Ísafold - 23.09.1914, Blaðsíða 4

Ísafold - 23.09.1914, Blaðsíða 4
290 ISAFOLD stjórnarráðstafanir*. Þú þarft að fá staðfestingu hans á lögurn þeim, sem síðasta þing samþykti. Þá var þér líka gefin heimild til þess að lána hálfa miljón króna fyrir landsins hönd, en þingið lét þess ekki getið hvar þú ættir að fá féð. — Ef að vanda lætur verður þú að ganga milli manna i Höfn og biðja þá aurr.ur ásjár, því sjaldnast er hægt að h'aupa í bankana hér. Það er Hklega bezt fyrir þig að tala ekki mikið um sjálfstæðis- stefnuna meðan á því ekki stendur, þvi viðbúið er að Danir segðu þér að láta pá sjást í verkinu að pú %œtir staðið á eiqin Jótum og þyrftir ekki ■á hjálp þeirra að halda. Það er svo með ráðherra, sem aðra, að fleira verður að gera en •gott þykirl — — Þessi utanför er þér að öðru leyti illur grikkur. Hún eyðir ■fyrir þér i—2 mánuðum og þú hafðir nóg með tímann að gjöra. En það er ekki þar með búið. Þú verður að fara aftur utan á und- an þingi til þess að leggja stjórnar- frumvörpin fyrir konung (og dönsku ráðherrana!). Það eyðast þá ekki minna en 3 mánuðir í þessar utanfarir. Þegar þeir eru taldir frá hefir þú rúma 7 mánuði til þess að undirbúa alt undir næsta þing I Þú verður meira að segja að láta prenta öll stjórnar- frumvörpin á íslenzku og dönsku á þessum tíma. Þú hefðir áreiðanlega nóg að gera við þessa 7 mánuði. sem ekki ganga í frátafir og utanfarir, þó ekki hefðir þú um annað að hugsa en þingmál- in. En það er ekki því að heilsa Óðar en þú ert orðinn ráðherra er öll stjórn landsins lögð í þínar hendur og ábyrgð verður þú að bera á öllu sem fram fer. Ur öllum lands- ins áttum snúa embættismenn og aðrir sér dl stjórnarráðsins með hverskonar úrskurði og vandamál. Ymiskonar reglur og reglugjörðir þurfa að semjast og samþykkjast. Daglega þarft þú að afgreiða ýmsa menn, sem leita stjórnarinnar í hin- um og þessum erindagjörðum. Að sjálfsögðu hvíla störf þessi að minstu leyti á þér sjálfum. Mestan hlutann afgreiða skrifstofurnar og margt landritari — en ábyrgð ber þú eigi að síður á öllu slíku. Mikill hluti af þessu daglega starfi er lögfræðislegs efnis og hvernig ert þú svo staddur — þú sem aldrei hefir lög lært? Sjálfur hefir þú næsta ófullkomna þekkingu á flestu slíku, og ef þú treystir skrifstofun- um í blindni, er viðbúið að slund- um fari svo að þú vitir tæplega hvað þú skrifar undir. Ekki væri það undarlegt þó sumum hætti ril að gera gys að slíkum ráðherra! Eg get ekki betur séð en að þú standir höllum fæti í stöðu þinni meðan þú ekki aflar þér sæmilega fullkominnar þekkingar í flest öllu, sem að starfi þínu lýtur. Það er sjálfsagt að aðrir vinni flest verkin, en sjálfur verður þú nð geta að minst.; kosti Ijislega dæmt um þiu, anhars getur þú í raun og veru enga ábyrgð á þeim borið. Og hvernig ætlar þú að afla þér þessarar þekkingar á lögum og stjórn landsins í fljótri svipan? Þó skrif- stofurnar afgreiði flest fyrir þig í dag- legu stjórnarstörfunum, þá þarft þú lögfræðisþekkingu við samningu laga fyrir næsta þing. Sennilega er það blátt áfram ómögulegt nema á all- löngum tima. En þú hafðir einum 7 mánuðum að spila úr til allra hlutal Og átt þú svo ekki að miklu leyti að hafa æðstu umsjón alls embættis- lýðsins, ábyrgjast að alt sé í lagi hjá sýslumönnum o. fl. ? Sumir segja að það sé ekki fátt sem athuga þurfi í þessum efnum. Hvernig átt þú að komast fyrir það sanna og kippa því í lag sem þurfa þætti ? Sjálfur verður þú að þekkja alt þetta itarlega, ef þú átt að vera þessu starfi vaxinn. Þú átt að veita hverskonar embætti, eða svo gott sem. Auðvitað vilt þú láta þá sitja hlutdrægnislaust i fyrirrúmi sem