Ísafold - 27.01.1915, Blaðsíða 2

Ísafold - 27.01.1915, Blaðsíða 2
2 ISAFOLD Yestnr-íslendinga-annáll. f Skafti Brynjólfsson, einn hinna kunnustu Vestur-íslendinga, lézt i Winnipeg þ. 21. des. Bana- mein hans stafaði frá ígerð bak við eyrað. Hafði hann legið 3 vikur, er holdskurður var gerður á honum, en Skafti fekk eigi rænu aftur eftir skurðinn. Skafti Brynjólfsson varð 54 ára gamall, fæddur í Forsæludal i Húna- vatnssýslu 1860, fluttist vestur um haf með foreldrum sínum árið 1874. Bjó fyrst í Bandaríkjunum, en keypti síðar land fyrir norðan Winnipeg. Skafti sat á ríkisþingi Dakota 3 ár, en í Kanada hafði hann mörg og mikil störf fyrir íhaldsflokkinn. — Hann var og einn af helztu Únitör- um vestan hafs, og starfsamur Good- templari. Kona Skafta var Gróa Sigurðardóttir (skálds Jóhannessonar). Skafti Brynjólfsson kom hingað ti íslands fyrir nokkrum árum. Hann var aðalútgefandi kvæða Stephans G. Stephanssonar, Andvökur. — Minningarsjóður Jóns Bjarnasonar. Vestur-íslending- ar hafa lagt örlátlega í hann. Var hann orðinn nær 43,000 dollarar um jólin. Theodór Árnason fiðluleik- ari ætlaði um nýárið frá Winnipeg til Khafnar, til frekara náms og full- komnunar í fiðluspili. ReykjaYÍknr-annálL Söngfél. »17. júní« efnir til sam- söngs fyrri hluta febrúar í Gamla Bíó. Aðkonramenn: Oddur Björnsson prentsmiðjueigandi frá Akureyri. Hjónaefni: Guðmundur Eyjólfsson verzlunarmaður í Hafnarfirði og jung- frú Ingibjörg Ogmundsdóttir (skólastj. Sigurðssonar). Botnvörpnngnrinn Baldur fertil Khafnar einhvern daginn með farm af saltfiski. Skipstjóri er K o 1 b e i n n Þorsteinsson. Meðalfarþegaverður D. Ostlund, alfarinn áleiðis til Vestur- helms. Leikhúsið: Galdra-Loftur hefir verið leikinn hór í leikhúsinu frá því á jólum, og oftast verið troðfult hús. Þetta leikrit verður leikið siðasta sinni á sunnudag. Um hina helgina 18 það skemmra. Reyndin verður ávalt sú, að sannleikurinn er betri en hið bezta, er 'vér gátum ímyndað oss. Það er óhjákvæmilegt. Það er næsta auðvelt að ná tökum á því, sem minna er en veruleikinn; en enginn getur náð tökum á því, sem er meira. Vér þekkjum mjög vel verur, sem ná tökum á því, sem minna er en veruleikinn. Eg á þar eigi að eins við sjálfa oss. Eg á við merkilegar verur, er lifa félagslífi, eru mjög starfsamar, mjög framkvæmdarsamar, mjög skynsamar, — verur, sem hafa, að því er ætla má, svo mikla hug- mynd um alheiminn, að hún er að minsta kosti nægileg fyrir starfslíf sjálfra þeirra. Slíkar verur eru t. d. maurarnir. Þeir rækja störf sín, »fara til borgarinnar* á hverjum morgni og koma aftur heim; þeir virðast ekki afreka mikið, koma aftur mjög svo hinir sömu og þeir fóru, aðeins dálítið þreyttir; það er alt og sumt. Þeir hafa einhverja hugmynd um, hvað þeir eru að gera, en þeir skríða fyrir fótunum á mönnum, sem hafa gersamlega ólíkar hugmyndir, miklu mikilfenglegri, að eg hygg. Hvað vita þeir um skoðanir mannsins ? verður byrjað að s/na : Syndir