Ísafold - 01.08.1914, Blaðsíða 2

Ísafold - 01.08.1914, Blaðsíða 2
232 ISAFOLD Þetta frumvarp var síðan símað til konungs í gærkveldi, ásamt til- lögum ráðherra um staðfesting símleiðis þegar í stað. Var þetta hið fyrsta embættisverk hins nýja ráðherra hér á landi. Svar konungs um staðfestingu var ókomið enn, er ísafold var prentuð. Alþingi heíir í þessu naáli reynst skjótrátt — og þó eigi fljótrátt, að því er oss virðist, og hafi alþingis* menn þeir, er forgöngu hafa haft um þessar ráðstafanir þakkir allra landsmanna fyrir sínar rösklegu framkvæmdir. Á hvern hátt landsstjórnin fram- kvæmir tillögur alþingis — mun eigi fullráðið enn og auðvitað óvíst að takist að öllu leyti. Helzt hefir verið talað um að sniía sér til Vest- urheimsmanna um steinolíu og hveiti og ef til vill til Norðmanna um ýmsar matvörur, en til Breta um kolaforða. Á þessum tíðindamiklu dögum höfum vér heyrt marga menn, þing- menn og aðra, minnast á þriggja ráðherra fyrirkomulagið í stjórn landsins. Það er eins og menn hafi fundið til þess betur nú en áður, að það er í raun og veru of- viða hverjum einum manni að fara með á sína ábyrgð eina alla stjórn landsins. — Vér höfum nú rannar ætið verið þeirrar skoðunar, að eigi væri borfandi i þann litla kostnaðar- auka, sem það mundi hafa i för með sér að fjölga ráðherrum, svo að þrír yrðu, en þá að sjálfsögðu að leggja niður landritaraembættið, og afnema ráðherraeftirlaun, þvi að vér erum eigi í neinum vafa um, að landinu hlýtur að vera betur stjórnað af þrem mönnum, með ábyrgð á gerðum sínum, en einum. Fyrir þvi skiljum vér mætavel hugsanir þeirra manna, er látið hafa í ljós, að hyggilegast mundi nú að samþykkja stjórnarskrána i snatri — með sjálfsögðum fyrirvara — og fá á henni konungsstaðfesting símleið- ina og samþykkja síðan þegar í stað lög um að fjölga ráðherrum og fá þeim einnig komið i framkvæmd. ---------■» ■»--------- f Arubjöru Ólafsson kaupm. frá Keflavík lézt i fyrradag úr heila- blóðfalli í Khöfn. Embættisskipun. Sigurður Þórðarson sýslumaður hefir fengið lausn í náð vegna heiísu- bilunar frá i. ágúst og var Björn Þórðarson cand. jur. i gær settur sýslumaður í Mýra- og Borgarfjarð- arsýslu. Hann fór upp í Borgarnes með flóabátnum í morgun. Síldveiði er sögð með bezta móti norðan- íands. Nýlega fekk Ingólfur Arnar- son noo tunnur i 2 dráttum og skip Tuliniusar, Dania, 1 joo tn. á éinni viku og Helgi magri 3000 tn. á stuttum tíma. Handsamaður botnvörp- ungur. Urn miðja vikuna var botnvörpungur handsamaður í Pat- reksfjarðarmynni af Valnum að lög- kysu veiðum. Skömmu áður hafði Guðm. Björnsson sýslum. farið út að honum, en verið varnað upp- göngu. Var sökudólgur sektaður um 3600 kr. og afli og veiðarfæri upptæk ger. Styrjöldin. Það er óhætt um það, að sjaldan eða aldrei hefir nein símfregn vakið meiri óhemjuathygli hér í bænum, en sú, er fregnmiði ísafoldar og Morgunblaðsins flutti á fimtudags- kvöld, og prentuð er hér i blaðinu í dag. Fáir höfðu verulegan trunað á það lagt fyr, að í raun og veru gæti í alvöru komið til annara eins firna og þeirra, að gervöll Norðurálfa, aðalmenningarálfa heims á aldanna mestu menningaröld færi að berast á banaspjótum. En nú þótti flestum sýnt, að til þeirra tíðinda væri að draga. Reykjavíkurbær bar hið ytra blæ af þessum tíðindum alt það kvöld. Menn hnöppuðu sig saman þar sem fregnmiðarnir voru festir upp, til að fullvissa sig um tiðindin svart á hvítu. Og samræðuefnið 'var eitt og hið sama um