Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 25.11.1974, Blaðsíða 2

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 25.11.1974, Blaðsíða 2
2. spurnar eftir vinnuafli hefur gætt í byggingarstarfsemi undan- gengin tvö ár. í öðrum greinum er £ ár búizt við svipaðri framleiðsluaukningu og á sl. ári. Innlend verðmætaráðstöfun er talin aukast um 7 1/2% á þessu ári að meðtöldum birgða- og bústofnsbreytingum, en rúmlega 6% að þeim frátöldum. Gert er ráð fyrir um 7 1/2% aukningu einka- neyzlu, og gætir þar einkum hinnar miklu einkaneyzluaukningar, sem fylgdi í kjölfar kjarasamninganna á fyrri hluta ársins. Sam- neyzla er talin aukast um svipað hlutfall og á sl. árum eða um 6%. Loks er spáð um 4% aukningu fjármunamyndunar á árinu. Gætir þar talsverðrar aukningar framkvæmda við Sigölduvirkjun svo og aukningar skipainnflutnings, en hins vegar mun fjármunamyndun x íbúðarhúsnæði dragast verulega saman eftir hinn mikla húsainn- flutning Viðlagasjóðs á sl. ári. Utanríkisverzlun - greiðslujöfnuður. Spár um innflutning á þessu ári eru aðallega reistar á spánum um þróun verðmætaráðstöfunar, sem að ofan er getið, ásamt beinum upplýsingum um innflutning skipa og fjárfestingarvöru til meiriháttar framkvæmda, en jafnframt er byggt á innflutnings- tölum fyrstu átta mánaða ársins. Samkvæmt innflutningsspánni, sem sett er fram í töflu 5 hér aftar, er gert ráð fyrir, að heildar- verðmæti almenns vöruinnflutnings aukist um 60% á þessu ári, en þar af veldur verðhækkun olíu um 14-15%. Ennfremur er gert ráð fyrir, að sérstakur vöruinnflutningur (skip og flugvélar, Lands- virkjun, Isal) muni aukast um 50% að verðmæti á þessu ári, einkum vegna innflutnings til Sigölduvirkjunar og vegna skipainnflutnings. Vitneskja um þróun innflutnings í september og október bendir hins vegar til þess, að almennur vöruinnflutningur muni aukast nokkru meira en spáin gerir ráð fyrir, en jafnframt muni sérstakur vöru- innflutningur verða nokkru minni en spáin sýnir. Eins og fyrr segir er reiknað með um a.m.k. 2% magnaukningu útflutningsframleiðslu á árinu, en jafnframt talsverðri birgða- aukningu, þannig að um nokkra magnminnkun útflutnings verði að ræða, eða um 1 1/2%. Samkvæmt þessu næmi verðmæti vöruútflutnings um 34,3 milljörðum króna og heildarverðmæti vöruinnflutnings um

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.