hæfastir eru, en svo við sleppum vandræðunum við að skera úr þvi, hverir það eru, þá sýnist mér þú miður vel settur í þessu atriði — flokksráðherrann. Ekki væri það óhugsandi að flokks- menn þínir telji þér skylt að meta þá meira en andstæðingana, ekki ómögulegt að þú missir eitthvað af þingfylgi þínu ef þú virðir að vett- ugi tillögu eða óskir sumra styrkt- armanna þinna. Það er hætt við að þú eigir stundum um tvo kosti að velja: að spilla fyrir sjálfum þér eða lofa öðrum að ráða. Víst er um það að stuðningsmenn þínir hafa ráð þitt í hendi sér hvenær sem þeim býður svo við að horfa. Það eru svona smávegis erfiðleik- ar samfara ráðherratigninni I Eg skal ekki ergja þig á því að telja upp alla þá bagga sem landið leggur á ráðherrann, en minnast að eins á eina smávegis aukagetu. Þú átt eins og allir vita að taka á móti gestum sem að garði koma, fyrir landsins hönd og þú verður að gera þetta sómasamlega. Hvað sem öðru líður, verður þú að minsta kosti að geta talað við þessu góðu menn, haldið þeim sam- sæti og haldið fyrir þeim ræður. Ef þú átt að gera leyst þetta vel af hendi þarft þú að tala vel enskn, þýzku, frakknesku og dönsku, en að minsta kosti dönsku og ensku, helzt frakknesku líka. Ef þú ekki kant þetta, verður þú að læra það og tírna þarf til þess. Og það eru ekki nema 7 mánuð- ir til þings. ^ Eg veit ekki að vísu, hve mikið þú átt undir þér, lesari góður, en trúað gæti eg því að þér litist ekki alls kostar á stöðuna. Þú ætlaðir þér að vinna ýms nauðsynjaverk, koma ýmsum góðum hugsjónum í framkvæmd. Þú þarft tíma og næði til þess að athuga þessi mál ræki- lega, búa þau vel undir þingið, en svo er dembt á þig óvanan allri hversdagsstjórn landsins, alls konar lögfræðingsstörfum, eftirliti, embætt- aveitingum og móttöku gesta, auk margs annars. Á þennan hátt verð- ur tími þinn bútaður sundur í þarft og óþarft og hugur þinn dreginn frá þinum áhugamálum. Með þessu lagi verður öll stjórn landsins, smá og stór, flokksstjórn, ekki í nokkrum atriðum heldur öll- um, jafnvel hvert einasta embætti veitt af flokks-ráðherra, sem er meira eða minna háður sínum mönnum. Alt eftirlit með embættismönnum og öllu öðru verður eftirlit flokksstjórnar. Og öll stjórnin í smáu sem stóru, verður á hverjanda hveli i höndum eins flokks þetta árið, annars hitt árið og viðbúið að sín stefna ráði í hvert sinn. Þá er það og viðbúið að oft og einatt sé stjórnin i höndum óvanra manna, sem alls ekki eru jyllilega starji sínu vaxnir, en auk þess næsta líklegt, að örsjaldan sé um þann mann að gera, sem sé jafnvígur á að ryðja nýjar framfarabrautir, ann- ast hversdags stjórnarþref, og eta með broddborgurum og útlendingutp. Eg held við komum okkur sam- an um það, að þetta fyrirkomulag sé engin fyrirmynd, að ekki muni veita af að umturna öllu hjá stór- veldunum, engu síður en á skrif- stofunum. Þetta er meira að segja ekkert nýmæli. Það hefir oft verið á það minst, að breyta fyrirkomu- Iaginu og meira að segja verið gert ráð fyrir því í stjórnarskrárbreyting- unni síðustu. En hvernig eigum við þá að breyta þessu svo til batnaðar sé? Hvað virðist þér sjálfum, þú hæst- virti ráðherra — á pappírnum ? Frh. Guðm. Hannesson. 2 góðar kýr til sölu nú þegar. Upplýsingar á Laugavegi 40, niðri. Skriístofa umsjónarm. áfengískaupa, Grundarst. 7, opin kl. $—5. Sími 287. Orgelkensla. Frá 1. október veiti eg tilsögn i orgelspili. Árni Eiríksson frá Selárdal, Laugav. 50 B, niðri. ísafold. Nú er færið a0 gerast kaupandi Isafoldar Nýir kaupendur að næsta árgangi ísafoldar (1915) fá i kaupbæti, um leið og þeir greiða andvirði árgangsins (4 kr.) 2 af neðantöldum 3 j bókum eftir frjálsu vali: 1. Fórn Abrahams (600 bls.) eftir Gustaf fansson. 