allan bæinn, hvar sem maður hitti mann. Af hinum tiltölulega miklu hræring- um, sem þessi tíðindi vöktu hér i bæ — svo afarfjarri stöðvum ófriðarins sem vér erum — má marka hvílikir ógna og úrslita-atburðir muni þykja meðal almennings í sjálfum hernað- arlöndunum. Að vísu eru eigi friðarslit bein orðin, nema milli Austurríkismanna og Serba, en svo eru net úr garði gerð, að qrðið geta á hverri stundu um alla álfuna. Allar hern- aðarþjóðir virðast reiðubúnar. Við- urkend hlutleysisríki, svo sem Hol- land og Noregur, þora eigi annað en vígbúast af kappi, þora eigi að treysta á hlutleysisrétt sinn, ef öllu slær í bál og brand. Danir einir sátu lengi hjá, en í morgun kom skeyti um vígbúnað þeirra. Hugsanlegar afleiðingar af Norður- álfustríði yfirleitt eru ómælilegar, ómetanlegar, án takmarka. Landa- bréf Norðurálfu getur umturnast svo gersamlega, að um það fær enginn spáð. Afleiðingarnar fyrir oss Islendinga geta og orðið afdrifamiklar, þótt fjarri séum við að landlegu aðalstöðvum ófriðarins. Vér erum þegar farnir að finna til þeirra, áður en aðal- styrjöldin er hafin. Gangverð peninga er t. d. þegar hækkað að mun. Um þá hækkun og annað, er að verzlun lýtur, hefir Morgunblaðið aflað sér þessarar vit- neskju : í gær var gangverðið sem hér segir samkvæmt skeytum til íslands- banká. kr. au. London, pund sterling 18 40 París, franki »»74 Hamborg, mark »» 89,5 New York, dollar 3 80 Winnipeg, dollar 3 80 Ennfremur skýrði hr. Sighvatur Bjarnason bankastjóri oss frá því, að íslandsbanki hefði fengið skeyti um að forvextir hækkuðu um i°/0 í London í fyrradag (úr 3% í 40/0). Mörg skeyti hafa borist hingað tii kaupmanna um verzlunarhorfur, Hr. L. Kaaber skýrði oss frá bví að rúgmjölssekkurinn (200 pd.) hefði stígið um kr. 3.50 síðustu þrjá daga. Hveitisölufélög á Bretlandi hafa afturkallað tilboð sín um hveiti- verð og vilja ekki að svo stöddu selja við ákveðnu verði. Þeir John- son & Kaaber sendu skeyti til Hafn- ar og báðu um tilboð þaðan, en fengu það svar á fimtudag, að vegna yfir- vofandi styrjaldar yrði ekkert tilboð gert. F.nn fremur gat hr. Kaaber þess, að ullarkaupmaður i Ameríku, sem hann hefir skift við, vildi helzt losna við ull héðan. Samkvæmt síðustu skeytum til Johnson’s og Kaaber, er enginn vafi á þvi, að erlendar vörur hljóta að hækka mjög í verði. Hr. G. Gíslason, skýrði oss frá. að hann hefði fengið mörg verzlun- arskeyti frá Bretlandi. Segir þar, að markaðsvörur stígi hvervetna í verði, en ekki óttast Bretar að far- bann verði lagt á vöruskip mill ís- lands og Englands. Ráðleggja þó að vátryggja það, sem héðan kann að verða sent, vegna ófriðarblikunn- ar. Markaður á islenzkum afurðum er daufur í svipinn. Hjá Copland og Laxdal höfum vér spuist fyrir um fiskverð í Lond- on, og sögðu þeir það óbreytt í gær. Um afskifti alþingis og ráð- stafanir út af stríðinu vísum vér til sérstakrar greinar hér í blaðinu. Um sjálfa atburðina, sem þegar eru orðnir og í aðsigi —- flytja sim- fregnirnar sjálfar bezta vitneskju, og visum vér því til þeirra. Heimkoma ráðherra. Ráðherrann nýi, Siqurður Lgqerz, kom hingað til bæjarins úr utanför sinni í fyrri nótt. Hafði hann tekið vbotnvörpung í Hull og ætlaði sá að koma honum á land i Vestmanneyjum eða Kefla- vik, en viltist eitthvað fyrir sunnan land og urðu þau málalok, að ráð- herra komst á land í annari vik, sem sé sinni gömlu sýslumannsvík, Vik í Mýrdal. Hélt hann þaðan ríðandi að Ægis- síðu og þangað fór svo bifreið