ann- a r r a — eftir Einar Hjörleifsson. Bókmentir. Gunnar á Htíðarenda, heitir kvæða- flokkur, sem Guðmundur Guðmunds- son skáld hefir nýort. Lög við kvæða- flokkinn er Jón Laxdal tónskáld að semja. Misprentast hafði um daginn i ísafold stafirn- ir undir kvæðinu Þorsteinn Erlings- son. Stóð undir því Tr. G. og hefir ísafold fengið fyrirspurnir um, hvort það væri gamli Tryggvi Gunnarsson. En stafirnir áttu að vera Fr. G. f Benedikt Kristjánsson prófastur frá Grenjaðarstað lézt i fyrradag á Húsavík. Nánara getið siðar. Fríkirkjusðfnuður er að myndast á Fáskrúðsfirði eystra, utan um Stefán Björnsson cand. theol. Erl. simfregnir. frá fréttarit, ísafoldar og Morgunbl. Khöfn 15. jan. kl. 5.30 sd. Frá Austurríki. Utanrikisráðherra Austurrikis hefir sagt af sér embættinu. Jarðskjáifti í Italíu. 12 þúsund manns fórust í jarð- skjálfta í Abruzzahéraði í Ítalíu. Orustan við Soissons. Þjóðverjum hefir veitt betur við Soissons. Khöfn 16. jan. kl. 6,45. Hjá Soissons. Þjóðverjar tilkynna mikinn ósigur, sem Frakkar hafa beðið við Soissons. 20 þús. manns féllu og um 20 þús. særðust. Jarðskjálftinn í Ítalíu. Tuttugu þorp hafa gjöreyðilagst í jarðskjálftanum. Ingolfs-slysið. Bátur frá Thoreskipinu »Ingolf« hefirfundist á reki i Norðursjónum. Báturinn var mannlaus. Khöfn, 26. jan., kl. 4.50 sd. Ferjusamband milli Sviþjóðar og Þýzkalands er hætt. 19 Hvað vita þeir um stöif hans, um aðrar verur, æðri en þeir sjálfir eru, um þessar æðri vitsmunaverur, sem þeir lifa mitt á meðal ? Það er oss harla lærdómsrík dæmisaga, að hin lægri dýr lifa á meðál vor og vita ekkert um oss. Og eg segi yður, að til eru æðri vitsmunaverur, sem eru oss svo miklu fremri, að vér erum sem maurar í samanburði við þær. Vér skríðum svo að segja fyrir fót- unum á æðri vitsmunaverum, sem vér vitum ekkert um. Skilningar- vit vor veita oss nokkura fræðslu, en sú fræðsla er mjög af skornum skamti. Já, vér gætum sannarlega ekki komist langt í rannsóknum vor- um á alheiminum, ef vér yrðum að reiða oss á skilningarvitin ein. Vér bætum þau, aukum við þau með alls konar verkfærum. Smásjár, fjar- sjár og litsjár eru skilningarvitum vorum hjálparmeðul, og fyrir þær höfum vér lært meira. En þótt skilningarvit vor hafi þann veg hlot- ið mikla hjáip, segja þau oss enn eigi nema lítið, og það er svo ótel- jandi margt, sem vér erum gersam ega óvitandi um, enn sem komið er. — Erl. simfregnir. Opinber tilkynning frá brezku utanríkisstjórninni í London. í síðasta blaði varð, vegna þrengsla, að sleppa nokkuru af erlendu sím- fregnunum um ófriðinn, en þær eru teknar upp i þetta blað. Isajold er nú eina landsmálablaðið, sem flytur nákvæmar simfregnir af ófriðnum, eins og þær koma dag- lega. Með góðum landabréfum getur hver einasti lesandi fylgst með í dagl. framsókn heranna. Merkustu fréttirnar að þessu sinni eru um Jluqið yfir Dunkirk, loft- bardagann sem þar varð og sjó- orustuna, sem háð hefir verið nýlega milli þýzkrar og brezkrar