Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.03.1915, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.03.1915, Blaðsíða 6
52 ÞJOÐVILJINN. XXIX, 14. -15. ur og kappsamur við alla vinnu, og vel lagvirkur, meðan heilsan entist. Síðustu ár æfinnar var hann mjög farinn að heilsu og mátti nær kærlægur teljast. 16. des. síðastt (1914) andaðist i Dauphin í Manitoba húsfreyjan Guðrún Grímsdóttir, fædd f okt. 1884. — Foreldrar: Grímur Sigurðsson frá Valbjarnarstöðum f Borgarhreppi (i Mýra- sýslu) og kona hans, Þorhjörg Gísladóttir (ættuð úr Dalasýslu), og búa þau nú i Big Point, Wild Oak, Manitoba. Með foreldrun! sínum fluttist Guðrún heitin til Ameríku árið 1893, og þá enn barn að aídri^ en giptist árið 1906 eptirlifandi manni sinum, erskum manni, Davey Blackmore, og varð þeim alls 3 barna auðið, er öll eru á lifi (tveir drengir og ein stúlka). Hún var kona „frið sýnum, góðlút og vel gefin i i hvívetna1', segir í „Heimskringluu. Látinn er enn fremur, i febrúarmánuði þ. á., í Þóroddur Einarsson, er áður var lengi voralun- j armaður við Tang’s-verzlunina á ísafirði. Hann andaðist i Kaupmannahöfn. Foreldrar hans voru Einar skipherra Pálsson ‘ á ísafirði, sem drukknaði fyrir mörgum árum, [ og kona hans, Katrin Ólafsdóttir, sem enn er á lífi á ísafirði, — systir Jens Ólafssonar i Þjóð- ólfstungu, fyr hreppstjóra. Eptir það er Þóroddur heitinn fór frá Tang’s- verzlun var hann í siglingum ti) ýmsra landa, og dvaldi þá, meðal annars, um tíma á Græn- Jandi. Hann var snyrtimenni og að ýmsu leyti vel gefinn, en hneigðist þvi miður um of að drykkju um eitt skeið. A ísafirði minnast ýmsir hans þó enn óefað með klýjum huga. 22. febr. þ. á. (1916) andaðist og i Unaðsdal (i Norður-ísaijarðarsýslu) Ólafur Kolbeinsson, hreppstjóra Jakobssonar í Unaðsdal, 28 ára að aldri. Banamein hans var berklaveiki,— hafði verið á Vifilsstaða-heilsuhælinu um tírna, en fékk þar eigi bót meina sinna, og fór því heim til sín aptur. og andaðist i Unaðsdal, sem fyr segir. Þá eru og nýlega látnar: 1. Asta Guðmunds- dóttir, ógiptur kvennmaður að Haírafelli i Skut- ilsfirði (í Norður-ísafjarðarsýslu) —, hafði dvalið þar lengi, og 2. Ekkjan Guðrún Þórðardóttir i Hnífsdal (í sömu sýslu). 24. nóv. síðastl. (1914) andaðist að heimili sínu i grennd við Churchbridge í Saskatshewan- fylkinu í Canada, Vigfús Guðmundsson Melsted. Hann var fæddur að Borg (i Mýrasýslu) 7. júlí 1842, og voru foreldrar hans: sira Guðmund- ur Yigfússon og Guðrún Finnbogadóttir, ogflutt- ist bann með þeim að Melstað (i Húnavatns- sýeiu). Freklega tvitugur að aldri kvæntist Vigfús heitinn Oddnýju Ólafsdóttur, dbr.manns á Sveins- stöðum, og bjuggu þau síðan á ýmsum stöðum i Húnavatnssýslu, en fluttu þaðan til Sauðár- króks, og þar missti Vigfús sáiugi konu sina árið 1891. Ari síðar fór hann til Veaturheims og kvænt- ist þar ekkjunni Þóru Sæmundsdóttur. er fyr var gipt Einari sál. Sæmundssyni. — Fluttust þau síðan árið 1893 heirn til íslands, og dvöldu þá 7 ár á Sauðárkrók. Meðan Viglús heitinn var hér á landi, gegndi hann ýmsum störfum í almenningsþarfir, — lagði og stund á söðlasmíði, er hann hafði numið. Börn hans frá fyrra hjónabandi, sem lifa, eru: 1. Guðmundur, verzlunarmaður á Akureyri. 2. Ingibjörg, gipt Guðmundi snikkara á Akur- eyri. 3. Sólveig Elinborg, gipt Einari kaupm. Run- ólfssyni á Vopnafirði. 4. Elízabet Þórunn, gipt Guðbrandi skjalaritara Jónssyni, nú f Kaupmannahöfn. 5. Guðrún Oddný, gipt Stefáni Sveinssyni, fyr kaupmanni i Winnipeg. 6. Finna Margrét, gipt Kr. Hjálmarssyni, kaup- manni í Kandahar. 7. Sigurður, verzlunarmaður í Winnipeg. Seinni konu börnin voru tvö og er nú að eins annað þeirra á Hfi: Vigfús Oddur, um tvítugt. Eptir það að Vigfús og seinni kona hana fluttust til Vesturheims, árið 1900, voru þau þar 12 árin síðustu í Saskatchewan-fylkinu. Annan dag jóla (26. des. 1914) andaðist að Gimli i Nýja-íslandi í Manitoba Pétur Björnsson, er fæddur var að Narfastöðum (f Skagafjarðar- sýslu) 22. des. 1844. Ekkja hans, sem lifir hann, heitir Margrét Björnsdóttir, og fluttust þau bjónin til Vestur- heims 1883. Þessir 4 synir þeirra eru á lífi: 1.