Morgunblaðið - 23.08.1914, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.08.1914, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ M47 Verkfall í Kristianiu, í lok fyrra mánaðar lögðu þjónar á öllum strætisvögnum í Kristianiu niður vinnu. Kröfðust þeir hærra kaups og skemri vinnutíma, einkurn kauphækkunar fyrir aukavinnu. Félag einstakra manna á strætisvagnana þar í borginni og rekur fólksflutninga sem atvinnu. Vildi félagið eigi ganga inn á kröfur þjónanna, sem þegar í stað lögðu niður vinnuna. Fólksfjöldi var með mesta móti í Kristianiu um það leyti. Ófriður- inn var eigi byrjaður og þúsundir af erlendum ferðamönnum voru í borginni í tilefni af landssýningunni. Fólk í bænum varð mjsg reitt yfir verkfailinu og haíði litla samuð með þjónunum. í nokkra daga var allur akstur stöðvaður. En þó kom að því, að félagið varð að láta und- an og ganga inn á allar kröfur verkamannanna. Myndin hér að ofan sýnir fólksfjöldann i Stórþingsgötunni, er fyrsta vagninum, eftir að varkfallinu var lokið, var ekið um það stræti. Nauðsyn brýtur lög. Kanslarinn talar. Bethman von Flolweg kanslari i Þýzkalandi hélt ræðu í ríkisdegin- um 4. þ. m. Játar hann þar hrein- skilnislega að Þjóðverjar hafi framið lögbrot með því að ráðast inn í Luxemburg og Belgíu. Hér fer á eftir kafli úr ræðu hans. Háttvirtir þingmenn. Vér erum nú í nauðum staddir og nauðsyn brýtur lög. Her vor hefir tekið Luxemburg og ef til vill eru her- sveitir vorar nú komnar inn í Belgíu. Þetta er gagnstætt ákvæðum þjóðar- réttarins. Það er satt að vísu að Frakkar hafa lýst yfir því í Briissel, að þeir mundu láta Belgíu hlutlausá í ófriðnum meðan mótstöðumenn- irnir gerðu það. Vér vissum að Frakkar voru búnir til að ráðast inn í Belgíu. Frakkar gátu beðið, en vér gátum ekki beðið. Ef her Frakka hefði komið oss í opna skjöldu niður við Rín, þá gat það orðið oss til hins mesta tjóns. Oss var því nauðugur einn kostur að skeyta ekkert um hin réttmætu mót- mæli stjórnanna f Belgiu og Lux- emburg. Ranglæti það, — eg tala berlega — sem vér höfum framið, munum vér reyna að bæta úr þegar vér höfum náð takmarki voru. Sérhver sá, sem er í hættu staddur, eins og vér, og sem á að verja sín dýrmæt- ustu réttindi, hann hugsar eingöngu um það, hvernig hann geti höggvið sér braut (wie er sich durchhaut). Smávegis. Gistihúsin í Sviss. Eftir sk/rsl- um sem nýlega eru komnar út, eru gistihúsin í Sviss 720 miljónir króna virði. Landið græðir 180 miljón kr. á ferðamönnum ár hvert, og á gisti- húsunum vinna 43 þús. manns. —o— Þýzkir landamæraverðir á Suður- Jótlandi hafa skotið 4 danska drengi, sem voru að skopast að einkennisbún- ingi þeirra. —o— Mauritania, brezka farþegaskipið, var n vlega á ferð til New-York. Urðu Englendingar þess þá varir, að tvö þ/zk herskip voru komin á eftir því, og gerðu skipinu aðvart með loftskeyt- um. Hólt það þá norðvestur á bóginn til Quebec með 26 mílna hraða og komst þangað heilu og höldnu, en ensk herskip voru send til að svipast eftir þ/zku skipunum. Enskir botnvörpungai' hafa verið teknir í herþjónustu til að slæða upp tundurdufl. Fara þeir tveir og tveir saman með streng á milli sín, sem þeir ’draga fyrir með. Hafa þeir þeg- ar slætt upp um 200 sprengidufl Þjóðverja. —o— Libau. Borið er það til baka, að Libau hafi brunnið. Þjóðverjar skutu þó 10 sprengikúlum á borgina, og kviknaði í á 3 til 4 stöðum, en skað- inn ekki mikill. Þess má geta, að herskip það, sem strandaði hjá Rúss- um, heitir Libau, og má vera að þess vegna hafi málum verið blandað um þetta. ÍÖÚð 2—4 herbergi, ásamt geymslu og eldhúsi, óskar reglusamur maður í góðri stöðu að fá frá x. okt. Ritstj. vísar á. Cai!!oux-málin Hinn 20. júli byrjuðu Cailloux-núilin að nýju. Var þá dómssalur- inn svo þéttskipaður af vitnum, málafærslunjönnum og blaðamönnum að almenningur komst ekki að. Frú Cailioux var fyrst yfirheyrð og skýrði hún alla málavöxtu eins o» hún hafði gert áður. Hún lýsti fyrra hjónabandi sínu og því næst árásum bliðanna á mann sinn og lauk máli slnu með því að það hefði ekki verið ætlan sín að myrða Calmette. Daginn eftir var yfirheyrslunni haldið áfram. Frú Cailloux sagði þá að hún hefði ekki haft hugmynd um það að skotin hefðu hitt Calm- ette. Þau hefðu hlaupið úr byssunni alveg sjálfkrafa. Hún kvaðst að- eins hafa ætlað að hræða Calmette. — Dómarinn spurði hana að lokum Gaston Calmette, ritstjóri Figaros. Frú Cailloux. hvort hún vildi segja nokkuð við kviðdómendurna áður en hún settist niður. Hún kvaðst þá aðeins biðja þá að setja sig í sín spor. Mannorði þeirra hjónanna hefðu menn reynt að Svifta þau. En engin orð fengju lýst þvi, hve mikið hún hefði liðið. Setti þá að henni grát mikinn. Dómsforsetinn spurði hana þá enn hvort hún vildi ekki segja eltthvað fleira og svaraði hún þá: Eg vildi heldur að öll bréfin hefðu verið birt, heldur en að eg hefði drýgt glæp. Frá vinstri til hægri: Herbeau málafærslumaður, ákærandi af hálfu réttvísinnar, Albanel dómsforseti og Labori málafærslumaður, verjandi frú Cailloux. Fylgdu nú maigar og flóknar vitnaleiðslur. Labori, málsvari frú Cailloux varði mál hennar af miklum áhuga. Fékk hann sannað það með vitnisburði lögregluþjónanna er handtóku frú Cailloux eftir morðið að hún hafði ekki haft hugmynd um það hve mörg skot hefðu hlaupið úr byssunni. Þá mintist hann og á bréf þau er CUmette hafði hótað að birta 'og fekk sannfært dómarana um það, að innihald þeirra væri á þann veg, að það væri sizt að furða þótt frú Cailloux hefði mist alt vald á sjálfri sér er hún hugsaði til þess að bréfin kæmi fyrir almenningssjómr. Hér væri of langt mál að rekja allar vitnaleiðslurnar í málinu, enda fátt nýtt í þeim fram yfir það sem áður hefir verið skýrt frá hér í blað- inu. Hinn 28. f. mán. var dómuriun upp kveðinn og frú Cailloux fundin sýkn saka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.