganga: »Böm Elsass! Eftir mæðusama 40 ára bið stígur franskur her á ný fótum sínum á hið göfuga land yðar, sem frumhef- jandi hefndartökunnar miklu, fyltur móði til þess að vinna það dreng- skaparverk, er hann glaður vill kaupa blóði sínu. Franska þjóðin skal ei þreytast á að örfa herinnn og ristir töfrarún réttlætis og frelsis í fána hans. Lengi lifi Elsass og Frakklandl* Talið er að Þjóðverjar hafi mist 3000 manns í viðureigninni við Frakka í Elsass. Síðari fregn segir að Þjóðverjar hafi náð Miihlhausen aftur. Khöfn, 13. ágúst. England segir Austurrfki strið á hendur. í dag um hádegi kom sendiherra Englendinga i Wien á fund utanrik- isráðherrans og lýsti yfir því að friði væri slitið við Austurriki af Eng- lands hálfu. Þetta skeyti barst hingað i þess- um svifum, og mundi þykja tiðind- um sæta á öðrum tímum en nú eru. En nú eru þeir tímarnir að stríðsyfirlýsingar eru aðeins til forms- ins vegna, alt er einn ólgandi blóð- sjór og viðbjóður menningarinnar situr í hásæti. Morðvopnin eru skæð- ari nú en nokkurntima áður og nú skal sjást hvað hafst hefir verið að * »vopnaða friðartímabilinu*. Öllu að tapa — eða alt að vinna. Þjóðverjum er farið að verða það ^st, að nú er annaðhvort að duga eða drepast. Prússneski hrokinn hefir komið þeim í koll, hlutleysis- rof Luxemburgar og Belgíu hefir dregið þann dilk á eftir sér, sem þeim mun ervitt að sigrast á. Og frumhlaupi þeirra er það að kenna, að Iialía skarst úr leik. — Eftir fregnum frá Berlín að dæma, virðast Þjóðverjar samt býsna vongóðir, þrátt fyrir alt. Og blöðin flytja langar frásagnir um þýzka sigra við vestur- landamærin. Um »töku« Liége flytja blöðin þó svolátandi fregn og er þýzkur hermaður sem með var í förinni látinn segja frá: »Þriðjudaginn 4. ágúst fór þýzki herinn yfir landamæri Belgíu. Skömmu áður eti vér komum að ánni Maas sprakk brúin yfir hana í loft upp. Nú hófst bardaginn. Héraðsbúar voru verri viðureignar en sjálfur her- inn, því þeir skutu á bak oss úr hibýlum sínum. Hinu megin við ána voru féndur vorir búnir til varn- ar. Skothríðin stóð til kvelds. Stór- skotalið vott skaut flugmann fráóvina- hernum. — Daginn eftir skaut stór- skotalið vort á þorp eitt hinu megin við ána. Seint sarna dag komumst vér yfir ána og dundi á oss skot- hriðin úr húsum þorpsbúa. Þess skal getið þýzka hernum til hróss, að eigi var hrært hár á höfði nokk- urrar kouu eða barns né heldur gengið á eignarrétt nokkurs manns. Ekki var beitt valdi við nokkurn óherklæddan mann, nema því að eins að hann sýndi af sér fjandskap. Þar á móti var þeim hlífðarlaust launað sem skutu á oss úr launsátri. Um kvöldið héldum vér áfram og ætluðum að koma Liégebúum á ó- vart. En á meðan herinn hélt kyrru fyrir í smáþorpi þar skamt frá dundu kúlur óvinanna á oss. Flestar hittu ekki en aðrar unnu oss mikið tjón. Eg get ei með orðum lýst því sem mér bar fyrir sjónir. Eg dró áfram særðan fótgönguliðsmann — annar fóturinn var skotinn af honum. Hann veinaði hástöfum og hélt dauðahaldi í mig. Alt í einu kvað við áköf skothríð úr runnunum þar hjá og vigin guldu strax í sömu mynt. Svip- stundu síðar réðist her vor með ópi • og berum byssustingjum til upp- göngu á hæðina. Vér vorum staddir milli tveggja vígja sem skutu á oss. Liége var á okkar valdi og við geng- um syngjandi inn í bæinn. Enginn maður sást þar. Flestir gluggar voru opnir, en kössum hlaðið fyrir fram- an. Á götunni hafði verið kveikt í brennihlaða. Mér datt í hug að bak við kassana væru fjandmenn í leyni, og það kom fram. Þegar við vor- um komnir inn í miðjan bæinn dundi á oss ógurleg skothríð úr öll- um gluggum og oss var ómögulegt að komast til baka. Foringi vor varð að gefast upp fyrir stórskotaliði og launsátursskothrið óvina vorra*. Þýzkaland vlll frið við Balgful Þýzkaland hefir enn á ný gert Belgiu þá kosti, að hætta allri mót- stöðu og lofar til endurgjalds landi, eftir að stríðinu ljúki. Það er skilj- anlegt að Þjóðverjum sé umhugað um, að fá opna leið inn í Frakkland yfir Belgíu, því að sá vegur var beztur til að koma Frökkum í opna skjöldu. En leiðin hefir orðið tor- farnari en þeir bjuggust við. Og Frökkum vinst tími til undirbúnings á meðan. Þýzkt kostaboð! Símað er frá Nisch (núverandi stjórnarsetri Serba), að Vilhjálmur Þýzkalandskeisari beiðist liðsinnis Grikkja og Rúmena. Að launum býður hann Tutiis og belgiska