Vísir - 18.04.1915, Blaðsíða 2

Vísir - 18.04.1915, Blaðsíða 2
V l S 1 R Hvenær rekast þeir á? Hingað til hafa þeir altaf sagt: Enn er ekki fylling tímans komin. Bretar hafa altaf sagt: Ef viö getum bara fengið þá til þess að koma út, þá skulum við taka á móti þeim, en Tirpitz hefir sagt: Enn er ekki kominn tími til þess að berjast til þrautar við Englendinga á sjónum, en hitt hugsa menn altaf, að einhvern tíma muni koma að því, að flotunum lendi saman í alvöru, og það verður voðalegt, þegar þar að kemur. Á myndinni sést, þegar eitt af nýtísku herskipunum hleypir af öllum hólkunum í senn, sem á því eru öðrum megin. það eru hvorki meira né minna en 9000 ensk pund, sem það sendir óvinun- um þar á einu augabragði, og Bretar segjast vissir um, að hitta hvað sem vera skal á 17 hundraða yards (hálfrar þriðju danskrar mílu) færi, þegar til sjóorustunnar kemur. Ur frönskum bréfum og biöðum. Eftir Thoru Friðriksson. I. Notre Joffre. Með hverju skipi fæ eg mikið af bréfum frá Frakklandi, og og gengur og gerist, eru þau eins ólík að efni og rithætti, eins og lund- erni þeirra, er þau rita, en í þeim ölium er ein klausa, sem r ná kvæmlega eins orðuð hjá öllum: »Við treystum á Joffre okkar og á »75« okkar«. Sama er að segja um blöðin, þan eru öll sammála unt að engin þjóð eigi eins góðan hershöfðingja og Joffre eða fallbyssu eins góða og þá, er þeir nefna »75«. Slík tilbeiösla auðnast fám mönn- um, og því síður eiga mannvirkin því láni að fagna. Joffre hershöfðingi hefir ekkert „de“ íyrir framan nafnið sitt, sem merki þess, að hann sé af aðals- ætt, enda er hann af almúgafólki kominn og hefir sjálfur rutt sér braut með dugnaði og gáfum. En gagnvart hinum hágöfugu hers- höfðingjum Þjóðverja, sem eru svo ættdrembnir og vitna svo oft til aðalsborna ættfeðra, getur hann bar- ið sér á brjóst og sagt eins og hershöfðingi Napoleons forðum: »Eg er sjáflur œttfaðir«. Napole- on gaf hinum ágælu hershöfðingj- um sínum aðalsbréf, en sá tími er um garð genginn og varla mun | Joffre gerður að hertoga, en þjóð- in fransk'a hefir þegar hafið hann eins og hægt er að hefja nokkurn mann, og í staðinn fyrir aö setja forsetninguna »de« fyrir framan nafnið hans hefur hún sett annað orð sem sjálfsagt mun honum kærra, nefnilega »Notre« (okkar). Notre Joffre« lýsir betur en langar lof- ræður, hvað Frakkar hafa mikið traust og mikla ást á þessum manni, enda ber öllum sem um hann rita, saman um, að hann hafi alla þá eiginleika, sem allsherjarfyrirliði (gen- eralissimus) þarf að hafa og þar að auki, að hann sé framúrskarandi góður og blátt áfram. — Þó að honum hafi fyrir löngu verið ætl- uð þessi staða, þá hefir samt lítið borið á honum, hann hefir unnið í kyrþey og unnið mikið, enda var hann vel undirbúinn og reiðubú- inn þegar herópið kom að öðr- um óvörum. Hann er maður hár vexti, þrek- inn og samanrekinn og andlegir, kraftar hans eru engu minni en hin- ir Iíkamlegu. Einn af frægustu rit- höfundum Frakka, Lavedan, Jíkir honum við Atlas, risann, sem sam- kvæmt grísku goðafræðinni heldur á lofti hvelfingu himinsins; á hans breiðu herðum hvílir svo ntikil á- byrgð, að manni finst enginn mað- ur geti risið undir henni, en Joffre er grjótpáll, sem ekkert lætur á sig fá. Annar þektur franskur rithöfund- ur, Bourget, Jíkir honum við Vilhj. þögla af Oraníu. Joffre er ákaf- lega fámáll, hvorki gortar hann af því, sem