Úlfur - 06.02.1906, Síða 2

Úlfur - 06.02.1906, Síða 2
2 ÚLFUR. 1. bl. híunnindi fyrir þá sem þeirra nutu, enda byggðist þá það byggilega úr landi þessu á fáum árum; sjá allir að það var eigi lít- ils virði að fá upphaflega ókeypis jafn góðar lóðir og þeir eiga nú í Fjörunni eða öllu heldur nú að nefna Aðalstræti: Einar Iiall- grímsson, Davíð Sigurðsson, Jón Chr. Stef- ánsson, Kristján Nikulásson, Frb. Steinsson, Elín Einarsdóttir, Kr. Jósefsson, Sæmund- sen og ymsir fleiri. Lóoir þessar voru mæld- ar svo stórar að hægt hefir verið að stækka húsin og hafa ýms önnur þægindi, sem út- heimtast hér á landi við bústaði manna. Hinar aðkreftu byggingar, sem síðar fóru að tíðkast voru þá eigi í móð, og hefðu aldrei átt að komast í hann. Teljum vér það eitt af glappaskotum bæjarstjórnar og byggingarnefndar að hún hvarf síðar frá landrýmis byggingarplani og fór að þétta húsum alt of mikið saman svo víða er nú komið svo að ómögulegt er að stækka þau. Pegar að mestu var búið að búta niður gömlu konungslóðina eins og nautshúð, alt nema útnára og heminga, kom það skringi- lega fram, bæjarsfjórnin fór að selja þessa skekla, Reir sem stóðu fastast á hrygg- lengjuskœðunum af húðinni, gátu nú eigi vitað að nýkomnir hælislausir menn fengju svo mikið sem útnára þveng fyrir ekki neitt, þó þeir vitanlega yrðu eftir á að borga ár- legt gjald af útnárunum eins og hinir, og úr því að hrygglengjumenn vildu eigi unna útnárann gefins, urðu útnáramenn að kaupa hann smátt og smátt, því hrygglengjumenn vorn áhrifameiri í bænum. En þegar að húðin var öl! búin, nema örfáir útnárar, sem smátt og smátt var ver- ið að selja einstakafáráðling, sem vissi ekki að hann í raun og veru átti heimting á að fá útmælt á konungslóðinni fyrir ekki neitt kom vanmættistímabil bæjarstjórnarinnar, van- máttar og viljaleysistímabil að útvega mönn- um byggingarlóðir með góðum kjörum. Gamli bærinn var svo að segja útmældur, og þeir héldu þar fast á lóðum sínum og kærðu sig eigi um að láta þrengja að sér. Oddeyrinn var þá að vísu orðin löggilt verzlunarpláss en þar var engin verzlun og engin eða lítil atvinna. Þótti mönnum þá eigi fýsilegt að leita þangað norður, enda var eyrin eign einstaks manns og því und- ir hann að sækja um byggingarleyfi. Hrafna- gilshreppur vafði sig utan um innbæinn og þangað varð eigi flúið til að fá stofnað heimili og bygt rétt við kaupstaðinn. I fyrsta lagi fékst eigi leyfi til þess þá hjá landeig- anda Nausta og Eyrarlands, og i öðru lagi var þá komið út úr bæjarfélaginu og undir tvísýna stjórn þeirra Hrafnagilshreppsmanna. En svo kom verzlunarhreyfingin um 1870. Pá var einokunin að vísu upphafin, en útlendir kaupmenn treystu á sína múr- veggi og kastala og vildu eigi sleppa tök- unum á landsmönnum. Til þess að sprengja múrvegginn hér sið Eyjafjörð mun Gránu- félagið hafa verið stofnað, og tiþþess vildi það þá byggja kastala og vígi. A Akureyri átti höfuðkastalinn að standa. Ekki kom þó forgöngumönnum félagsins í hug að leita til bæjarstjórnar Akureyrar um íóð undir sinn verzlunarkastala, svo vanmáttug og viljalaus í þeim efnum, að sjá mönnum fyrir byggingarlóðum, var hún álitin af öll- um. Pá keypti Gránufélagið Oddeyrina rétt fýrir nefinu á bæjarstjórninni, sem þá gat eigi dottið í hug að hún hefði átt að kaupa eyrina handa bænum , til þess hún hefði getað látið þá sem þar setjast að fá ódýrar lóðir til ræktunar og bygginga. Gránufélag reysti fljótt stóra faktors- verzlun, og þá vildu ýmsir fara að byggja þar. Áttu menn þar til félagsins en eigi bæjarins að sækja um byggingarlóðir, og og hefir félagið síðan jöfnum höndum selt og leigt lóðir, en lóðarsalan þó verið miklu tregari. Fyrir þetta varð frumbyggjurum Oddeyrar framsóknin erfiðari, en frumbyggj- urum Akureyrar, sem sætt höfðu vildarkjör- unum fornu.- Af því lóðarverðið og leigan á Oddeyrinni nam töluverðu, mun það með- fram hafa valdið því, að margir keyptu eigi eða leigðu stærri lóðir, en þeir nauð- synlega þurftu þá í bráðina fyrir hús sín, og húsin svo fyrir það verið byggð mikíu þéttara en á Akureyri. Til byggingarnefnd- arinnar kasta á Oddeyri kom lítið annað en mæla út fyrir húsunum, og planleggja vegina. Aðalgallinn á útmæling húsanna er að hún hefir eigi haft svo langt bil á milli þeirra, að hægt væri að stækka þau og gjöra að fullkomnu húsi fyrir stórafjöl- skyldu. Sést þetta bezt í Lundargötu og sumstaðar í Strandgötunni og Norðurgötu. Á hinu sama hefir nefndin flaskað í Odd- eyrarbót með húsi Arna Arnasonar ogjóns Friðfinnssonar og víðar. Einni kenningu hefir byggingarnefndin haft mikla tilhneig- ingu til að halda fram, þeirri, að á ýmsum stöðum megi eigi byggja nema stór hús, svo og svo löng. Pessi kenning er athuga-

x

Úlfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úlfur
https://timarit.is/publication/1274

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.