hlut- ann af Kongó! Vel er nú boðið. Japnn seglr Þjóðverjum strið á hendur. Khöfn 14. ág. Eitt stórveldi enn er orðið þátttak- andi í mestu styrjöld mannkynsins. í dag hafa Japanar skipað sér í hóp ríkjanna sex, sem ætla að berja á Þjóðverjum. — Þess er þó jafnframt getið, að þeir muni ekki ætla að hafast neitt að fyrst um sinn og að styrjaldarboðinn sé mest gerður fyr- ir forms sakir, vegna bandalagsins við Englendinga. En naumast mun þess þó langt að biða, að Japanar fari að seilast eftir þeim nýlendum Þjóðverja, sem næst liggja. í gær var vígvöllurinn innan endi- marka Evrópu. En hann stækkar óðum; allur heimurinn logar af ófriði. Við vesturlandamærin. Á landamærum Þýskalands að vest- an, frá Achen og suður að Basel er 1 Va miljón Þjóðverja búin til bar- daga. Frakkar, Englendingar og Belgir eru álika liðmargir til viðnáms. Fjarlægðin milli Achen og Basel er 370 km. og mun það vera alt að xo sinnum stærra orustusvæði en sögur hafa farið af áður, enda mun leikur sá, er fram fer á þessum víg- velli verða giimmari en alt það sem veraldarsagan kann frá að segja. Menn furðar á, að ekki skuli þegar vera skriðið til skarar, en hvorir tveggja vilja fá meira lið. Þjóðverj- ar hafa nú aðeins varnarlið á aust- urlandamærunum — það er að vest- anverðu sem fyrst á að skríða til skarar. í Miðjarðarhafinu. Skipakaup Tyrkjans verða honum að likindum til óþæginda, þvl full- yrt er að bryndrekarnir báðir, sem talið var að Tyrkland hefði keypt af Þjóðverjum séu enn undir þýzku flaggi og að »kaupin« hafi verið gerð til að frelsa þau úr klóm enskra skipa. Þykir Englendingum og Frökk- um að Tyrkland hafi leyft sér meira en hlutlaust ríki má, hafa erindrek- ar fþeirra í Konstantínopel ámint Tyrkjastjórn um að halda qefiti loj- orð. Eimskipið Baron Gautcher sökk í gær i Adriahafi og fórust 179 manns. Talið er að það hafi rekist á tund- urdufl. Fi Pðlverjar frelsi sitl aftur? Khöfn Iý. ág. í byrjun styrjaldarinnar miklu hermdu skeyti frá St. Pétursborg það, að Pólverjar i rússneskum hluta Póllands vildu leggja alt í sölurnar fyrir Rússland i hínu væntanlega stríði. Samtímis sögðu þýzk skeyti að alt væri í uppnámi í Póllandi og að Rússar mundu fá nóg að gera við að bæla pólska uppreisn niður. Það er því ómögulegt að segja hvort eftirfarandi yfirlýsing frá aðalhers- höfðingja Rússa, Nikulási stórfursta fyrir hönd keisarans, er framkomin af hræðslu eða í þakklætisskyni. Yf- irlýsingin hljóðar svo: »Pólverjar! Sú stund er komin, að draumar feðrafyðar og forfeðra rætist. — Fyrir 150 árum var land yðar tætt í marga hluta, en þjóðarsál yðar dó eigi; hún lifði í þeirri von að endurreisnartimi pólsku þjóðar- innar og bróðurleg sátt við hið mikla Rússland mundi siðar koma. Rússneski herinn tilkynnir yður hátíðlegaJSþessa sátt. Ldtið takmörk pau, sem skijta Pól- landi i parta, hverja. Látið Pólland sameinast í einjnqu undir veldissprota keisarans. Undir peim veldissprota mun Pólland endurjaðast með jullu trúbraqðajrelsi, jrjdlsri tunqu og sjálfs- jorrœði. Rússland væntir að eins af yður sömu virðingar fyrir réttindum þeirra þjóðstofna er sagan hefir tengt yður. Rússland kemur móti yður með hreinu hjarta og útréttri bróðurhendi. Það • yggur, að sverð það, sem sigr- aði óvinina við Grtinwald, sé óryðg- að enn. Frá ströndum Kyrrahafsins til stranda norðurhafa eru rússnesk- ar hersveitir á framrás. Morgunroði nýrrar æfi blasir við yður. Látið teikn krossins, ’ merki"þján- inga og uppreisnar þjóðanna blika í þessum”morgunroða«. Balkansambandiðfstofnað á ný. Gamla Balkansambandið á móti Tyrklandi, sem fór út um þúfur í seinna Balkanstriðinu, er nú komið á laggirnar aftur. Serbía og Monte- negro eru bæði i ófriðnum, eins og menn"vita, en|Grikkland og Búlgaría þykjastfekki ætla að bæra á sér, nema Tyrkland gefi ástæðu til þess. Hjálparlið Frakka í Belgíu. Allmikið lið hafa Frakkar sent inn í Belgiu í móti Þjóðverjum, en ekki er kunnugt, að þeir hafi átt þar höf- uðorustu. Englendingar hafa og sett lið á land í Belgiu og er búist við, að þeir sameinist Frökkum til að stemma stigu fyrir frekari framgöngu. Þjóðverja i Belgiu. 50 hjólamenn drepnir. í smáorustu sem varð milli Belga og Þjóðverja 14. þ. m. að morgni dags, skamt frá Tirlemont, féllu 50 þýzkir hjólreiðamenn, en Belgar mistu engan mann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.