Börn og menning - 2016, Blaðsíða 12

Börn og menning - 2016, Blaðsíða 12
Börn eru bæði skíthrædd við og heilluð af skrímslum og ófreskjum – þessum skelfilegu kvikindum sem leynast undir rúmi, á bak við hurð eða inni í fataskáp og þessi áhugi – og ótti – hvað varðar skrímsli er ósköp eðlilegur hluti þess að vera barn. Barnabókmenntir endurspegla þetta með öllum þeim gríðarlega fjölda sem til er af sögum um skrímsli, allt frá ævintýrum til myndabóka og alls þar á milli.1 Hér er sjónum beint að skrímsl- um í sögum fyrir yngri börn og sérstaklega athugaðar bækurnar Skrímslið litla systir mín eftir Helgu Arnalds, með myndum Bjarkar Bjarkadóttur og Einar Áskell og ófreskjan eftir Gunillu Bergström í þýðingu Sigrúnar Árnadóttur. Því er velt upp hvað það er við skrímslin sem skelfir blessuð börnin og um leið hver boðskapur sagnanna er. Skrímsli er ekki skrímsli Við fæðumst ekki með innbyggðan ótta gagnvart skrímslum heldur er skilningur á því hvað telst vera skrímsli og hvað ekki nokkuð sem við lærum smám saman og um leið lærum við hvers vegna þau ber að ótt- ast. Samband barns og skrímslis hefst alla jafna í kring- um tveggja til þriggja ára aldur eða þegar barnið lærir að láta það sem það ímyndar sér koma í stað þess sem raunverulega er til staðar, þ.e. barnið verður fært um að ímynda sér fyrirbæri á borð við skelfileg skrímsli.2 Börn óttast skrímsli allt til ellefu eða tólf ára aldurs, einstaka börn jafnvel lengur og sumir fram á fullorðinsár. Skrímsli eru alla jafna ljót, risastór, ofbeldisfull og hræðilega hættuleg – þau vilja meiða, lemja, skemma og jafnvel éta lítil börn. Oft eru þau líka tákn einhvers annars sem börn óttast, svo sem dauðans, einangr- unar, vinaleysis, aðskilnaðar, því að glata ást foreldra sinna o.s.frv.3 Augljóslega ber að forðast skrímsli og full ástæða er til að vera hræddur við þau. Ýmsir hafa velt því upp hvort það sé yfirhöfuð í góðu lagi að hræða börn með sögum um skelfilegar ófreskjur og oftast er svarið einfaldlega „já“ og er það meðal annars vegna þess að yfirleitt nær barnið í sögunni stjórn á aðstæð- um og þá hverfur skrímslið, breytist eða barnið áttar sig á því að aldrei var um raunverulegt skrímsli að ræða. Þetta er einmitt það sem gerist bæði í Einar Áskell og ófreskjan og Skrímslið litla systir mín. Ófreskjan innra með þér: Myndabækur og skrímsli fyrir minnstu börnin Helga Birgisdóttir

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.