2. Heljargreipar (280 bls.) eftir Conan Doyle. 3. Mýrakotsstelpuna og Guðsfriðinn eftir Selmu Lagerlöí í þýðingu Björns heit. fónssonar. Nýir kaupendur utan Reykjavíkur, er óska sér sendan kaupbætirinn — verða að greiða í burðargjald 30 au. Ella eru menn vinsamlega beðnir vitja kaupbætisins í afgreiðslunni. A 11 i r viðurkenna, jafnt stjórn- mála-andstæðingar sem aðrir, að ísafold sé fjölbreyttasta og efnismera blað landsins, pað blaðið, sem eigi er hagt án að vera — það blað, sem hver islendingur verður að halda, er fylgjast vill með I því, er gerist utan lands og innan i stjórnmálum, at- vinnumálum, bókmentum og listum. Talsími 48. Til hægðarauka geta menn út um land sent andvirðið í frt- merkjum. ÍSAFOLD er blaða bezt. ÍSAFOLD er fróttaflest. ÍSAFOLD er lesin mest. Kransar. Líkklæði. Likkistur. Litið birgðir mínar áður en þér kaup- ið annarsstaðar. Teppi lánuð ó k e y p i s í kirkjuna. Eyv. Árnason, trésmíðaverksmiðja, Laufásveg 2. Nærsveitamenn eru vinsamlega beðnir að vitja Isafoldar i afgreiðsluna, þegar þeir eru á ferð í bænum, einkum Mosfellssveitarmenn og aðrir, sem flytja mjólk til bæjarins daglega Afgreiðslan opin á hverjum virkum degi kl. 8 á morgnana til kl. 8 á kvöldin. H. V. Christensen & Co. Köbenhavn. Metal- og Glas- kroner etc. for Electricitet og Gas — Störste danske Fabrik og Lager. 1 England, Þýzkaland »g Belgía hafa bannað að flytja úr landi skotvopn, en fyrst um sinn mun eg geta selt hinar heimsfrægu „Husqvarna“-byssur, sem hver skytta ætti að eiga. Verð á þeim hækkar ekki að svo stöddu, og eg get selt alls konar skotvopn, alt að 600 kr. fyrir eitt vopn. Til þess að vera vissir um að ná t byssu, ættu menn að senda pöntun sem allra fyrst. Jakob Gunnlögsson, Khofn K. Dráfffísfar-shóíi. Fyrstu dagana af október byrja eg undirritaður, sem að undanförnu, tilsögn í dráttlist. Vil eg því áminna þá, sem óska eftir inntöku í skóla minn, að gera svo vel og innskrifa sig heima hjá mér þann 24.—-25. þessa mánaðar, báða dagana kl. 6—7 síðdegis. Inntökugjald, 8 kr., er borgist við áskrift. Grjótagötu nr. 4. Sfefáti Eiríkssoti. Þjóðvinafélagið. Eg tek, samkv. ráðstöfun félagsstjórnarinnar, við gjaldkerastörf- um félagsins frá og með I. okt. þ. á. Félagar og aðrir eru því beðnir að senda mér allar greiðslur til félagsins upp frá því. Reykjavik 22. sept. 1914. Lárus H. Bjarnason. Almanak 1914 handa íslenzkum fiskimönnum, gef- ið út að tilhlutun stjórnarráðsins, fæst hjá bóksölum. Gráhært fólk er etlilegra útlits en mrm btr. Brém harið yðar fœr aptur sinn rélilefm iit ef þjernotií frakknetka Wrpai- nið ‘Jonventine de Junon* tem ht ilhrigditráð Frakkland* of mar- gir heknar állta óhrigdutt og ó*ka4- legt. rlasknn kaetar Kr. ÍJé. Aditlitlsula fgrir Jetand hristíri Mcinhoit, n jiujiitkUu n 26. Heykjavlk. ImUúmi AM. Konungl. hirð-verksmiðja Bræöurnir Cloétta mæla með sínum viðurkendu Sjókólade-tegundum, sem eingöngu eru búnar til úr fínasta Kakaó, Sykri og Vanille. Ennfremur Kakaópúlver af beztu tegund. Ágætir vitnisburðir frá efnarannsóknarstofum. jj \ Drekkið Krónu-Lageröl fra hinum sameinuðu ölgerðum, það er ágæt, skattfri öltegund. Cr á Bragéió ains og BcejarsRí JSagerol §§§>§!> Fæsf ttú í fjverri fjöfbirgðaverzíutt. §§§Í§I Þakpappaverksmiðjan Dortheasminde Köbenhavn B. }U Herkúles-þakpappi Haldgóðir þakpappalitir allsk Strokkvoðan Saxolin . ZACHARIAS & Co, Stofnað 1896. * Tals.: Miðst. 6617. Álagning með ábyrgð. Dortheasminde Triumph-þakpappi Tjðmlaua — lyktarlana. Triumph-einangrunarpappi

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.