flotadeild- ar nálægt ströndum Bretlands. Þar sökk eitt af stærstu beitiskipum Þjóðverja (sjá nánara i sjálfum skeytunum). Þjóðverjar fara halloka fyrir Rússum. London 16. jan. kl. 12 á hád. Rússneska herstjórnin kunngerir, að áhlaupum Þjóðverja á stöðvar Rússa við Lotzen, milli Masurisku vatnanna, hafi verið hrundið og að Þjóðverjar hafi beðið feiknalegt mann- tjón. A neðri bakka Weichselfljóts héldu Rússar áfram að þrengja að Þjóð- verjum þ. 14. þ. m. Oviniinir, sem höfðu verið reknir burt frá Sierpl, voru neyddir til þess að láta undan siga frá ferjustöðum Skrivafljóts. — Nokkur áhlaup hafa verið gerð á herlinuna hjá Rawafljóti. — Tyrkir biða ósigur enn. Herstjórnin í Kákasus tilkynnir, að Rússum veiti betur í orustunum í héraðinu við Kara-Ourgat. Rússar gereyddu 52. tvífylki Tyrkja með byssustingjaáhlaupi. Rússar tóku fyrirliðann og leifar tvifylkisins hönd- um. Rússar eltu lið Tyrkja og á einum stað tóku þeir 5000 menn höndum, náðu 14 falibyssum, ógrynni af skotfærum og nærri 10 þúsund naut. Viðureignin í Frakklandi. London 15. jan. kl. 5 síðd. Opinber frönsk tilkynning, sem send var út síðdegis i dag, hljóðar svo: í Belgíu hafa bandamenn sótt fram nálægt Lombaertzyde og Lece- riere. Zouavar gerðu ágætt áhlaup á stöðvar óvinanna í Arrashéraði og 20 Og þó höfum vér hugmynd um sumt af þessu annan veg en skiln- ingarvitaleiðina. Vér erum ekki lík- ami eingöngu, heldur jafnframt hug- ur, vitund og sál. Við surnar af þessum æðri vitsmunaverum hefir maðurinn samskifti og samband aðr ar leiðir en hinna likamlegu líffæra, og hjá þeim finst honum stundum hann eiga fremur heima en í þess- um efnisheimi, er hann sem stendur verður að lifa í. Mikilmennunum, innblásnum mönnum mannkynsins, hefir fundist þeir eiga fremur heima hjá hinum æðri vitsmunaverum en innan um hversdagsstörf lífsins. Að því leyti erum vér eigi svo tak- markaðir sem vér virðumst vera. Vér sjáum hinu og öðru bregða fyrir í svip, og ef vér leggjum rækt við hæfileika vora, sjáum vér meira og meira, og fyrir innblástur öðl- umst vér hjálp og leiðbeiningu til þess að skilja það, sem ella mundi vera oss ofvaxið. Hinar vanalegu leiðir, sem við efnið eru bundnar, eru eigi einu færu leiðirnar. Á öll- um öldum hafa innblásin mikilmenni fengið vitranir, séð hugsýnum, kom- ið auga á veruleg atriði, og hafa tóku stöðvar þeirra við veginn milli Arras og Lille. Stórskotaliði Frakka hefir veitt miklu betur i Arras héraði, í nánd við La Targette, ennfremur hjá Roye. Þjóðverjar komust inn í þorpið St. Gaul, tvo kilometra norðaustur af Soissons, en lið vort náði þorp- inu aftur litlu síðar. Vér eyðilögð- um brýr, sem Þjóðverjar höfðu gert hjá St. Mihiel og hrundum af hönd- um vorum áhlaupum, sem Þjóð- verjar gerðu á skotgryfjur, er vér höfðum náð í Ally-skógi þ. 8. jau. Vér höfum sezt í nokkrar skot- gryfjur óvinanna fyrir sunnanSenones í Vogesafjöllum. Frá Frökkum. London 16. jan. kl. 6,5 síðd. Opinber frönsk tilkynning, gefin