á fimtudag síðdegis, til að sækja hann. Signrður Eggerz ráðherra. Ráðherra lætur mikið vel yfir ut anför sinui og viðtökum hjá kon- ungi. Isafold flytur í dag þá einu mynd, af nýja ráðherranum, sem enn hefir náðst í, en væntir þess að geta síðar sýnt landsmönnum betri og líkari mynd ,af honum- V elferðarnefntliii hefir í dag símað til Sam.fél. um að fá Ceres leigða til afnota fyrir landstjórnina. Svar ókomið. Caillaux-málið. Skeyti hefir borist um að frú Cail- laux hin frakkneska sé sýknuð af morðinu, er hún framdi á Calmette ritstjóra. Þingið og stríðið. í dag á hádegi var að tilmælum ráðherra kvaddur saman einkafundur þingmanna til þess að ræða um ýms- ar ráðstafanir út af hinum yfirvof- andi ófriði. Frá alþingi. Héraskraf var mikið i Neðri deild i fyrradag út af frv. stjórnar- innar um friðun héra. Réðust þeir Bened. og Bjarni á hérana af fors miklum, en héravarnir intu þeir Guð- mundar tveir af hendi Hannesson og Eggerz auk fyrv. ráðh. Fór svo að lok- um, að hérarnir fengu að lifa upp úr deildinni með 13:7 atkv. — Það er danskur maður af íslenzkum ætt- um, Havsteen veiðistjóri, sem boð- ist hefir til að gefa hitigað til lands vænlegan hérahóp, ef friðunarlög verði áður út gefin. Kemur nú til kasta lávarðanna hér að lútandi. Sparisjóðir. Frumvarp stjórn- arinnar um sparisjóði er þegar kom- ið úr hreinsunareldi Neðri deildar, þótt með herkjum væri. Var það samþykt þar i deildinni á miðviku- dag með örfárra atkvæða mun. Mesta deiluefnið var þar hvort betra væri að hafa einn stjórnkjörinn eftirlits- mann fyrir land alt, eða einn eftir- litsmann i hverri sýslu. Að siðustu varð ofan á, að eftirlitsmaðurinn skyldi vera einn. Atnám fátækratíundar. Þau tíðindi gerðust núna í vikunni, að hin rammforna fátækratíund var látin fjúka fyrir ætternisstapa að fullu og öllu. Var frv. um afnám henn- ar sþ. við 3. umr. í Efri deild með 6 atkv. gegn 3 og afgreitt sem lög jrá alpingi. Rannsókn dnlarfullra fyrirbrigða. Sá fróðlegi fyrirlestur próf. og dr. Ágústs Bjarnasonar er mjög vel sam- ið og velkomið ritkorn, því það skýrir fyrir alþýðu hið mikla anda- trúarmál, svo óhlutdrægt og skil- merkilega eins og vísindamanni bezt samir — það sem sá góði prófessor nær. Því þótt saga hinna nýju sál- fræðinga sé stórum fróðleg, ná þær rannsóknir engri niðurstöðu, verða neikvæðar og villandi. Hér er miklu meira um að vera, en svo, að að- ferðir vísinda þeirra, er byggja á mekaniskri lífs- og veraldarskoðun nái nokkurstaðar niðri. Hvað stoðar að lýsa fyrirbrigðum fram og aftur, sanna ekkert, þekkja engin rök eða tildrög, þeir þekkja aite, en ekki aske, causa, en ekki ratio þeirra hluta, og svo verður alt bláber barnaskapur. Eg þykist hafa kynt mér ýmsar hlið- ar þessarar hreyfingar nú i 9 eða 10 sem er manna tortrygnastur á kreddur og kynjasögur, eg trúi ekki, heldur veit, að til sé önnur veröld en vor sýnilega og minna háð mekaniskum lögum, og eg trúi ekki heldur veit að til er einhver framlenging lífs og vitundar eftir umskifti þau, er kölluð eru dauði. En hvernig því lífi sé háttað, og hve lengi vitundin vari það veit eg ekki. Að margir (ekki aliir) miðlar séu »móðursjúkir«, er óneitanlegt; en þá er hitt líka víst, að allir góðir miðlar eru gæddir eftir því meiri sérgá/u, þ. e. meiri margbreytni vitundafjölda og vit- undarparta en aðrir menn. Margt sem birtist er ærið blandað, og erfitt að skynja hvort heldur stafi frá fákunn- áttu miðlanna, eða þeim verum, sem kallast að birtist, og eflaust má segja yfirleitt, að allur hinn dulræni heim- ur og hans samband við vorn heim sé enn í vorum augum óskapnaður (kaos). En að kenna vitundum vor- um og þeirra sérgáfum eða sjúkleik öll fyrirbrigði og undanskilja ekkert, það er og verður fávizka. »Skárra væri það aldéflið«, sagði Hyslop prófessor þegar einhver rengdi fyrir- brigðin hjá frú Píper. »Skárra væri p*ð aldétíið í einni manneskju, sem lygi að oss öllum þeim persónum, sem hún lætur birtast oss og segja nöfn sín — þúsundum saman!