Huginn - 01.08.1934, Blaðsíða 3

Huginn - 01.08.1934, Blaðsíða 3
$ V 0 H I R. Það sem framar öllu ö ðru ienkennir vorið,er hinn undursamleigi gróð- urmáttur þess,sem á skömmum tima eyðir öllum ummerkjum frosta og fárvýðra hins harðráða vetrar. Með vorinu er eins og trjrtt lif faerist í alla hluti.Hin örsmáu fræ. sem falist hafa í skauti jarðarinnarskjóta rótum sinum út í moldina og teg- ja sig uppí birtuna hvert í kapp við annað.Kuldaleg hret og harðleiknar frosta nætur. verða að visu margri jurtinniað aldurtila,en þrátt fyrir það megnar ekkert að buga mátt þessa vaknandi lífs. Baráttusaga þessi endurtekur sig á hverju ári og er jafnan sjálfri slr lik^- En það er til önnur hliðstæð saga, sem lika endurtekur sig,og hún gerir það x salum mannanna. Það er kunnara en frá þurfi að segja, hve vorið og æskan eru lik,enda, er ekki óalgengt að heyra það timabil æfi vorrar kallað vor lí fsinns.Þar gætir lika sjerstaklega þessa fagra einkennis gró ðurmáttarinns, sem við á þeirri mynd kö'llum von. I sálum vorum eru alltaf fjölmargir nýgræðingar^ sem heyja harða baráttu fyrir tilveru sinni, Eins og að líkindum lætur, bera þeir ekki allir sigur úr bítum. En sem betur fer,er þó fátitt að algert vonleysi setjist að í sálum hinna ungu. Og það sem veldur því er hinn frjói má-ttur vonarinnar, sem leitast við að græða yfir allt,sem kalið hefir í hugans heimi . Vonin er sú lyftistöng, sem ber uppi ótal sorgir og áhyggjur, hún er . það ljós, varpar mestri birtu yfir líf vort og heldur stargsþreki voru við. Hun eflir mátt vorn £ aiiri baráttu og gerir oss glaða og reifa. |sví er ekki að neita, aðoft bregðast hinar fögru vonir vorar og valda þá stundum ærnum sársauka. Undir slíkum kringumstæðum finnst sumum að betur hefði farið á( að búast við hinu versta. En slikt er rangt og stafar af kjark leysi . Það-þar-f hugrekki til-þess að líta björtum augurn á lí-fið, Þegar

x

Huginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Huginn
https://timarit.is/publication/1602

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.