Morgunblaðið - 28.08.1914, Síða 2

Morgunblaðið - 28.08.1914, Síða 2
1370 MORGUNBLAÐIÐ Frægir hershölðingjar. Von Emmich. Meðal allra herforingja Þjóðverja er von Emtnich sá, sem mest er talað um, sem stendur. Hann er foringi liðs þess, sem sent var gegn Frökkum yfir um Belgíu. Eða hann var það, því fregnir bæði frá Frakk- landi, Belgíu og Bretlandi kveða hann hafa fallið eða framið sjálfs- morð meðan á áhlaupinu á Lfittich stóð. Sú fregn hefir auðvitað verið borin til baka af Þjóðverjum og verður það áð svo stöddu eigi sagt hver þjóðanna fari með rétt mál. Von Emmich er frábærlega mik- ill dugnaðarmaður og hugmikill her- maður. Þýzk, og jafnvel brezk blöð, bera honum það orð, að hann hafi sjálfur verið ákafastur allra her- mannanna í áhlaupinu á Líittich. Hann er maðbr rúmlega fimtugur og fríður mjög. Þýzk blöð, sem oss hafa borist, segja að keisarinn hafi sæmt hann heiðursmerkinu »pour la Merite«, eftir að fall Liittich-borgar barst honum til Berlín. Aðmíráll von Tirpitz. Hann hefir verið flotamálaráð- herra Þýzkalands í 16 síðastliðin ár og á mjög mikinn þátt í aukningu þýzka flotans yfirleitt. Varð hann fyrstur til þess að vekja máls á nauðsyn Þýzkalands til þess að eign- ast tundurbáta og stýrði hann um langt skeið tundurbátadeild flotans i Wilhelmshaven. Von Tirpitz sit- ur nú í Beriínar-borg og stýrir öU- um athöfnum flotans með loftskeyt- um beint til skipanna. En flotinn liggur fyrir framan Cuxhaven og hefir eigi enn þorað að láta i haf til orustu við Breta í Norðursjónum. Hotel Metropole Bergen bezta og ódýrasta gistihús í bænum, Sérstök kjör fyrir íslendinga. Biðjið ætíð um hina heimsfrægu Mustad öngla. nrO Búuir til ai 0. Mustad & Sön. Kristjaníu. A. Nielsen Vaage Símnefni: ,Skindiorretning‘ Bergen Norge. Skinn, Húðir, Leður, Skófatnaður Ull, Tjara, Saltað sauðakjöt, Flesk, Hey, Hálmur, Hafrar, Fóðurmjöl. fxolden Mustard heitir heimsins bezti mustarður. Bahncke s edik er bezt. Biðjið ætíð um þaðl Bretar senda lið tii Frakklands. Sir iohn Fronch fagnað í París. Maæereæ.:?- . -_5 _-■. Blöð frá 19. þ. m. skýra frá því að Englendingar hafi sent landhar til Frakklands, til að berjást gegn Þjóðverjum. Ekki er þess getið, hve fjölment lið hafi sent verið, en hraust lið hefir það verið og vel búið. Liðið steig á land í Frakklandi og tókst ferðin bæði greiðlega og slysa- laust. Hersveitunum var fagnað á- kaflega af Frökkum. George konungur sendi hermönn- unum, sem til meginlandsins fóru, svo látandi ávarp: >Þér eruð' að yfirgefa ættjörðina til að berjast fyrir verndun og heiðri ríkis míns. Það hefir verið ráðist á Belgín, það land, sem vér erum skuldbundnir að verja, og að því er komið, að sami, voldugi óvinur, ráðist inn í Frakkland. Eg ber takmarkalaust traust til yð- ar, hermenn mínir. Skylda er orð- tak yðar, og eg veit að því orðtaki verður drengilega fylgt. Eg mun gefa gaum að hverju fót- máli yðar með dýpstu hluttekningu, og með óblandinni gleði frétta um framgöngu yðar hvern dag. Vissu- lega mun velferð yðar aldrei hvarfla úr huga mér. Biðjið guð að blessa yður og vernda og leiða yður heim sigri hrósandi«. George R. and. I. 9. ágúst 1914. Sir John French í París. Yfirforingi hers þess, sem sendur var til Frakklands frá Englandi, er Sir fohn French. Flann er 61 árs; hefir verið æðsti maður foringjaráðs- ins og einhver atkvæðamesti herfræð- í sjóliðinu, en gekk siðar í landher- inn; varð foringi í riddaraliðinu og vann sér mikla frægð 