hann ætlar að gera (eins og hershöföingi Þjóðverja, sem ætl- aði að borða morgunverð í París 5 seft. !!) né heldur af því, sem hann þegar hefur gert. Opinberar tilkynningar hans eru eins stuttorð- ar og tilkynningar Spartverja í forn- öld, og hefir hann jafnt sagt frá ósigrum sem sigrum, svo að jafn- vel Þjóðverjar hafa dáðst að því (sbr. ummæli v. Harden’s í Zu- kunft). Og loks er honum oft í frönskum blöðum h'kt við Fabíus Cunctator, sem frelsaði Rómaborg 217 árum fyrir Kr. með því að forðast bardaga við Hannibal. »Tíminn og þolinmæðin munu sigra Þjóðverja,« hefir hann sagt frá því fyrsta. Honum er umhug- að um, að senda ekki menn sína í dauðann til einskis, og því bíður hann með þolinmæði fyllingar tím- ans. Að endingu skulu tilfærð orð hans, er menn óskuðu honum til hamingju með heiðursmerkiö, er Frakkar sæmdu hann 1. des. »Þaö ríður ekki á heiðursmerkinu en á góðum úrslitum« . . . Framh. T I L M I N N I S: Baðhúsið opið v. d. 8-8, Id.kv. lil 11. Borgarst.skrifit. í brunastöð opín v. d 11-3 og 5-7 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk. Laufásv. kl. 12-3 og 5-7v.d. íslandsbanki opinn 10-272 og 572-7 K. F. U. M. Alm. samk. sunnd. 872 siðd. Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl, 11-1. Landsbankinn 11 -21/, og 5‘/2-672. Banka- stjórn 12-2 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Útlán 1-3 Landssíminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrugripasafnið opið 172-272 síðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Samábyrgðin 10-12 og 4-6 Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahælið. Hcimsóknartimi 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Gerðardómar* Mjög er það tíðkað í öðrum löndum að leggja deilumál manna og félaga í »gerð«. Er það af mörgúm talið miklu eiðari og hentugari leið til þess að skilja margvíslegar deilur innan stétta eða milli stéttarbræðra, held- ur en aö senda málin til almennra eða opinberra dómstóla. Hlýtur reynslan að hafa fært mönnum heim sanninn um, aö þetta sé rétt álit, því að mjög fer það í vöxt, að menn noti slíkar »gerðir«. í »gerðina« eru valdir menn, sem hafa »fagþekkingu« eða hafa sér- stök skilyrði til þess, að setja sig fljótt inn í málavöxtu. Nefnir þá vanalega hvor málsaðilja einn eða fleiri menn, er í gerðinni skulu vera, og alega er þá tilkvaddur einn lögfróður maður, sem er odda- maður, til þess að gæta formsins. Koma aðiljar sér saman fyrir fram um það að hlíta úrskurði gerðarinnar og verður þá ekki máls- uppsögninni áfrýjað til æöri dóm- stóls. Þessi aðferð virðist vera að ryðja sér til rúms, einnig hér á landi. Margt bendir ti), að mönnum geðj- ist vel að hugmyndinni, og er þaö vel, því að bæði mun þessi aðferð vera miklu ódýrari og þar aö auki er slíkur málarekstur aö mun skemti- legri. Nú nýlega hefir »verkfræðinga- félagið* hér í bænum, komið á fót »gerðí tekniskum þrætumálum*, eins og minst hefir verið á hér í blaðinu, og er það mjög lofsvert af þessu félagi, að ganga á undan öðrum í þessum efnum og skapa með því gott fyrirdæmi. Vonandi fylgja fleiri stéttir eða atvinnurekendur á eftir. Vildum vér aö þessu sinni sér- staklega snúa máli voru til kaup- manna og verslunarstéttarinnar hér. Mundi nú ekki einmitt vera kom- inn tími fyrir þessa stétt, að hefj- ast handa og koma hér á fót fastri

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.