út síðdegis í dag, hljóðar svo: í héraðinu milli Lys og Somme náðu Þjóðverjar aftur nokkrum skot- gryfjum, sem þeir höfðu mist þ. 14. þ. m. Frakkar héldu áfram að sækja fram við Blangy, í nánd við Arras. Áhlaup- um Þjóðverja á La Boiselle var hrundið. — í héraðinu við Soissons og Rheims tvístraði stórskotalið bandamanna einu tvífylki óvinanna. Sprenging varð í einu fallbyssuvígi. Akaft áhlaup gegn skotgryfjum Frakka við Flipey mis- hepnaðist algerlega. Þjóðverjar voru reknir frá Crest austur fyrir Pont a Mousson af stórskotaliði bandamanna. Frá Suður-Afrfku. London 16. jan. kl. 12,12 síðd Það er opinberlega tilkynt, að sambandsherinn í Suður-Afríku hafi tekið Swakopmund síðastliðinn fimtu- dagsmorgun. Af Bretum féllu tveir menn, en einn særðist. Bandamenn vinna á. London 17. jan. kl. 5 síðd. Opinber frönsk tilkynning, send út siðdegis í dag, hljóðar svo. Bandamenn halda áfram að sækja fram i héraðinu við Nieuport og við Lombaertzyde. Áhlaupum óvinanna á Troyn og Beaulue hefir verið hrundið. í Pertheshéraði hafa Frakkar tekið aðra skotgryfju óvinanna og skóg nokkurn 2—300 metra fyrir fram- an _ aðstöður Frakka við Beausejour. Á báðum þessum stöðum halda Frakkar áfram að sækja fram. Áhlaupi Þjóðverja á Le Pretreskóg- inn hefir verið hrundið. Frakkar hafa unnið á í Vogesa- fjöllum fyrir vestan Orbey. Frá Russum. London 18. jan. kl. 1,15 sd. Eftir þriggja daga orustu í stöð- ugri stórhríð hafa Rússar unnið full- kominn sigur hjá Kara Ougran. Herdeildir Kákasus, skipaðar Kó- sökkum frá Turkestan og Siberíu, gereyddu varaliðí Tyrkja. Leifar 21 reynt að færa i letur, öðrum til gagns, það sem fyrir þau hefir borið. Það er leiðin, sem vér verðum að fara, til þess að rannsaka sumt af þessu. Það er að minsta kosti leið trúarbragðanna. Eg er ekki að segja, að eg hafi farið þá leiðina í rann- sóknum mínum. Hugsanlegt er, að þær brautir séu mér bannaðar, en eg hefi komist að svipuðum álykt- unum, og þó farið vanalegri vísinda- leiðir. Vér vitum allir, að til eru góð og ill öfl, af því að vér erum að ber- jast á móti illum öflum. Hvers vegna eigum vér í þessum helgasta ófriði, sem vér höfum nokkuru sinni lent í ? Af því að illu öflin hafa losnað — og með því að berjast gegn þeim, gerumst vér erindrekar hins góða. Það er heilagur ófriður. Hver er kenningin, sem vér eigum við að stríða? Að ekkert sé æðra en ríkið, að í ríkinu sé alt fólgið, og að rikinu sé heimilt að gera hvað sem því þóknast, ef það er því í hag, að engin siðalög séu til æðri en almáttugt ríki. Slíkt er í raun og veru guðleysi. Og þetta er það, sem vér erum að berjast gegn. Ef Tyrkjahers flýja undan í áttina til Erzerum og veita Rússar þeim at- göngu bæði að framan og á hliðar fylkinganna. Rússar hafa fundið hluta af tyrk- neskum fallbyssum yfirgefna og ligg- jandi undir snjó. Rússar elta Tyrki sigri hrósandi. Áhlaup Þjóðverja árangurslaus. London 18. jan. kl. 5.45 e. h. Opinber frönsk tilkynning birt