1884—85, suður á Egiptalandi. Hann var seud- ur til Suður-Afríku í Búa styrjöld- inni; stýrði þar riddaraliði og vann jafnan sigur. Árið 1907 varð hann yfirumsjónarmaður lr.ndhersins, en hlaut marskálkstign á afmæli kon- ungs 1913- Hann gekk úr hermála- ráðinu út nf sundurþykki, sem reis út af Uistermálunum í vor. Svo sem frá var skýrt í Morgun- blaðinu í gær, fór hann til Parísar- borgar meðan hermennirnir vóru að fara til Frakklands, og var þar for- kunnarvel fagnað. Komu hans er lýst á þessa leið i bréfi frá París 15. þ. m. »Þetta hefir verið ónæðissamur dagur fyrir Sir John French, sem er hóglátur maður, og leggur lykkju á leið sína til að forðast fjölmenni. Eg hefi aldrei séð hann jafn undr- andi eins og í dag, þegar járnbraut- arlestin flutti hann inn á stöðina hálfri stundu fyrir hádegi, og hann steig út úr henni umkringdur stór- menni þvi, sem safnast bafði saman til að heilsa honum. Þegar Sir Francis Bertie tók að segja honum deili á yfirforingjum, ráðgjöfum og öðrum merkismönn- um, þá roðnaði hann f andliti. Þá stigu allir upp í bifreiðir og óku út úr járnbrautsrgarðinum. Sir John hélt þá að alt væri um garð gengið, en ein* og gefur að skilja var það ekki nema byrjað. Utan við stöðina beið fólk í þyrp- ingum. Það var fólk i öllum glugg- um. Um leið og menn komu auga á hann, laust upp ákaflegu fagnað- arópi. Og meðan þeir hrópuðu, hljómaði alt í einu góðkunnur söng- ur yfir gleðilætin. Yfirforinginn leit i kringum sig undrandi litk stund. Hverir gátu verið að syngja »God Save the king« (brezka þjóðsönginn). Þá kom hann auga á flokk ungra manna, sem höfðu á lofti brezka fánann. Það voru brezkir sjálfboðar, sem vona að verða sendit til landvarna. Yfirforingiun stöðvaði bifreiðina, þegar hann heyrði lagið1), sem aldrei bregst að hræri hjörtu Englendinga utanlands. Mannfjöldinn hrópaði enn hærra, og blómum var stráð hvaðanæfa. Það voru sannarlega fagrar viðtökur. Og þegar yfirforinginn hafði set- ið að máltið hjá brezka sendiherr- anum og ók út til að sjá forsetann, þá heilsuðu honum enn fjölmennir flokkar. Eftir viðtalið og langar ráðagerðir á skrifstofu hermálaráðuneytisins, hélt hann aftur til brezka sendi- herrabústaðarins.« Rich. Braun. Kafli ur bréfi frá honum. Eins og menn muna fór Rich. Braun kaupmaður utan með Floru skömmu eftir að stríðið hófst. Hann er varaliðsforingi í her Þjóðverja og var honum því ekki til setunnar boðið hér heima. Nokkru síðar kom fregn um það að hann og fleiri Þjóðverjar, sem með skipinu voru, hefðu verið kyrsettir í Englaudi. Þetta reyndist þó kviksaga ain og komst Braun heilu og höldnu heim til ættlands síns. Reit hann manni nokkrum hér í bænum, bréf frá Rostock þ. 16. þ. máti. og kemst þar rneðal annars svo að orði: . . . Hefi nú dvalið í hinu síóra föðurlandi síðan í gær. Þér ættuð að vera kominn til þess að verða vitni að hinum mikla guðmóði sem gripið hefir hvera Þjóðverja, og mun lýsa sér bezt í gjörðum en ekki orð- um. Allir vinna að því sem einn maður að brjóta hina öflugu féndur á bak aftur. Og mín skoðun er sú að það muni lánast! Viljinn til að siqra er svo rótgróinn og ákveðinn að hvorki Rússland né Frakkland getur reist rönd við oss. í öllum borg- um úir og grúir af hermönnum. Rúmlega ein miljón sjálfboðaliða hefir gengið í þýzka herinn. Frá Elsass-Lothringen komu t. d. 90 þús- undir sjálfboðaliða I . . . *) Það er sama lag eins og við^ Eldgamla ísafold.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.