« Hjá frú Wriedt tala margar verur í einu og á ýmsum tungum, sem hún skilur ekki, og er þó ódáleidd. Hitt má vel vera, að sumir spíritistar hafi »skrúfu lausa«, alt eins og þeir sál- fræðingar, klerkar og klaufar, sem ekkert sjá né skynja, nema sínar kreddur og einhæfu aðferðir. Ágúst prófessor býr til sæg af nýyrðutn { sálar- og líffræði og ferst það oft* lega furðu vel; »Fjarhrif« fyrir telepathy má vel hafa, og »hugnœmi« f. Suggestibility, er enn betra. Eg nefni þetta orð hans hugnæmið af því spekingurinn A. R. Wallace kall- aði (einhverntíma) spírítismann mann* kynsins collectiv suggestion, þ. e. alls- herjar hugnæmi. Eg hefi hvorki tima til né finn mig færan til að forsvara hreyfing- una. En hvernig voru skoðanir hugsandi manna, jafnvel ótal klerka þegar Darwin gaf út bók sina 1859 um Origin oj Spectes ? Hún var alls- herjar efasemd um gildi og sannleik flestra trúarfræða og sérstaklega ef- uðu menn ódauðleik sálarinnar. Og svo hertu kenningar Dartvins enn þá meira á þeirri vantrú. En sama ár, sem nefnd bók kom út, hófst spiri* tisminn 1 Æ síðan hafa tvær raddir hljómað til útskýringar andatrúar* hreyfingunni. Efnishyggjumennirnir segja: Andatrúin er eðlilegt viðhvarf móti visindaþekkingunni | hjátrú og oftrú þjóðanna er að ryðja sér nýja braut! En fylgismenn spírista kenn- ingarinnar segja: Það er guðdómurinn sem sendir mannkyninu nýja opiir- berun til að yngja upp hina gönðlu og staðfesta hina fornu, máttugu upp- risutrú! Hverjir hafa réttara? Eg trúi því, að andatrúarmennirnir hafi rétt, en hinir hafi rangt. Og reynsl- an er óðum þetta að sanna. Materíalisminu~£r—víða faliinn eða i andarslitrunum, en þúsundir vit- urraogvel mentaðra manna láta sann- færast um sannleík"a'spíritismanumf þó margir fari dult með. Lifs- og heimsskoðanir hins mentaða heims skilja enga sköpunarsögu, enga synda- fallssögu, enga friðþægingarsögu og enga sögu um forsjón, eins og alt til þessa hefir verið kent; og fyrir þvi þarf að skýra þessa lærdóma á annan og skynsamlegri veg, og þetta stórræði er verk vorra tíma og fratn* tíðarinnar. En við rama er reip að draga, annars vegar visindamennina og hins vegar kirkjurnar; þvi að i veði eru völd og virðingar. En eg er kominn lengra en eg ætlaði og hefi þó ekki hálfsagt neitt, en eg vil aftur þakka hinum unga prófessor fyrir hans snotra og hóg- væra fyrirlestur, óskandi þess, að landar vorir læri af hans dæmi að rita hóflega um þá hluti, sem mestu vitringar vorra tíma vita sjálfir, að eru staðhættir, sem ofvaxnir eru þekkingu þeirra og röksemdum. Matth. fochunisson. ^Aths.: Ágúst Bjarnason prófessor er fjarverandi sem stendur, en gerir ráð fyrir athugasemd út af grein síra Matth., er heim kemur. — Ritstj. f»eir kaupendur Isafoldar hér í bænum, sem skift hafa um heim- ili, eru beðnir að láta þess getið, sem allra fyrst, í afgreiðslu blaðsins svo þeir fái blaðið með skilum.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.