síðdegis í dag segir: Rokstormur hefir hamlað herfram- kvæmdum í héraðinu milli sjávar og Oise. Norðaustan við Vic sur Aisne var tveimur áhlaupum Þjóðverja hrundið. Ahlaup Þjóðverja á 263. hæðina í Argonnehéraði báru enn engan ár- angur. Frakkar tóku nokkrar stöðvar óvin- anna norðvestan við Pont a Mous- son og héldu þeim þrátt fyrir gagn- áhlaup Þjóðverja. Óvinirnir skutu á Tann án þess það bæri nokkurn árangur. Eldur í La Boiselle. London 19. jan. kl. 12,56 e. h. Eftirfarandi opinber frönsk tikynn- ing var birt í gærkvöldi: Eldur kom upp í þeim hluta þorps- ins La Boiselle, sem vér höfðum á voru valdi og var það að kenna því, að sprengikúla hitti skotfærabirgðirn- ar. Vér yfirgáfum þorpið, en tókum það aftur í morgun með áköfu gagn- áhlaupi. Óvinirnir skutu á Sí. Poul, sem er skamt frá Soissons. Þýzkar flugvélar skotnar niður. í Champagnehéraði flugu þýzk loftför yfir stöðvar vorar, en tva þeirra voru skotin niður. Vélarnar voru nær óskemdar og fjórir flug- menn voru teknir höndum. Rússar og Þjóðverjar. London 19. jan. Opinber tilkynning frá Rússum: Á vestri bakka Weichsel hafa Rússar tekið skotgryfjur, sem Þjóð- verjar höfðu tekið hjá Bolimow, og drápu alla, sem þar voru til varnar. Óvinirnir gerðu tvö gagnáhlaup, en þau urðu árangurslaus. Óvinirnir sóttu fram gegn stöðvum Rússa fyrir suð-austan Rawa, en Rússar urðu varir við þá með því, að þeir vörpuðu á þá leitarljósi, og stöktu Þjóðverjum á flótta. Fallbyssur Rússa eyðilögðu bryn- varinn bíl hjá Piotrkow. Austurríkismenn halda áfram að skjóta á Tarnow með stórum fall- byssum, en skothriðin ber litinn árangur. Tyrkir bíða ósigur. Herforingjaráðið í Kákasus til- kynnir, að verið sé að elta her Tyrkja, sem beið ósigur við Kara Ourgan. Ákafur bardagi varð við Zenikouí og stóð í tvo daga. Lauk bardagan- um svo að nckkur hluti 32. her- 22 heimurinn kæmist nokkurn tima undir slík yfirráð, yrði lífið ekki þess vert, að því sé lifað. Það er ná- kvæmlega satt, að langt um betra mundi vera að deyja en lifa undir slikum yfirráðum. Vér vitum, að til er siðferðileg stjórn á heiminum; vér vitum, að til eru háar hugsjóuir. Liðsveitir vorar — og hversu aðdá- anlega haga þær sér — gætu ekki gert það, sem þeir menn hafa gert, sem þröngvað hefir verið til þessar- ar trúar. Vér heyrum stundum um það talað, hve mikilvægt sé að hafa rétta trú og til livílikrar glötunar röng trú leiði. Það er mikiil sann- leikur fólginn bak við þær þroska- leysis-fullyrðingar. Rétt trú veitir oss styrk og þor og dugnað og slíkt fjör, að ekkert stenzt fyrir oss og vér verðum ósigrandi. Hin trúin verður að bera lægra hlut. Góðu öflin eru máttugri en illu öflin. Vér erum ekki einu erindrekar guðdómsins, en vér erum erindrekar guðdómsins, og þess er krafist, að vér veitum illum öflum viðnám. Illu öflin eru veruleikur. Þegar skyn- semi gæddum verum var veitt frjáls- ræði, öðluðust þær mátt til að fara

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.