—2. Hannes og Ólafur, landsalar. 3; Rögnvaldur, unitara-prestur og 4. Björn, kaupmaður. Pétur heitin varð bráðkvaddur að kalla, — var á fótum daginn sem hann andaðist, og gekk út, þótt kalt væri veður, en lagðist síðan fyrir, er hann kom inn aptur, og var örendur innan kl.tíma. Jarðarför hans fór fram 30. des. síðastl. Dánar eru tvær ísfirzkar konur á öndverðu yfirstandandi ári. — Önnui þeirra, Guðný Gfsla- dóttir, dó laust eptir áramótin, á heimili Magnús- ar múrara Jónssonar á ísafirði, — hafði dvalið þar mörg árin síðustu, og mun hafa verið um sjötugt. — Hin kanan, húsfrú Kristín Einars- dóttir, var eiginkona Tryggva húsmanns Arna- sonar á Isafirði, og andaðiat þar 6. jan. siðastl. Banamein Kristínar sálugu var berklaveiki, er þjáð hafði hana all-lengi. Hún var að eins um þrítugt, talin dugnaðar- og myndar-kona, og því mikil eptirsjá að henni. 150 átti við mig! Eini maðurinn, al-eina^undantekningin frá reglunni!“ „Auðskilið mál!“ svaraði Windmuller. „Meginragl- unum, sem maður setur sér, ætti hver einatt, sem trú- astur sð teynast!u Zampietro yppti þá aptur ögn i hattinn, vék sér ögn til hliðar, gerði Windmuller vísbendingu, að koma inn, lokaði síðan hurðinni á eptir honum, og gekk síðan á undan honum upp fremur mjóan stiga, er gekk í bugð- um upp á loptið. En er upp á loptið var komið, lauk hann upp sal, þar sem alskipað var húsgögnum, vopnuru, málverkum, og hertygjum. Gömlum, dýrindis, vefnaði, er lá þar á tveim dýr- um, haglega útskornum, stólum, kastaði hann upp á borð, sem þar var, og settist síðan sjálfur á annan stólinn, vafði siðan silki-slöppnum betur að sér, og mælti: „Tími minn er naumur, hr. minn, en þó er eg nú til reiðu! Hvaða greiða get eg gert yður?“ „Það kemur vatnið í munninn á mér, gömlum fornmenja-safnanda, er eg sé alla fjársjóðu yðar!“ mælti Windmuller, og litaðist um, og strauk höndinni þýðlega um dýrindis-Genua-vefnað, er hékk þar á einni stól- bríkinni. „Ruslara-dót!u mælti fornmennja-safnandinn, blátt áfram, en brosti þó hýrlega. „Hvað skal segja? Eitt- hvað er það þó, sem gott er í Ameríkumönnum, er láta sem band-óðir væru, — vilja helzt fylla hús sín, með forngripum! En jeg sé, að þér hafið vit á hlutunum, þvi að vefnaðurinn þarna er sýniahorn bezsta silkivefn- 155 „Já, hefðu menn krufið líkin þá. eics og nú er al- venjan orðinu, mælti Zampietro enn fremur. „Og hefðu menn, fyrir þem öldum, getað gert sér grein fyrir bíóð- eitran, þá hefðu menn farið sér varlegar! Jeg hefi séð, og haftundir höndum, hálsmen, sem var svo lagað, að nálar- oddur stakst inn i hálsinn á stúlkunni, er lét það á sig, þ.S e. læsti því þá, og — já — dauðans maturinn var hún nú þá! Það hafði verið smíðað í Flóenz, og er nú eign einstaks mans, þ. e. ekki eign neins opinbera saÍDS- ins! Gæti eigi sams konar nál falizt í höggorms-kórón- unni? Það er svo eðlilegt, að maður geti ýtt á hring- inn af tilviljun öðru hvoru — nú — hvað segið þér þá?u „Já, hvað skal segja? Karlar og konur, neyttu ótal bragða um þær mundir, til þess að ná takmarki sínu!u svaraði Windmuller, og stóð upp. „Þakka yður nú innilega týrir allar skýringarnar!u mælti hann enn fremur, „og þykir mér leitt, að kunnings- skapur okkar getur ekki orðið lengri, sem stafar af því, að jeg á ekki heirna í Venedig! En þér eruð eigi fcrn- menja-safnari að ein6, en maður afar-fornmenjafróður!“ „Nú skjallið þér mig um of, hr. minn! svaraði gamli u.aðurinn, og mátti þó sjá það á augnaráði hans, að lofið lét honum vel í eyrum. „Annar getur hver bjáninn hæglega afiað sér sömu þekkingarinDar, sem eg hefi, að því er timabilin í sögu vorri snertir!“ mælti Zampietro enn fremur. „Þá, en ekki fyr, verða og forngripirnir mikils virði, er vér þekkjum lífernisháttu, og hugsunarhátt, manna, er þá voru uppi, er munirnir voru notaðir! Þeir sýna oss þá sögu þesa timabilsins! Ed hvaða gaman væri ella að. þeimPi’

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.